Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 15

Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 15
Mjög sérkennilegt. Út um gluggann sést ekkert nema snjór, svo glannalega hvítur að sker í augu, og fólk sem ýmist ferðast upp fjallshlíðina í stólum sem hanga í rafknúnum stálkaðli eða þá að það rennir sér niður aftur. Flest á skíðum. Orfáir á litskærum, ferkönt- uðuni vaskafötum og svo mistekst einstaka manneskju að fóta sig og rennur niður á olnbogum, bakhluta eða herðablöðum til skiptis. Það er örtröð og skvaldur inni í skíða- skálanum þar sem ég sit og pára þessar línur eftir að lial'a fegnið mér kaffi og gamalt vínarbrauð á uppsprengdu verði. Það er kannski ástæðan fyrir því að sumir hafa tekið með sér nesti. Fólk kemur og fer. Tvær unglingsstelpur setjast við borðið hjá mér og fara að háma í sig franskar kartöflur sem þær dýfa af og til í lítið box með dumbrauðri tómatsósu. Eg bregð ntér út til að fá mér smók því reykingar eru bannaðar innan dyra. Þegar ég hef drepið í labba ég í áttina að stólalyftunni því mér hefur verið gefin faimiði með henni. Það liggur við að ég guggni þegar ég sé biðröðina að lyftuhúsinu. Hún liggur í mörgum hlykkjum, mun lengri en biðraðirnar fyrir utan Glaumbæ í gamla daga. En úr því að allsgáð fólk leggur það á sig að standa í svona röð um hábjartan dag uppi á reginfjöllum, þá hlýtur það að vera einhvers virði. Ég stilli mér aftast í röðina og lagfæri hnútinn á bindinu mínu. Það er ekki laust við að ein og ein manneskja líti mig homauga þar sem ég stend heimspekilegur á svip, skíðalaus, í jakkafötum og bítlaskóm - og þar að auki með regnhlíf sem ég nota eins og staf. En fólkið fyrir framan mig í röðinni nálgast lyftu- húsið fyrr en varir. Enn af umsjónarmönnunum kemur til mín og vill fá að vita hvaða erindi ég þykist eiga upp á tindinn, svona illa klæddur og skíðalaus. Ég segist ætla að skrifa um staðinn. Hánn lítur tortryggin á mig. Kannski er hann að velta því fyrir sér hvon ég sé drukkinn og fari svona vel með það. Auðvitað sér hann þo að ég er allsgáður, “Jaanú,” segir hann. “Ég ætla að láta þá þama uppi vita að þú sért að koma.” Ég sest í einn stólinn, krosslegg fæturna og halla mér aftur til að virða fyrir mér útsýnið. Það er ljómandi fallegt þarna og veðrið ágætt. Skömmu síðar er ég kominn upp á tindinn. Þar er fólk að gera sig klárt lil að renna sér niður glannalega bratta hlíðina og einn kappinn hefur komið með vingjarnlegan Ólafsvalla- hund með sér. Hundurinn skimar grafalvarlegur í kring um sig en brosir síðan til eiganda síns og merkir snjóköggul með gulri bunu. Ég dreg litla myndavél upp í innanávasanum og tek nokk myndir af umhverfinu og endalausum bílarunum í fjarska. Síðan labba ég inn í lyftuhúsið og bíð þess að fá tækifæri til að líða aftur niður brekkuna í öðrum lyftustól. Á leiðinni niður rifjast upp fyrir mér eina skiptið á ævinni þegar ég fór á skíði. Þá var ég í landsprófi á Laugai'vatni og einn af kennurunum, Vilhjálmur Einarsson ólýmpíukappi, hugðist taka kvikmynd af nem- endunum við iðkun vetraríþrótta. Við gátum valiö um skíði eða skauta. Ég hafði valið mér skíði og fór með skíðafólkinu upp í hlíð. Þar stillti ég mér upp í sparifötununi mínum með skíðin spennt og beið fyrirmæla ásamt hinum krökkunum. “Jæja, af stað!” kallaði Vilhjálmur og við ýttum okkur áfram. Þá vildi ekki Iretur til en svo að skíðin fóru á undan mér, ég datt kylliflatur á bakið og rann þannig niður. En þetta kom Ijómandi skemmtilega út á mynd. Jæja. Ég kinnka kolli til unglinga sem eru á leiðinni upp og tvær tíu ára stelpur grípa um munninn og flissa yfir því að sjá svona spjátrung, einan í stól á leiðinni niður. En mér líður prýðilega. Ég hef aldrei verið gefinn fyrir íþróttir og ég man hvað mér leiddist þegar mér var einu sinni boðið að horfa á landsleik í fótbolta milli Frakka og Islendinga. Þarna hlupu nokkrir menn um í stuttbuxum um allan völl og reyndu að sparka leðurbolta í annað hvort markið; stóra ramma sem stóðu upp úr jörðinni sinn hvoru rnegin vallarins og hafði Ijósgrænt þorskanet, líklega frá Joseph Gundiy & Co. í London, verið strekkt yfir rammana. Stóllinn minn er komilnn alla leið niður. Ég stend upp og teygi úr mér. Til mín kemur umsjónarmaður og horfir gáttaður á mig. “Hvemig datt þér í hug að fara upp - svona illa skóaður?” vill hann fá að vita. “Ég var að taka myndir,” segi ég- “Taka myndir? Hefði ég séð til þín, þá hefði ég aldrei hleypt þér upp. Þú verður að koma.betur klæddur næst.” Ég labba aftur að skíðaskálanum til að fá mér meira kaffi. Sífellt kemur nýtt og nýtt fólk inn. Sumir bera saman bækur sínar um hvað þeir hafi rennt sér margar ferðir og svoleiðis. Aðrir skella í sig kaffisopa og fara svo út aftur, tilbúnir í renniríið. Fara upp fjallið til að renna sér niður, upp og svo aftur niður. Það virðist vera eini tilgangurinn með þessu. Þarna er einn og einn klæddur í búning sem myndi sóma sér vel á hvaða geimfara sem er; gljáandi plastskórnir eru geimaldarlegir að sjá, enda fylgir þeim tunglfaralegt göngulag. Ég klára úr bollanum og verður litið á támjóu bítlaskóna mína góðu. Svo fæ ég mér ábót á kaffið og bíð þess að fólkið sem ég kom með hafi rennt sér nægju sína og skutli mér aftur í bæinn. Þorsteinn Eggersson FAXI 175
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.