Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 19

Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 19
Tunnuskip í Keflavíkurhöfn. Ljósm. Byggðasafniö á Vatnsnesi. Karvel l'lutti á 10 ára afmæli félagsins segir hann m. a. svo frá: Stjórn Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur kvartaði yfír því að geta ekki snúið sér til eins heildar- aðila fyrir hönd útvegsmanna til samningagerða um kaup og kjör, þar sem félag það er eitt sinn var í Keflavík hefði hætt starfi. Ég spurði þá hvort þeir álitu ekki rétt að reyna að mynda útvegsbændafélag í Keflavík, er saman stæði af út- gerðarmönnum úr Keflavík og Njarðvíkum, Ytri og Innri. Allir þeir sem ég ræddi við höfðu mikinn áhuga fyrir stofnun slíks félags. Ég fór til Reykjavíkur og fékk félagslög hjá Fiskifélagi Islands. Eftir heimkomu þaðan boðaði ég útgerða- rmenn á fund í gamla bamaskólanum í Keflavík að kveldi hins 23. apríl 1936. Á fundinum las ég hverja lagagrein og voru þær mikið ræddar og að því búnu samþykktar með áorðnum breytingum. Síðan voru öll lögin samþykkt með undirskrift stofnenda. Fyrsti formaður félagsins var Karvel Ögmundsson, Narfakoti, Innri-Njarðvík. Aðrir í sjórn voru Kristinn Jónsson, Keflavík, ritari og Elías Þorsteinsson, Keflavík, gjaldkeri, en eftir eitt ár tók Sverrir Júlíusson við ritarastarfi af Kristni Jónssyni. Árið 1936 var eitt af þeim erfiðustu sem yfir útgerðarmenn Suðumesja hefur komið. Sfldin brást sumarið 1935 og algert aflaleysi veturinn 1936. Það var því ekki bjart framundan þegar þetta félag hól' göngu sína. Þegar leið á vertíðina sáu útgerðarmenn að þeir myndu ekki geta staðið við fjárhagslegar skuldbindingar. Var þá kosin fimm manna nefnd til að fara á fund þings og stjómar. Þetta bar þann árangur að samþykkt voru lög sem heimiliðu ríkisstjórninni að veita ákveðna fjárupphæð til útvegsmanna um land allt sem bráðabirgðarlán vegna aflabrests. Afleiðingin var sú að allir útvegsmenn héldu sínum atvinnu- tækjum og urðu síðar færir um að rétta við hag sinn þegar aðstæður bötnuðu. Ef þetta hefði ekki verið gert myndi eitthvað af atvinnu- tækjum byggðarlaganna hafa fluttst í burtu. 20.október 1937 var kosin fimm manna nefnd til að mæta á fundi LÍÚ til þess meðal annars að beita áhrifum sínum til heildarsamtaka útvegsmanna um land allt. Þetta mun vera frumdrögin að stofnum Landsambands íslenskar útvegsmanna. Það er ánægjulegt til þess að vita að l'rá því að vera sundurlyndir einstaklingar, varnarlausir fyrir utanaðkomandi áhrifum 1936, erum við nú eftir 10 ára félagssamtök orðin allsterk lélagsdeild heima í héraði og einnig hlekkur í félagskcðju, sem tengir alla útvegsmenn saman um land allt.” Eitt af þeim merkustu málum sem félag þetta hefur látið til sín taka eru hafnarmálin. Þegar hið opinbera leitaði álits félagsins um lands- höfnina þá greiddu allir atkvæði á einn veg, enda þólt áður hafi í odda skorist. Með Landshafnarfrumvarp- inu er lagður grundvöllur að framtíð Suðumesja. Á milli verkalýðsfélags Keflavíkur og Útvegsbændafélagsins hefur aldrei komið til stórátaka. Þessir aðilar hafa alltaf borið gæfu til að jafna sín deilumál á friðsaman hátt og aldrei komið til verkfalla. Ég vil geta þess að í hinum stærri málum sem við höfum sólt útávið höfum við notið stuðnings Útvegs- mannafélags Garðs. Hefur samvinna verið með ágætum milli lélaganna enda eiga Garðmenn mætustu mönnum að skipa Útvegsbændafélag Gerðahrepps Þorsteinn Jóhannesson. Félagið var stofnað í Gcrðum þann 29. september 1940. í lögum félagsins segir, að félagsmenn geta orðið eigendur þiljaðra vélbáta í Gerðahreppi og einnig í Miðnes- hreppi. Lög félagsins tilgreina í mörgum liðum hver skal vera tilgangur félagsins. Þar kemur m.a. fram eftirfarandi auk þess sem svo tugum skipti á grunnmiðum og töldu heimamenn þær gjörspilla miðunum. Er talið að á síðari hluta aldarinnar hafi frönsku skúturnar verið um 240 talsins hér við land. Undir aldamótin komu svo Bretar á hinum nýtískulegu gufutogurum. Voru þeir mjög aðgangsharðir á fiskimiðunum og skeyttu engu um landhelgislínur eða veiðar heima- manna. I kjölfar þessara veiða fylgdi mikið aflaleysi á hefðbundum liskimiðum. Suðumesjamenn virðast ekki hafa fylgst mikið með framþróun í fiskveiðum á þessum tíma og niá þar efalaust um kenna þeim góða árangri sem þeir höfðu náð með sinni bátaútgerð. Hér voru því seint gerðar hafnir og skútuöldin fór að mestu hjá garði. M.a. fluttu forráðamenn Duusverslunarinnar þilskipaútgerð sína til Reykjavíkur, því þar voru allar aðstæður miklu betri. En þegar vélbátaöldin gekk í garð við upphaf tuttugustu aldarinnar olli það gjörbyltingu á flestum stöðum á svæðinu. Fyrst í stað var aðeins um opna bála að ræða, en er líða tók á öldina komu þiljaðir vélbátar til sögunnar. Efldist vélbátaútgerð því þar sem hafnir voru bestar. Af þessum sökum varð efling útgerðar mest í Keflavík á fjórða áratugnum. Einnig var mikil útgerð í Garði og Sandgerði og notuðu Garðmenn ýmist hafnirnar í Keflavík eða Sandgerði. Sökum algjörs hafnleysis í Grindavík rém menn þar á opnum árabátum nokkuð lengur en á hinum stöðunum. Þegar Hópið var síðan opnað leið ekki á löngu þar til þar myndaðist einnig blómleg vélbátaútgerð enda var þaðan mjög stutt sigling á góð fiskimið. Unandnfari ÚFS voru þau félög sem nú verður greint frá ✓ Utvegsbændafélag Keflavíkur Karvel ()gmundsson. Ein af aðal hvatamönnum að stofnun félags útvegsmanna var Karvel Ögmundsson. í ræðu er FAXI 179
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.