Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 27

Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 27
Félagið hefur hlutverki að gegna í framtíðinni - segir Jón Ægir Olafsson, forniaður ÚFS. félagsins fyrir árin 1992-94. Hann er eins og margir eilaust vita einn af stjómendum Miðnes hf. í Sandgerði en það fyrirtæki á sér þar langa og merkilega sögu. Þetta er í þriðja sinn sem hann gegnir þessu embætti fyrir félagið, en hann var fyrst kjörinn formaður 1971-72 og síðan aftur 1986-88. Tíðindamaður Faxa hitti Jón Ægir á skrifstofu hans í Sandgerði til að spjalla lítilsháttar við hann um stöðu og starf Úlvegs- mannafélags Suðumesja í dag. Við spyrjum fyrst, hver sé megin- starfsemi félagsins í dag. “Félagið þarf sem fyrr ávallt að vera að taka afstöðu fyrir hönd félagsmanna sinna í ýmsum málum sent fram koma og snúa að þessum atvinnuvegi. Við aðstoðum félagsmenn okkar í ýmsum málum og hvílir sú vinna aðallega á ágætum starfsmanni okkar. Einnig eru mikil samskipti við stéttarfélög á svæðinu. LÍÚ fer að mestu með sameiginleg kjaramál útvegsmanna og hefur okkar félag komið meira að þeim málum en önnur útvegsmannafélög. Félagið gerir tillögur um og reynir að hafa áhrif á skiptingu veiðisvæða milli veiðarfæra, þannig að árekstrar verði sem minnstir og flestir geti við unað. Félagið hefur verið mjög áfram um vemdun fiskistofna fyrir ofveiði, svo sem takmörkun á netaveiðum á aðalhrygningartímanum og friðun svæða, þar sem smáfiskur heldur sig aðallega. Hvað með fræðslumál, em þau eitthvað að ráði í ykkar höndum? “Það er nú minna um það en áður. 1 dag eru það svo miklar og góðar upplýsingar sem sífellt berasl frá hinum ýmsu aðilum og samtökum að við höfum í sjálfu sér ekki miklu þar við að bæta. Ég vil t.d. nefna Hafrannsóknarstofnun, Fiskifélagið og nú Fiskistofu.” Við ræddum næst þær breytingar sem útgerðin hefur gengið í gegnum á síðustu árum, bæði varðandi fiskveiðistjórnun, fiskmarkaði og breyttar áherslur í sölu- og útflutningsmálum. “Kvóta- Jón Ægir Olafsson keifið og minnkandi afli hefur hvatt menn til að fara betur með það sem úr sjónum kemur, koma með það ferskara í land og fá þar af leiðandi hærra verð fyrir aflann. Ég nefni t.d. stóraukinn útllutning í gámum og ferskum flökuin í flugi, en há verð á mörkuðunum innanlands skapast að verulegu leiti af því að þessi útflutningur skilar árangri. Hefðbundnar vinnsluaðferðir hljóta því að vera á undanhaldi, og má í því sainbandi nefna frystitogarana. Þessar breytingar gera ákveðnar kröfur til félagsins sem við verðum að mæta í okkar starfi. Hvert verður hlutvertk félagsins á komandi árum? “Það verður auðvitað fyrst og fremst að halda útgerðaimönnum saman og að vinna áfram að fremsta megni að sameiginlegum hagsmunamálum. Ég álít að hlutverk þess verði síst þýðingarminna í framtíðinni. Það hefur ávallt verið góð samstaða í stjórn útvegsmannafélagsins og niðurstaða í einstökum málum alltaf verið sameiginleg.” HH. Formenn í Utvegsmannafélaginu voru kjörnir til eins árs í senn og skyldu þeir vera til skiptis frá Grindavík, Keflavík og Garði/Sandgerði. I fyrstu voru formenn kjörnir til eins árs í senn, en frá árinu 1982 var tekin upp sú regla að formaður var kjörinn til tveggja ára í senn. Eftirtaldir hafa verið formenn í félaginu frá stofnun þess árið 1963: 1963-1964 Þórarinn Pétursson Grindavík 1975- 1976 Einar Símonarson Grindavík 1964- 1965 Margeir Jónsson Keflavík 1976-1977 Einar Kristinsson Keflavík 1965-1966 Jónas Guðmundsson Sandgerði 1977-1978 Ólafur B. Ólafsson Sandgerði 1966- 1967 Þórarinn Pétursson Grindavík 1978-1979 Dagbjaitur Einarsson Grindavík 1967- 1968 Halldór Ibsen Keflavík 1979-1981 Gunnlaugur Karlsson Keflavík 1968 - 1969 Þorsteinn Jóhannesson Garði 1981 - 1982 Eiríkur Guðmundsson Garði 1969- 1970 Dagbjartur Einarsson Grindavík 1982-1984 Eiríkur Tómasson Grindavík 1970- 1971 Þórður Jóhannesson Keílavík 1984- 1986 Gunnlaugur Karlsson Keflavík 1971 - 1972 Jón Ægir Ólafsson Sandgerði 1986-1988 Jón Ægir Ólafsson Sandgerði 1972-1973 Dagbjartur Einarsson Grindavík 1988- 1990 Eiríkur Tómasson Grindavík 1973 - 1974 Einar Kristinsson Keflavík 1990- 1992 Þorsteinn Erlingsson Keflavík 1974- 1975 Þorsteinn Jóhannesson Garði 1992 Jón Ægir Ólafsson Sandgerði FAXI 187
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.