Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 22

Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 22
hinum ýmsu hliðum þessa starfs. Þá verður einnig rakin í nokkru máli saga Keflavíkurradíós, en UFS tók við rekstri þess af Utvegsbænda- félagi Keflavíkur árið 1967 og sá um rekstur þess í tuttugu ár. Átti rekstur talstöðvarinnar mikinn þátt í að tryggja hinum fjölmörgu sjó- mönnum sem hér störfuðu aukið öryggi. Eitt þeirra mála sem UFS hefur ávallt látið mikið til sín taka er friðun á ýmsum fiskislóðum og einnig almennt eftirlit með veiðum á hinum ýmsu tegundum sjávarfangs. Eins og flestum er kunnugt, þá eru hér við Reykjanes mestu hrigningar- svæði mikilvægustu fiskitegunda, svo sem þorsks og ýsu. Á þessu svæði veiddist þorskur mest á vetrarvertíð og komu þá bátar til Suðurnesja hvaðanæva af landinu. ÚFS hefur ósjaldan hvatt til þess og flutt um það tillögur að hrygningar- svæðin við Suðvesturland væru friðuð meðan aðalhrygingartíminn stæði yfir. Með vaxandi skuttogara- eign þjóðarinnar jókst sókn í þorskinn á öðrum stöðum á landinu og m.a. á uppvaxtarstöðum fyrir vestan og norðan. Leiddi þetta til þess, að ókynþroska fiskur var veiddur í stórum stíl. Voru útgerðarmenn af Suðurnesjum óhræddir við að gagnrýna þessar veiðar og fengu þá mjög óverðskuldað á sig viðurnefnið “Grátkór Suðurnesja”. Síðar hafa menn líklega verið að súpa seiðið af þessum veiðum. Skyldi þetta ekki vera hluti af skýringunni á því, að árið 1954 veiddust við ísland 548 þúsund tonn af þorski (afli allra þjóða á íslandsmiðum, fsl. alfræðibókin) , en á fiskveiðiárinu 1993-1994 verður ekki heimilt að veiðanemaum 155 þúsundtonn. Vegaskatti mótmælt Á árunum 1965-1966 var Reykja- nesbrautin lögð varanlegu slitlagi og þótti það mikil framkvæmd, enda fyrsti þjóðvegur landsins sem steyptur var í svo ríkum mæli og þar að auki breiðari en áður þekktist. Framkvæmd þessi kostaði mikið fé og fljótlega kom upp sú hugmynd að innheimta vegatoll eftir að vegurinn yrði tekinn í notkun. Þessi vegaskattur var nokkrum sinnum ræddur á fundum ÚFS og voru þar samþykkt mótmæli gegn skattinum. Einnig var skipuð nefnd í september 1965 sem fór á fund samgöngu- málaráðherra til að ræða þetta mál. Þrátt fyrir þessi mótmæli og reyndar mótmæli fjölda annarra, þá var samt tekinn upp vegatollur og var hann innheimtur við hlið skammt frá Straumsvík. Vakti það svo mikla óánægju, að tollurinn var aðeins innheimtur um skamma hríð. Almennur hagur útgerðar var til umræðu á nánast öllum fundum í félaginu. Sjávarútvegurinn hefur um langt skeið verið höfuð- atvinnuvegur þjóðarinnar og efna- hagsástand í landinu fer að jafnaði eftir því, hvernig afkoman er í greininni. Það eru einkenni á þessari atvinnugrein, að afkoman er ákaflega sveiflukennd, aldrei er hægt að sjá fyrir, hvað næsta vertíð muni bera í skauti sér. Eitt árið er allt vaðandi í síld, en næsta ár er hún horfin. Eitt haustið er einmuna tíð og bátar geta róið flesta daga, næsta haust eru stanslausar brælur svo vikum skiptir. Einn daginn selur togari afla sinn fyrir metverð, næsta dag kemur annar togari og þá hefur verðið fallið um helming. Þessu til viðbótar kemur síðan, að efnahagsaðgerðir stjórnvalda á hverjum tíma snerta oftast sjávarútveginn á einn eða annan hátt sem er í sjálfu sér skiljanlegt, með hliðsjón af mikil- vægi