Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1993, Side 11

Faxi - 01.12.1993, Side 11
Olafur A. Olavsen, forstjóri Duusverslunar til ársins 1920 ásamt eiginkonu sinni, Asu Olavsen. eftir að leyfið var fengið, hvorki um tombóluna né jólatrésskemmtunina. Þó má telja líklegt að hvoru tveggja hafi farið fram og að öllum líkindum „vel og siðsamlega". Ef að líkum lætur er þetta í fyrsta sinn sem jólaskemmtanahald skólabarna í Keflavík var með jafnmiklu tilstandi og hér skyldi við hafa, en ekki vitað hvoit framhald varð á. Uppátæki skólabarnanna leiðir annars hugann að jólahaldi í Keflavík í byrjun aldarinnar og ýmsum skemmtunum og mannfagnaði yfir hátíðamar. Eins og nærri má geta var þá margl með öðru sniði en nú tíðkast og að flestu leyti minna um sig heldur en við þekkjum nú til dags, nema ef vera skyldi innileg tilhlökkunin og hátíðleikinn samfara þessari mestu hátíð ársins. Keflavík um aldamótin Svipur þorpsins, því þá var Keflavík varla meira en smáþorp með rétt um 300 íbúa, var um aldamótin talsvert frábrugðin Keflavík nútímans. Bærinn stóð að mestu á svæðinu sem afmarkast af Tjamargötu, Kirkjuvegi, Vesturgötu og Hafnargötu. Og áður en lengra er Italdið er rétt að taka fram að göturnar sem nú voru nefndar voru ekki til scm slíkar, nema kannski Hafnargatan, sem raunar var oftast nefnd Strandgata á þeim árum. Húsin voru því ylirleitt kennd við eigendur sína, s.s. Bergsteinshús eða Önnu- bær. Götuheitin komu hins vegar ekki til fyrr en um og eftir 1912. Til viðbótar við þetta skiptist þetta litla þorp í raun í tvo hluta er nefndir voru austurplássið og vesturplássið, en Norðfjörðstúnið svonefnda (sem Túngata dregur nafn sitl af) skildi að. Líklega voi u hugmyndir íbúanna um vegalengdir nokkuð frábrugðnar því sem nú gerist meðal Keflvíkinga; a.m.k. var óravegur á milli austurplássins og vesturplássins í þá daga og því talsvert ferðalag að ganga t.d. frá Vesturgötu og niður á Tjarnargötu. Til að gefa enn frekar hugmynd um þetta fjarlægðaskyn má geta þess, að þegar skriður komst á ráðagerðir um að reisa nýtt skólahús, seint á fyrsta áratugi aldarinnar, urðu miklar ýfingar í bænum þegar fréttist að til stæði að setja nýja húsið niður við núverandi Skólaveg, sem ýms- um þótti allt of langt í burtu. Engar götulýsingar voru í Keflavík á fyrstu árum aldarinnar og ekki völ á öðrum leiðarljósum í svartasta skammdeginu nema ef týrði á olíu- lömpum í einhverjum húsanna. En því má trúa, að á þeim árum fóru menn sparlega með ljósmetið. Það voru því ekki nema hinir kald- rifjuðustu í hópi drengjanna sem þorðu að vera á ferli eftir að dimmt var orðið, og einungis þeir allra forhertustu áræddu að fara á milli plássanna í myrkrinu — hinir sátu heima sakir draugahræðslu! Upplýstur bær um jólin A jólum breyttist Keflavík hvað þetta varðar og þá átti heitið „hátíð ljóssins" prýðilega við um þorpið. Allir sem vettlingi gálu valdið reyndu að spara kerti til hátíðanna og í gluggum flestra húsa í bænum log- aði því ljós um jólin. Það eitt og sér hefði í sjálfu sér nægt til að Ijá bænum sérstakan hátíðleik yfir hátíðarnar. Um þetta segir Marta Valgerður Jónsdóttir, sem ólst upp á Melgötunni á árunum um og eftir aldamótin, í Faxa árið 1945: Þegar ég hugsa um jólin í litla bænum, verður efst í huganum ljósum prýddir gluggarnir á litlu húsunum. I alla glugga var raðað smákertum, 6 í gluggakistuna og 6 á hillu, sem sett hafði verið í miðjan gluggann, fannst okkur börnunum þetta bæði fagurt og hátíðlegt og öllum mun hafa verið það kærkomið að sjá ljós í hverjum glugga mitt í skammdegismyrkrinu. Um jólahaldið að öðru leyti segir Marta að aðfangadagskvöldið hafi liðið þannig upp úr aldamótum á flestum heiinilum í Keflavík, að þá hélt fólk sig heima og hver undi við sitt; menn lilu í uppbyggilega bók eða spjölluðu saman, en ekki þótti viðeigandi að taka