Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1993, Side 40

Faxi - 01.12.1993, Side 40
Konungur lagður í jötu Kopi var úti í haga með kindurnar sínar, þær Rósu, Lillu og Garp. Það voru áreiðanlega þúsund stjörnur á himninum og tunglið var fullt. Skyggnið var gott og hann sá til næsta bæjar. Það var ein stór stjarna yfir bænum og hún varpaði skærri birtu á bæinn. Allt í einu skein skært ljós og Kopi blindaðist. Falleg englarödd sagði. Vertu ekki hræddur Kopi minn. Eg færi þér gleðifregn. Frelsarinn er fæddur í Betlehem. Síðan hvarf engillinn. Kopi hljóp eins og fætur toguðu til Betlehem með kindurnar á eftir sér. Þar fann hann ungbarn liggjandi í jötu. Hann labbaði syngjandi í beitiland sitt. Berglind 6 - T A aðfangadagsmorgni Á aðfangadagsmorgni kom jólasveinninn til Óla litla. Hann gaf honum í skóinn eins og vanalega. Enn hann sá enga pakka undir jólatrénu þannig að hann lét átta pakka undir jólatréð. En Óli fékk stærsta pakkann. Svo fór jóla að sifja og hann lagðist í sófann og sofnaði. Svo heyrði mamma Óla eitthvað þrusk frammi í stofu og hún fór þangað og þá brá henni mjög mikið. Hún sá jólasvein í sófanum sofandi. Svo vaknaði jóli og þá varð hann að fara. En Óla langaði að taka mynd og hann fékk það en svo fór jóli. En á aðfangadagskvöld kom jóli aftur til Óla og hélt hátíðleg jól með fjölskyldu Óla. Hildur María 5. AM Veturinn Um daginn fór ég út að leika mér. Það var mikill snjór. Ég fór ein út. Ég vildi ekki hafa Jón Inga bróður minn með mér. Ég bjó til stóran snjókarl og svo reyndi ég að lyfta risastórri snjókúlu og það tókst að lokum. En eftir einn eða tvo klukkutíma var farið að kólna mikið og ég var að spá í að fara heim, en ég varð að vera pínulítið lengur, því það var svo skemmtilegt þarna. Þegar mér var orðið kalt fór ég heim. Þegar ég kom heim var bróðir minn svo glaður að ég fór með hann út að leik. Dagmar, það er mamma, hún smurði tvær samlokur handa mér og Jóni Inga. Svo fórum við og Vilborg og Jón Kristinn og við bjuggum til annan snjókarl. Síðan fórum við inn til þeirra og fengum piparkökur og kakó. Klukkan sjö fórum við heim að borða kjúkling og við drukkum kók með. Önnu G. 6 -T Jólakrakkar Það var einu sinni jólasveinn sem ruglaðist á degi og nóttu. Hann hét Kertasníkir og það var aðfangadagur. Hann kom um miðjan dag. Hann á 2 hreindýr sem eru mjög mjög góð. Jólasveinninn er góður. Krakkarnir sáu jólasveininn með berum augum og líka hreindýrin. Jólasveinninn sá krakkana búa til snjókalla. Þeir voru allir með jólasveinahúfur. Jólasveinninn var alveg gáttaður. Jólasveinninn var með marga poka af nammi og dót. Hann gaf öllum dót og nammi. Helga 5 AM 200 FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.