Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 2

Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 2
6. TÖLUBLAÐ - 53. ÁRGANGUR Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík, Afgreiðsla: Hafnargötu 31, sími 92-11114. Blaðstjórn: Helgi Hólnt ritstjóri, Kristján A. Jónsson aðstoðarritstjóri, Magnús Haraldsson, Hjálmar Stefánsson og Karl Steinar Guðnason. Litgreining: Litróf hf. Hönnun, setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Stapaprent hf. Meðal efnis: Jólahald íKeflavík * A Bítlaskóm í Bláfjöllum U tvegsmannafélag Suðurnesja 30 ára Kristmundarvarða Karlakór Keflavíkur Góð staða í körfunni Sundfélagið Suðurnes Að pessn sinni imr jólatrénu frá Kristiansand komið fyrir á nýja torginu framan við bæjarskrifstofurnar í Keflavík. Á trénu eru 720 Ijósaperur eða jafn margar og nemendur í Myllubakkaskóla. Ljósm. Heimir Stígsson. Ljóssins hátíð Ljós skal skínafram úr myrkri! II Kor. 4.6 Hversu mikill er ekki fögnuður þeirra, sem eru vegvilltir í vetrarmyrkri og stórhríð þegar þeir sjá Ijós framundan! Þeir rétta úr sér, greikka sporið og stefna á Ijósið. I svartnætti skammdegisins sjáum við Ijós skínafram úr myrkri, er við fögnum heilögum jólum. Helgustu og björtustu minningar okkar eru tengdar þessari hátíð allra hátíða, sem í vitund okkar er fyrst og fremst Ijóssins hátíð. Við fengum ofbirtu í augun, þegar við horfðum á Ijósadýrðina á jólatrénu, og allt í kringum okkur Ijómaði birta, og gleðin lýsti úr augum og andlitum ástvina okkar. Hversu margir eiga ekki ógleymanlegustu bernskuminningarnar í sambandi við Ijósadýrð jólanna. Kertaljósin loguðu við diskinn á jólaborðinu og svo var kirkjan uppljómuð við jólaguðsþjónustuna. Sannarlega er Ijóssins hátíð réttnefni um jólin. Og hversu mikinn mátt eiga þau ekki til að lýsa upp hug okkar og fylla okkur gleði! Áhyggjusvipurinn hverfur, og menn verða viðmótsþýðari, hrífast af einlægri, barnslegri gleði og þrá til að tala máli kœrleikans ogflytja Ijós inn í myrkur sjúkdóma og fátæktar og framkalla gleðibros á vör. Mál slíkra jólaljósbera skilst, því að hvað þrá menn fremur en að finna kœrleikann og samúðina streyma frá hjartanu í hlýju handtaki og viðmóti eða í kærleiks- ríkum orðum og gjöfum? Við Islendingar, sem búum við hin ystu liöf, getum áreiðanlega ekki hugsað okkur að missa jólin, hátíð Ijóssins, og boðskap þeirra úr dimmu vetrarmyrkrinu. Eða mundi nokkur, sem þekkir íslenskt vetrarmyrkur, vilja vera án jólaljósanna? Setjumst nú niður á kyrrðarstundu á þessum jólum og horfum í gegnum skin okkar eigin jólaljósa á þá birtu, sem uppljómaði mennina á hinum fyrstu jólum. Hlustum á jólaprédikun engilsins og hinn fyrsta jólasálm, - sunginn af himneskum hersveitum. Eg boða yður mikinn fögnuð. Yður er í dag frelsari fœddur. Dýrð sé Guði í upphœðum. Og látum þessa sömu birtu umvefja okkur og sama fögnuð gagntaka okkur, er við beinum sjónum okkar til frelsarans, sem er Ijós heimsins og kom einmitt til að láta Ijós sitt skína á veg okkar, svo við yrðum ekki vegvUlt. Jólaljósin eiga ekki aðeins að lýsa á veg okkar einu sinni á ári, heldur eigum við að ganga lífsveg okkar í Ijósinu með Kristi, svo að við rötum heim með honum. Þá tökum við boðskap jólanna alvarlega, og þá vœri okkur sannarlega umhugað um að halda heilaga jólahátíð í frelsarans Jesú nafni í samræmi við uppruna hennar og tilgang. Guð gefi okkur öllum slíka fagnaðarríka jólahátíð Sigfús lngvason 162 FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.