í spil þetta kvöld. Húslestur var víða og sumsstaðar söngur fyrir og eftir lesturinn. Að því búnu voru gefnar gjafir, að sönnu smærri en nú tíðkast, en án efa fylgdi þó sami hugur hveni gjöf og nú og þakklætið var að sama skapi mikið, ef ekki meira. Hina jóladagana var hins vegar mikið um heimboð í Keflavík og eins þótti þá óhætt að taka í spil, alkort og púkk, eða tafl. A milli jóla og nýárs stóðu félögin í bænum einnig fyrir dansleikjum, sem margir sóttu og stigu dansinn fram undir morgunn. Einatl var og efnt til leiksýninga á milli jóla og nýárs. Jólatrés skemmtanir Dansiböll yfir hátíðarnar voru vilaskuld ætluð fullorðnum, en bömin áttu einnig sína skemmtun um jólin. Var jólatrésskemmtun þeirra árviss viðburður og siðurinn til orðinn nokkru áður en Sólmundur og skólabömin fóru á stúfana árið 1908, og sem fyrr var getið. Eigendur Duusverslunar áttu allan heiður af þessum skemmtunum. Og enda þótt oft hafi slegið í brýnu á milli þeirra og fullorðinna íbúa Kellavíkur á árunum eftir aldamótin og verslunareigendum borið á brýn ofríki og einokunartilburðir, er þó víst að bömin í bænum voru forkólf- um Duusverslunar holl í huga af þessum sökum. Jólaskemmtanirnar hófust með öldinni og mun upphaf þeirra vera sem hér segir. Duusverslunin var um aldamótin aðalverslunin á Suðurnesjum og hafði einnig mikil umsvif í Reykjavík. Voru eigendur hennar Kristjana Duus, ekkja Hans Peters Duus, og Ólafur bróðir hennar. Ólafur var kvæntur Ásu, systur Egils Jacobsens, og bjuggu þau í Kaupmannahöfn, en komu einatt til Islands á suntrum í erindum versl- unar sinnar. Verslunin hafði um aldamótin fært út kvíamar í Keflavík, keypti verslun Knudtzons (þar sem Ný-Ung er nú) 1896 og verslun Fischers (hús h/f Keflavíkur) árið 1900. Ibúðar- og verslunarhús Fischersverslunar, sem enn stendur, var glæsilegt hús á sinni tíð og var meira að segja talið með þeim reisulegustu á Suðurlandi er það var reist árið 1881. Þangað fluttust þau Ólafur og Ása Olavsen ásamt Ingvari syni sínum suntarið 1900 og bjuggu sumarlangt. Einn góðan veðurdag þá um sumarið gengu þau boð um bæinn að öll börn í Keflavík á aldrinum 6-14 ára væru boðin til veislu í nýjum húsakynnum Olavsenshjóna stundvíslega kl 3 næstkomandi sunnudag. Ekki þarf að taka fram að slíkar tilkynningar vom næsta fátíðar í líf krakkanna og enginn sem átti heimangegnt þennan sunnudag lét sig því vanta í boðið. Á útidyratröppunum tók „stúlka" hússins á móti prúðbúnum geslunum og leiddi til stofu þar sem beið þeirra gestgjafinn, Ása Olavsen. Næstu klukkustundir liðu síðan í sæluríkum dansi við undirleik lírukassa á milli þess sem börnin tróðu sig út af gómsætum kökum og slokuðu í sig heitu súkkulaði; „þetta var eins og í ævintýri, við vorum í konungshöll og frú Ása var drottningin okkar góða.“ Að skilnaði sagðist frú Ása myndu minnast þeirra um jólin; ekkert bamanna spurði víst frekar úti hvað húsfrúin ætti við, enda höfðu þau um nóg að hugsa, og líklega voru orð hennar gleymd um leið og þau féllu. Ása Olavsen geymdi þau liins vegar í minni sér þegar til Kaupmannahafnar kont þá um haustið. Og þegar hátíðirnar gengu í garð kom í ljós hvað hún hafði átt við. Fvrsta jölatréið Þessi jól, árið 1900, sendi Ása börnum í Keflavík stórt jólatré frá Kaupmannahöfn og var það sett upp í Góðtemplarahúsinu (sem löngu síðar var kallað Draugurinn, nú lóðin nr. 32 við Hafnargötu). Auk jólatrésins fylgdi gjöfinni heilt jólaball fyrir öll börn í þorpinu. Meðal gesta á þessari fyrstu jólatrésskemmtun var Marta Valgerður, sem áður er getið, og minnist hún þessa viðburðar svo: Var það sá viðburður er við hlökkuðum mest til, enda var allt gjört til að við nytum joeinar hátíðar sem best. ... Var hrifning okkar mikil og djúp er við komum í salinn á þessa fyrstu skemmtun og sáum FAXI 171

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.