Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 30

Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 30
Mynd þessi er tekin í 15 ára afmælisfagnaði OSK árið 1954. Nær allir sem þarna sjást eru stofnfélagar OSK og jafnframt samherjar Margeirs Jónssonar í útgerðarvafstrinu. Fremst sitja fyrstu stjórnendur félagsins, þeir Porgrímur Eyjólfsson gjaldkeri, Karvel Ögmundsson stjórnarformaður, Ólafur Porsteinsson framkvæmdastjóri og Elías Þorsteinsson ritari. Miðröð: Sigurþór Guðfmnsson, Falur Guðmundsson, Sverrir Júlíusson, Sigurður Guðmundsson, Olafur Bjarnason, Margeir Jónsson, Axel Pálsson, Albert Bjarnason, Arent Classen og Elentínus Júlíusson. Aftasta röð: Steindór Pétursson, Björn Pétursson, Sigurbjörn Eyjólfsson, Albert Olafsson, Ólafur Lárusson, Jón Eyjólfsson og Huxley Olafsson. halda sameiginlega fundi áður en Utvegsmannafélag Suðurnesja var stofnað.Gamla félagið var nú með ýmsar hugmyndir og sumar urðu að veruleika. Meðal annars var farið út í það að setja upp Veiðarfæragerð Suðumesja og það var náttúrlega rætt í félaginu lengi og vel. Við fengum mann frá Isafirði til að vera þarna verkstjóri í upphafi, en þarna störfuðu að jafnaði 6-8 menn. Þetta verkstæði vorum við með í nokkur ár. Keyptum 3 skemmur undir starf- semina af vamarliðinu. Skemmumar voru hér uppi í heiði á skemmu- svæðinu, sem þá var langt fyrir ofan bæinn. Þarna geymdum við líka síldamætumar. En þessi rekstur tókst ekki til frambúðar. Menn vildu þegar frá leið fara sínar eigin leiðir varðandi veiðarfæraviðhaldið. Þá voru skemmurnar seldar Síldar- útvegsnefnd. Þegar við stofnuðum veiðarfæragerðina var 2000 kr. framlag á útgerð. Svo þegar þetta var selt og gert upp, þá man ég eftir því að ég gat fært hverjum hluthafa 10000 krónur, sem voru töluverðir peningar þá.” Síldarleysi og síldaruppgrip Sumir af okkur tóku þátt í síldarsöltun á Siglufirði en það var ekki í gegnum félagið. Söltunar- félagið hét Reykjanes h/f og með mér í því voru meðal annarra, Þorgrímur Eyjólfsson, Björn Snæbjörnsson og Finnbogi í Gerðum. Ég var nokkur ár þarna í síldarsöltun á Siglufirði með þessum köppum. Það var geysilega skemmtilegt. Mikið líf í kringum þessa starfsemi en lítið út úr henni að hafa þá.Menn ræddu nú um það á þessum aflaleysisárum að láta það ógert að fara norður á síld. Alltaf var þó farið og í þeirri von að aflaleysið væri nú að baki. Við á minni útgerð fórum 23 skipti norður til síldveiða (1945-1968). í sex skipti höfðum við góð úthöld enn í hin 17 náðum við ekki endum saman. A haustin var reknetasíldin líka söltuð hér heima og í kringum það var heilmikið líf. Um 1960 brást reknetaveiðin alveg og lagðist þá niður um langt árabil og er ekki stunduð nú. En skömmu áður hófust hér sunnanlands síldveiðar í nót, einkum á haustin og stóð sú veiði með blóma um nokkurra ára skeið. Þá var hér að sjálfsögðu töluverð og stundum mikil síldar- söltun. I raun og veru má segja, ef maður lítur yfir þetta tímabil, þá var alltaf mikið að gera og oft erfitt. En erfiðleikarnir bökkuðu mann alltaf upp með bjartsýni og von um að næsta vertíð mundi bjarga þessu öllu saman. Þegar nýja félagið -Útvegs- mannafélag Suðumesja var stofnað, þá verður um meiri og betri samstillingu að ræða bæði í landshlutunum og þá um leið innan LIÚ. En það var unnið samtímis að því að stofna þessi útvegsmannafélög landshlutanna. LIÚ hefur að vísu alla tíð gegnt hlutverki sínu vel en þó enn markvissar og betur eftir að landshlutafélögin komu til og smæni útvegsbændafélögin gengu inn í þau. BORGARAFUNDUR í KEFLAVÍK Skipulagsnefnd Keflavíkur auglýsir hér meö ALMENNAN BORGARAFUND í Félagsbíói miðvikudaginn 29. desember 1993. Fundarefnið er að kynna tillögu að nýju aðalskipulagi fyrir Keflavík, en skipulagsnefnd hefur að undanförnu unnið að endurskoðun á gildandi skipulagi. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: Kl. 20:00 Kl. 20:30 Kl. 20:40 Kl. 20:50 Kl. 21:30 Kl. 23:00 Sýning á tillöguuppdráttum, greinargerö o.fl. í anddyri Félagsbíós. Ávarp Helga Hólm, formanns skipulagsnefndar. Ávarp Ellerts Eiríkssonar, bæjarstjóra. Kynning á skipulagstillögunni. Höfundur tillögunnar, Valdís Bjarnadóttir arkitekt ogGunnar Ingi Ragnarsson verkfræöingur fylgja tillögunni úr hlaöi. Almennar umræöur, fyrirspurnir og svör. áætluö fundarlok. Bæjarbúuar eru hvattir til að mæta á fundinn til að kynna sér skipulagstillöguna og láta í Ijós álit sitt og koma með ábendingar. Muniö: Félagsbíó miðvikudaginn 29. desember 1993 kl. 20:00. Skipulagsnefnd Keflavíkur Bæjarstjórinn í Keflavík FAXI 190
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.