Faxi - 01.12.1990, Page 69
íþróttafélag og leikfélag hafa
verið starfandi. Boðið er upp á
snyrtinámskeið. Kór, Frakklands-
vinafélag og Færeyingafélag eru
starfandi og fyrir nokkrum árum
var i skólanum klúbbur sem kall-
aðist „Félag áhugamanna um jól-
in“.
Þegar æskulýðsstarfsemin flutt-
ist í skólann var Vilhjálmur Ketils-
son umsjónarmaður með félags-
lífinu í hlutastarfi og hélt því
áfram í nokkur ár. Frá |dví að hann
hætti hafa kennarar við skólann
haft umsjónina á hendi í sam-
vinnu við nemendafélagið og oft
verið tveir saman, því útilokað er
að einn maður geti sinnt svo viða-
miklu starfi í hjáverkum með fullri
kennslu.
Nú í haust verður breyting á, því
að ráðinn hefur verið umsjónar-
maður félagsstarfseminnar, Haf-
liði Sævarsson og mun hann einn-
ig kenna í hlutastöðu til að komast
í nánari tengsl við sjálft skólastarf-
ið.
Þrátt fyrir að aðstaða til íélags-
starfanna hafi gjörbreyst í tímans
rás, allt frá því að vera í kennslu-
stofum til þess að í dag eru tveir
salir búnir bekkjum og borðum er
enn brýn þörf á að bæta aðstöð-
una að mun, því að öll félags- og
æskulýðsstarfsemi í Keflavík fer
nú fram í skólanum og er ríkur
þáttur í skólastarfinu sjálfu. Þar
öðlast nemendur félagsþroska og
hljóta félagsmálareynslu sem nýt-
ist þeim síðar á lífsleiðinni.
Nemendafélag skólans sér um
sölu í „Lúbarnum" sem er verslun
nemendafélagsins og þar eru
seldir snúðar, heitar og kaldar
samlokur, mjólk og ávaxtadrykkir
í frímínútum en gosdrykkir og
sælgæti á opnum húsum og
skemmtunum skólans.
Vinur Holtaskóla
Francois Scheefer nefnist fransk-
ur maður sem var brautryðjandi í
því samstarfi og samskiptum sem á
hafa komist milli Keflavíkur og
franska bæjarins Hem í Norð-
ur-Frakklandi. Þessi samskipti hóf-
ust á árinu 1986 og hafa hvað mest
veriö við Holtaskóla, en þar hefur
það verið Hildur Harðardóttir sem
leitt hefur þau samskipti.
Áhugi Francois hefur m.a. leitt
það af sér, að í nokkur ár hafa farið
fram nemendaskipti milli Holta-
skóla og Saint Paul skólans í Hem
þar sem faðir Francois er skólastjóri
og hefur Francois einnig starfað við
kennslu. Þá kom nú í sumar hópur
almennra borgara frá Hem í heim-
sókn til Keflavíkur. Er aldrei að vita
nema upp úr þeirri heimsókn vaxi
nýtt samstarf milli bæjanna.
Francois er nú á förum frá Hem,
en hann hefur verið ráðinn yfir-
kennari við Jeanne d’Arc-skólann í
bænum GEX (íbúar um 6000) sem
er í Ölpunum í um það bil 7 km fjar-
lægð frá svissnesku landamærun-
um. Sá skóli hefur um 1200 nem-
endur á aldrinum 6 til 23 ára. Ef að
líkum lætur mun Francois halda
uppteknum hætti og reyna að koma
á samskiptum milli GEX og Kefla-
víkur.
Francois er fastur áskrifandi að
Faxa og hefur alltaf ánægju af því að
fá fréttir héðan. Hann hefur heim-
sótt ísland oftar en flestir aðrir og á
sjálfsagt eftir að koma hingað ótal
sinnum í framtíðinni. Hann kveður
alla velkomna til GEX en heimilis-
fang hans er sem hér segir: Francois
Scheefer, Ecole Jeanne d’Arc, 273
rue Geneve, 012270 GEX —
FRANCE.
Faxi sendir Francois bestu kveðj-
ur og óskar honum farsældar í hans
nýja starfi.
Það var veturinn 1965—66 sem
byrjað var á því að selja snúða og
mjólk í frímínútum en í dag er þar
starfsmaður, Ástríður Sigurvins-
dóttir, og smyr hún samlokur en
nemendur annast söluna.
Hagnaður af Lúbarnum rennur
í sjóð nemenda og er notaður til
að greiða niður kostnað við ferða-
lög og stærri skemmtanir skólans
s.s. jólahátíðir og árshátíðir.
muna
SUmJRMSiA
n xtkygci\(í\i>:iag
W ÍSIANDS »H'
HAFNARGOTU 58
popco
' .
UCRZIUNHR
BRNKINN
FAXI 261