Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 31

Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 31
Þorvaldur Itjarni Þorvaldsson. Ljósm. Kjartan Már Magnússon Jólvers. Vér hátíð höldum glaðir og heilög jól í dag. Vér lofum Ijósins faðir lífsins fyrir hag. Nú hýrnar manns í hjarta heilög hoðun þín. Og hlessað Ijósið hjarta frá Bethlehem oss skín. Jón Ólafssonfrá Einarslóni Miðvikudaginn 10. nóvember síðastliöinn kom hljómsveitin Todmobile við í Keflavík á tónleikaferð sinni um landið. Sveitin er hér að kynna nýjustu breiðskífu sína sem lilotið hefur nafnið Spillt. Hér er á ferðinni fúnmta breiðskífa þeirra Andreu Gylfadóttur, Eyþórs Arnalds og Þorvaldar lí jarna Þorvaldssonar, en áður eru út komnar skífurnar Betra en nokkuð annað(1989), Todmobile (1990), Ópera (1991) og 2603(1992). Tón 1 e i k arn i r í Kefíavík voru haldnir í Félagsbíói fyrir rúmlega hálffullu húsi, og er óhætt að segja að áhorfendumir hafi ekki séð eftir aurunum sínum í það skiptið. Upphitunarhljómsveit var að þessu sinni hljómsveitin Þusl sem nýlega bar sigur úr býtum í hljómsveitakeppni sem haldin var á veguin Nemendafélags Fjölbrauta- skóla Suðurnesja, en Þusl skipa fimm ungir menn úr skólanum. Todmobile kom fram á sviðið við mikla hrifningu viðstaddra. Þau þrjú áðumefndu sem hljómsveitina skipa, ásamt Eiði Amarssyni bassaleikara, Kjartani Valdemarssyni á hljómborði og Matthiasi Hemstock sem sér um trommurnar, koma sífellt á óvart. Mikið hefur verið að gera hjá þeim á undanförnum árum við að gefa út plötur og auk þess að koma fram á lónleikum, dansleikjum og sveita- böllum. Þrátt fyrir það sjást engin þreytumerki á hljómsveitinni nema síður væri og sýnir það aðeins gífurlegan styrk meðlima hennar. A þeim rúma klukkutíma sem Keflvíkingar fengu notið eyrna- konfektmola Todmobile, bar hæst lögin af nýju plötunni, en þau spiluðu sveitannenn í bland við eldra efni. Andrea hefur sterka rödd sem fékk vel að njóta sín í Félagsbíói og hefur Andrea Gylfadóttir hún augljóslega gaman af að koma frarn. Þorvaldur fór á kostum eins og hans er von og vísa og Eyþór sýndi vel hvað í honum býr. Meðlimir Todmobile hyggja nú á að hvíla sig á tónlistinni um stund og snúa sér að öðrum verkefnum. Spillt verður því síðasta platan í bili og væri margt vitlausara en að eignast þann kjörgrip. Hrund fODMOP lil FAXI 191
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.