Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1993, Side 27

Faxi - 01.12.1993, Side 27
Félagið hefur hlutverki að gegna í framtíðinni - segir Jón Ægir Olafsson, forniaður ÚFS. félagsins fyrir árin 1992-94. Hann er eins og margir eilaust vita einn af stjómendum Miðnes hf. í Sandgerði en það fyrirtæki á sér þar langa og merkilega sögu. Þetta er í þriðja sinn sem hann gegnir þessu embætti fyrir félagið, en hann var fyrst kjörinn formaður 1971-72 og síðan aftur 1986-88. Tíðindamaður Faxa hitti Jón Ægir á skrifstofu hans í Sandgerði til að spjalla lítilsháttar við hann um stöðu og starf Úlvegs- mannafélags Suðumesja í dag. Við spyrjum fyrst, hver sé megin- starfsemi félagsins í dag. “Félagið þarf sem fyrr ávallt að vera að taka afstöðu fyrir hönd félagsmanna sinna í ýmsum málum sent fram koma og snúa að þessum atvinnuvegi. Við aðstoðum félagsmenn okkar í ýmsum málum og hvílir sú vinna aðallega á ágætum starfsmanni okkar. Einnig eru mikil samskipti við stéttarfélög á svæðinu. LÍÚ fer að mestu með sameiginleg kjaramál útvegsmanna og hefur okkar félag komið meira að þeim málum en önnur útvegsmannafélög. Félagið gerir tillögur um og reynir að hafa áhrif á skiptingu veiðisvæða milli veiðarfæra, þannig að árekstrar verði sem minnstir og flestir geti við unað. Félagið hefur verið mjög áfram um vemdun fiskistofna fyrir ofveiði, svo sem takmörkun á netaveiðum á aðalhrygningartímanum og friðun svæða, þar sem smáfiskur heldur sig aðallega. Hvað með fræðslumál, em þau eitthvað að ráði í ykkar höndum? “Það er nú minna um það en áður. 1 dag eru það svo miklar og góðar upplýsingar sem sífellt berasl frá hinum ýmsu aðilum og samtökum að við höfum í sjálfu sér ekki miklu þar við að bæta. Ég vil t.d. nefna Hafrannsóknarstofnun, Fiskifélagið og nú Fiskistofu.” Við ræddum næst þær breytingar sem útgerðin hefur gengið í gegnum á síðustu árum, bæði varðandi fiskveiðistjórnun, fiskmarkaði og breyttar áherslur í sölu- og útflutningsmálum. “Kvóta- Jón Ægir Olafsson keifið og minnkandi afli hefur hvatt menn til að fara betur með það sem úr sjónum kemur, koma með það ferskara í land og fá þar af leiðandi hærra verð fyrir aflann. Ég nefni t.d. stóraukinn útllutning í gámum og ferskum flökuin í flugi, en há verð á mörkuðunum innanlands skapast að verulegu leiti af því að þessi útflutningur skilar árangri. Hefðbundnar vinnsluaðferðir hljóta því að vera á undanhaldi, og má í því sainbandi nefna frystitogarana. Þessar breytingar gera ákveðnar kröfur til félagsins sem við verðum að mæta í okkar starfi. Hvert verður hlutvertk félagsins á komandi árum? “Það verður auðvitað fyrst og fremst að halda útgerðaimönnum saman og að vinna áfram að fremsta megni að sameiginlegum hagsmunamálum. Ég álít að hlutverk þess verði síst þýðingarminna í framtíðinni. Það hefur ávallt verið góð samstaða í stjórn útvegsmannafélagsins og niðurstaða í einstökum málum alltaf verið sameiginleg.” HH. Formenn í Utvegsmannafélaginu voru kjörnir til eins árs í senn og skyldu þeir vera til skiptis frá Grindavík, Keflavík og Garði/Sandgerði. I fyrstu voru formenn kjörnir til eins árs í senn, en frá árinu 1982 var tekin upp sú regla að formaður var kjörinn til tveggja ára í senn. Eftirtaldir hafa verið formenn í félaginu frá stofnun þess árið 1963: 1963-1964 Þórarinn Pétursson Grindavík 1975- 1976 Einar Símonarson Grindavík 1964- 1965 Margeir Jónsson Keflavík 1976-1977 Einar Kristinsson Keflavík 1965-1966 Jónas Guðmundsson Sandgerði 1977-1978 Ólafur B. Ólafsson Sandgerði 1966- 1967 Þórarinn Pétursson Grindavík 1978-1979 Dagbjaitur Einarsson Grindavík 1967- 1968 Halldór Ibsen Keflavík 1979-1981 Gunnlaugur Karlsson Keflavík 1968 - 1969 Þorsteinn Jóhannesson Garði 1981 - 1982 Eiríkur Guðmundsson Garði 1969- 1970 Dagbjartur Einarsson Grindavík 1982-1984 Eiríkur Tómasson Grindavík 1970- 1971 Þórður Jóhannesson Keílavík 1984- 1986 Gunnlaugur Karlsson Keflavík 1971 - 1972 Jón Ægir Ólafsson Sandgerði 1986-1988 Jón Ægir Ólafsson Sandgerði 1972-1973 Dagbjartur Einarsson Grindavík 1988- 1990 Eiríkur Tómasson Grindavík 1973 - 1974 Einar Kristinsson Keflavík 1990- 1992 Þorsteinn Erlingsson Keflavík 1974- 1975 Þorsteinn Jóhannesson Garði 1992 Jón Ægir Ólafsson Sandgerði FAXI 187

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.