greinarinnar. Bæði hafa stjómvöld oft leitað eftir samráði við útgerðarmenn um ýmsar ráðstafanir, en oftar en ekki hefur þeim fundist að skilningur stjórnvalda á vanda- málum greinarinnar vera af skomum skammti og hafa þeir þá oft þurft að mótmæla kröfuglega hinum ýmsu ráðstöfunum. Hér má síðan bæta því við, að umsagnar hefur verið leitað hjá félaginu í ótal skipti, bæði frá Alþingi og öðrum aðilum, þegar um hefur verið að ræða mál sem varðað hafa útgerðina á einn eða annan hátt. Á síðari árum hefur stjórnun fiskveiða tekið miklum stakka- skiptum. Lengi hafa menn reynt að stjórna á einn eða annan hátt sókninni í hina ýmsu fiskistofna. Á árunum 1983 og 1984 voru miklar umræður í gangi um nýja fisk- veiðistefnu, þar sem tekinn skyldi Verkalýðs- 03 sjómannafélas Kefdlavíkur 03 násrennis Óskum félagsmönnum 03 öörum Suðurnesjamönnum gleöilesra jóla og farsæls komandi árs. Skrifstofur félagsins eru aö Hafnargötu 80. Síminn er 15777. Opiö mánudaga til fimmtudaga kl. 9-17. Föstudaga kl. 9-15. upp kvótaskipting á afla. í Útvegs- mannafélagi Suðurnesja voru þessi mál rædd fram og aftur og sýndist sitt hverjum um þetta fyrirkomulag. í ágúst 1983 mætti Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsráðherra á fund í félaginu sem haldinn var í Festi í Grindavík. Þar mættu yfir hundrað manns og eftir framsöguerindi ráðherrra voru fluttar alls 25 ræður og fyrirspurnir. Umræður um kvótamálið voru í gangi fram á árið 1984. Fiskifélag íslands mælti með því, að kvóti yrði settur á öll skip. Á fundi um kvótamálið í ÚFS í febrúar 1984 mættu alls 91 útgerðarmaður. Afstaða Suðurnesjamanna var í þá áttina, að miðað við ástand fiski- stofna, þá væri líklegast affærasælast að samþykkja kvótaskiptingu á skip. Bent var á, að óheppilegt væri að miða kvótann við síðustu þrjú ár sem hefðu verið mjög léleg á Suður- nesjum. Kristján Ragnarsson lagði á það áherslu, að hér væru menn að gera tilraunir í fiskveiðistjómun og að hún ætti að standa í eitt ár. Kvótakerfið er enn við lýði í dag og sem fyrr eru uppi skiptar skoðanir um það. En á meðan menn koma sér ekki niður á aðrar aðferðir, þá virðist þetta kerfi vera að festa sig í sessi.' Fræðslumál hafa oft verið Ofarlega á baugi innan raða ÚFS. Hafa þau ýmist verið í því formi, að ýmsir aðilar hafa mætt á fundum í félaginu og haldið þar fræðsluerindi. Hafa t.d. ýmsir fiskifræðingar haldið slík erindi. Þá hafa félagsmenn sótt ýmis konar námskeið og farið í skoðunarferðir, bæði hér heinta og erlendis. Þá hefur stjóm og starfsmenn miðlað ýmsum upplýsingum til félagsmanna, m.a. um sameiginlega bókhaldsþjónustu, nýjungar í veiðarfærum o.m.fl. Þjónusta við félagsmenn Að lokum má nefna þann þátt í starfi félagsins sem ávallt hefur verið mjög þýðingarmikill, en það er hin almenna þjónusta við einstaka félagsmenn. Sérstaklega eftir að félagið réð til sín fastan starfsmann hefur verið hægt að sinna þeirri hlið mála. Á skrifstofu félagsins geta menn komið og fengið aðstoð við hvað eina sem upp á kemur er varðar samskipti við stjómvöld, stéttarfélög, deilumál áhafna og útgerðar, leiðbeiningar við skýrslugerð svo eitthvað sé nefnt. Hefur þessi þáttur starfseminnar stöðugt farið vaxandi. Að sjálfsögðu stendur svo félagsmönnum einnig til boða aðstoð starfsmanna LIÚ. 182 FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.