Faxi - 01.12.1993, Qupperneq 5
„Islend 'ingi i r
dugl 'eg fir «1 ð
vemda mál sitt“
- þrír danskir kennaranemar í heimsókn
s
tímabilinu 20. október til 3.
desember dvöldu sex kenn-
araneniar frá Hjörring
Semenarium hér á Islandi og var
erindið að kynnast skólakerfinu
hér og afla sér reynslu með
kennsluæfingum. Þrír af nem-
uiium höfðu að mestu aðsetur hér í
Keflavík, nánar tiltekið í Holta-
skóla undir handleiðslu Jónínar
Guöniundsdóttur og fleiri kenn-
ara, en einnig í Njarðvík hjá
Guðrúnu Jónsdóttur og í Garði
hjá Katli Jósefssyni. Einn neminn
var í Reykholti í Borgarfirði og
tveir á Laugarvatni.
Tíðindamaður Faxa hitti Tove
Mathiasen, Inge Lise Rasmussen og
Ulrik Lauritsen að máli um miðjan
nóvember í Holtaskóla og rabbaði
við þau um dvölina. Þau eru öll á
aldrinum 22 - 24 ára og eru á þriðja
ári við kennaraskólann í Hjörring. í
skólanum eru um 400 kennaranemar
og að auki um 300 í leikskólanámi.
A hverju ári þurfa nemarnir að
dveljast úti í skólum í einar fimm
vikur til að fylgjast nreð skólastarfi.
Dreifast þau þá á hina ýmsu skóla í
Danmörku, en sumir fá að fara til
nágrannalandanna. Á síðasta ári
komst á samband skólans við ýmsa
erlenda bæi, svo sem Dublin á
Irlandi, og Grindavík hér á landi og
dvöldust í fyrra tveir nemendur í
Grindavík. Þá kynntist Jónína þeim,
er þeir voru vikutíma í Holtaskóla,
og lét hún þá í ljós áhuga á að stuðla
að því, að tekið yrði á móti nemum
til Keflavíkur í framtíðinni.
Sexmenningamir fréttu af þessu boði
Jónínu og höfðu samband s.l. vetur.
Er síðan skemmst frá því að segja, að
með styrk frá Norðurlandaráði upp á
vasann og hjálp viðkomandi aðila í
Keflavík, þá varð þessi heimsókn að
veruleika. Venjulega standa þessar
námsferðir í fimm vikur, en
Norðurlandaráð styrkir ekki slíkar
ferðir nema þær standi í sjö vikur.
Dvöl sexmenninganna hófst með
nokkurra daga dvöl í orlofshúsi
Keflavíkurbæjar í Munaðarnesi. Þar
voru þau í góðu yfirlæti og ferðuðusl
unt næsta nágrenni. Síðan tók
alvaran við. Fyrstu vikuna vom þau í
Holtaskóla og fóru í heimsóknir til 9.
og 10. bekkinga. Þar fengu þau
tækifæri til að kynna heimaland sitt
og þjóð og höfðu undirbúið sig
heima fyrir og höfðu með sér myndir
og annað efni. Þá notuðu kennaramir
tækifærið til að láta nemendur sína
æfa sig í dönskunni og ræddu
gestirnir við þá og fóru yfir ýmis
konar texta með þeim. Aðspurð
sögðu Danirnir að nemendurnir
hefðu tekið þátt í þessu af sönnum
áhuga. Það hefði komið berlega í
ljós, að dönskukunnáttan var mjög
misjöfn. Mjög margir bæði töluðu og
skildu málið fullkomlega en
meirihlutinn hefði verið óframfær-
inn í fyrstu en reynt meira að tjá sig
þegar eftir nokkra daga. Tove, Inger
Lisa og Ulrik fóru síðan í skólana í
Garði og Njarðvík sill hvora vikuna.
Sögðu þau eftirtektarvert, hvað
skólarnir væru velútbúnir. Heima í
Danmörku væri t.d. varla að finna
sundlaug og íþróttahús við hvern
skóla. Þá voru þau hrifin af hinu
nýja Tölvuveri í Holtaskóla. Eg
spurði hvort það hefði verið þeim
erfitt að fara að ræða við íslensku
krakkana. Þau söðgu það vera að
vissu leiti erfitt vegna þess að þau
yrðu sérstaklega að leggja sig fram til
að láta skilja sig. Danir væru vanir að
tala afar hratt og slepptu stundum úr
hluta orðanna. Hér urðu þau bæði að
vanda rnálið og að tala hægt. Þeim
fannst krakkkarnir vera duglegir, þeir
væru ekki ragir við að spyrja og
hefðu áhuga á því sem verið væri að
kynna. Tove sagði frá því, að þeim
hefði gefist mörg tækifæri til að
kynnast fólki í Keflavík og víðar,
bæði í heimboðum og ýmsum
skoðunarferðum. M.a. hefðu þau séð
Gullfoss í klakaböndum, það hefði
verið stórkostleg sjón. Það hefur
vakið athygli þeirra, hvað Islendingar
eru duglegir að vernda niálið sitt.
Alls konar hugtök og orð sem heima
í Danmörku eru tekin beint upp úr
ensku eru hér færð í íslenskan búning
eða að búin eru til ný orð. Nefndu
þau t.d. orðin sjónvarp og tölva.
Inger Lise sagði að sér finndist
íslendingar vera mjög meðvitaða um
sögu sína. Kennaranemamir þrír hafa
gist í Röstinni í Keflavík og hefur
þeim líkað það mjög vel. Eftir okkar
samtal áttu þau síðan eftir að
heimsækja Kennaraháskólann í
nokkra daga en síðan átti að taka við
nokkrir frídagar, fyrst á Akureyri þar
sem þeim stóð til boða að dvelja í
orlofsíbúð og síðan í Reykjavík í
íbúð sem kennarasamtökin eiga.
Sögðu þau allt hafa verið gen til að
gera dvöl þeirra hér sem
ánægjulegasta. Var ekki annað að
sjá, en að það hati tekist, því öll voru
þau himinlifandi yfir dvölinni og
töldu að hún ætti eftir að skila sér í
störfum þeirra í framtíðini.
H.H.
Kr. 10.200 afsl.
MOTOROLA
MOTOROLA
af Motorola farsíma
Póstur og Sími býður þér 15% afslátt af nýjum
Motorola Associate 2000 farsíma. Fáðu þér nýjan
Motorola farsíma á góðu verði og með góðum
greiðslukjörum
Tilboðið stendur til 20. desember. Það eina sem þú
þarft að gera er að framvísa úrklippunni hér að neðan,
á skrifstofu Pósts og Síma í Keflavík og við veitum
þér 15% afslátt
Motorola Associate 2000
bíla- eða burðarsími.
TILBOÐSVERÐ: 58.139.-
Venjulegt verð: kr. 68.339.-
ATH. Notendur handvirka farsíma-
kerfisins 002 fá stofngjald
fellt niður.
4
V ^aPV
- ^ ^ ji.
FAXI165