Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 21

Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 21
Fiskaðgerðarhús við Duusgötu á fvrstu árum Útvegsbændafélags Keflavíkur. Ljósm. Bvggðasafnið á Vatnsnesi. geta tilheyrt LÍÚ. Það var síðan í nóvember 1963, nánar tiltekið þann 12. þess mánaðar kl. 21, að haldinn var fundur í húsi Olíusamlagsins í Keflavík og var það tilgangurinn með fundinum að stofna eitl út- gerðarmannafélag fyrir Suðurnesin. Upphaf fundargerðar stofnfundarins er svohljóðandi Ár 1963, þriðjudaginn 12. nóv- ember kl. 21:00 var haldinn stofnfundur útvegsmannafélags fyrir Suðumes. Til fundarins var boðað af Landssambandi útvegsmanna í samræmi við 3. gr. samþykkta LIÚ. Á fundinum voru mættir eftirtaldir útvegsmenn: Margeir Jónsson, Þorsteinn Jóhannesson, Bcnedikt Jónsson, Sigurþór Guðfinnsson, Guðsteinn Einarsson, Tómas Þorvaldsson, Sigurður Magnússon, Þorsteinn Halldórsson, Þórður Jóhannesson, Jón Sæmundsson, Hreggviöur Bergmann, Jóhannes Jóhannesson, Guðfinnur Sigurvins- son, Páll Axelsson, Ásgrímur Pálsson, Lárus Sumarliðason, Þórólfur Sæmundsson, Páll Ó. Pálsson, Jónas Jónasson, Óskar Jónsson, Jón Danielsson og Sigurður Gíslason. Fundarstjóri var kjörinn Margeir Jónsson og Kristján Ragnarsson fundarritari.” Til fundarins voru mættir tveir fulltrúar LÍÚ, þeir Sigurður H. Egilsson og Kristján Ragnarsson, en Sigurður var þá framkvæmdastjóri félagsins. Fyrsta mál á dagskrá fundarins var að Sigurður Egilsson las og skýrði tillögu að samþykktum fyrir félagið, en þær voru í alls 19 greinum. Var að því loknu samþykkl með samhljóða atkvæðum að stol'na félagið og nefna það Útvegs- mannafélag Suðurnesja. Sam- þykktirnar voru síðan bornar upp grein fyrir grein og voru samþykktar nokkrar breytingar við einstaka greinar. M.a. var það samþykkt, að við stjórnarkjör yrði þess gætt, að tveir stjórnarmenn væru frá Grindavík og einn til vara, þrír úr Keflavík og Njarðvíkum og einn til vara og tveir úr Garði og Sandgerði og tveir til vara. Einn varamaður skyldi vera óbundinn við byggðarlag. Samþykktir hins nýja ‘ félags voru eins og áður sagði í 19 greinum. Ekki er ástæða að rekja þær allar hér, en rétt er að geta um meginatriði þeirra. I annarri grein er það sagður tilgangur félagsins að safna í einn félagsskap öllum fiskiskipaeigendum á Reykjanes- skaga og vera á verði um hags- munamál þeirra. Á það við um kaup- og kjarasamninga við stétlarfélög sjómanna, innkaup á rekstrarvörum og þau mál önnur er snertu atvinnu og afkomu félagsmanna. I fjórðu grein er kveðið á um, hverjir geta orðið félagar í ÚFS og var það nokkuð opið. Þeir einstaklingar eða félög sem eru eigendur fiskiskipa eru þar fyrst tilnefndir, en einnig geta þeir orðið félagar sem hafa stundað úgerð á svæðinu, þótt þeir um stundarsakir hafi ekki skip til umráða. I sjötlu grein er nákvæm lýsing á skráningu félaga og skipastóls og ber félögum skylda til að tilkynna félaginu nákvæmlega allar breytingar sem verða á hverjum tíma. Hvert ár, eigi síðar en 1. júlí, skal stjóm félagsins senda skrá yfir félaga og gjaldskyldar eignir þeirra til LÍÚ. Auk stjómar skal á aðalfundi kjósa 12 manna trúnaðarráð og var það hlutverks þess að taka ákvarðanir um vinnustöðvanir og uppsögn kjarasamninga. Eitl af megin- verkenfum Úlvegsmannafélags Suðumesja er gerð kjarasamninga. 1 m'undu grein samþykkta félagsins kemur fram, að félagið hefur forsvar um alla kjarasamninga fyrir hönd félaga sinna og hefur heimild til að undirrita bindandi samninga án þess að samþykki hvers einstaks félaga þurfi að koma til hverju sinni. Slík undirskrift skal þó ætið gerð með þeim fyrirvara að hún sé háð samþykki stjómar LÍÚ. Trúnaðaráði er og heimilt að fela stjórn samningaumleitanir og samnings- gerð um kjaramál. Áður en stofnfélagar undirrituðu sam- þyktirnar, þá var samþykkt að gefa þeim útvegsmönum sem ekki væru viðstaddir fundinn, kost á því að gerast stofnfélagar óski þeir þess fyrir 25. nóventber 1963. Fyrsta stjórn félagsins var þannig skipuð: Ásgrímur Pálsson, Benedikt Jónsson og Margeir Jónsson úr Keflavík. Tómas Þorvaldsson og Þórarinn Pétursson úr Grindavík. Olafur Jónsson og Guðmundur Jónsson úr Sandgerði og Garði. Til vara voru kjörnir Þórólfur Sæmundsson úr Keflavík, Sigurður Gíslason, Grinda- vík, Páll Ó. Pálsson og Þorsteinn Jóhannesson úr Sandgerði og Garði og Magnús Ágústsson úr Vogum. I lok lundarins fagnaði Margeir Jónsson stofnun félagsins og hvatti félagsmenn til að standa fast saman og benti á í því sambandi að á næstu dögum yrði ráðið mikilvægum málum sem snertu sjávarútveginn. Fvrsti stjórnarfundurinn var haldinn í húsakynnum Olíusamlags Keflavíkur þann 23. nóvember. Þar kom í ljós, að Ólafur Jónsson taldi sig ekki geta orðið félagi að sinni og tók því Páll Ó. Pálsson sæti hans í aðalstjórn. Stjórnin skipti með sér verkum og var Þórarinn Pétursson tilnefnur fomiaður, Margeir Jónsson gjaldkeri og Páll Ó. Pálsson ritari. Állt frá upphafi hefur ÚFS haft aðstöðu í húsnæði OSK, bæði skrifstolu- aðstöðu og fundarherbergi. Starfsemi félagsins Óhætt er að segja, að þeir sem gerðu tillögur að samþykktum að félaginu, hafi ekki verið margorðir um markmið þess, en áður en langt var um liðið, þá spannaði starfsemi þess allt sem nefnt var í lögunum og meira til. Þungamiðjan í starfinu var að sjálfsögðu að hafa með höndum hvers konar samningagjörð um kaup- og kjör við stéttarfélög sjómanna. Þótt oftast hafi sá háttur verið hafður á, að LIÚ færi sameiginlega með samninga, þá þurfti ávallt að ræða um samningana á félags- og stjórnarfundum. Einnig voru ýmsir sérsamningar við félögin á svæðinu í höndum stjórnarinnar og síðar starfsmanna félagsins. Sjálfsagt hefur mörgum útgerðarmanninum verið vafi í huga, þegar tillagan um sameiningu útvegsmannafélaganna bar fyrst á góma, en nánast aldrei hefur verið um ósamkomulag að ræða í félaginu um nokkurt mál. Flest mál hafa lilotið faglega meðferð hjá stjórn og á félagsfundum og síðan verið leidd til lykta með samhljóða samþykki. Gæti þessi saga ef til vill verið þeim að leiðarljósi sem í dag efast um getu Suður- nesjabúa til að starfa í einu, sam- eiginlegu sveitarfélagi. Ekki verður hér farið út í það að rekja náið starfssögu félagsins, en þó þykir rétt að drepa á nokkra þætti úr starfinu í þessi þrjátíu ár. I ágætu viðtali við Margeir Jónsson sem birt er í blaðinu kemur einnig fram ágæt frásögn á FAXI 181
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.