Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 33

Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 33
Héraðsfundarfulltrúar frá Keflavík: Helga Bjarnadóttir, séra Ólafur Oddur Jónsson, Elsa Kjartansdóttir, séra Sigfús B. Ingvason og Hrafnhildur Gunnarsdóttir. Héraðsftindnr Kjalamt's- prófastsdæmis 1993 Héraðsfundur Kjalarnesprófasts- dæmis var haldinn í Samkomuhúsinu í Garði í Utskálasókn laugardaginn 2. okt. sl. Fundurinn hófst með setningarávarpi prófasts, séra Braga Friðrikssonar og morgunbæn sóknarprestsins, séra Hjartar Magna Jóhannssonar. Því næst tók formaður sóknarnefndar Utskálakirkju, Asbjöm Jónsson, til máls. Bauð hann fundarmenn vclkomna í Garðinn og sagði í stuttu og greinargóðu rnáli frá ágætu kirkju- og öðru menningar- starfi Garðmanna. Nú var komið að því að prófastur legði fram yfirlitsskýrslu sína. Þar minnist hann með hlýlegum þakklætisorðum eftirtalinna nýlátinna fomstumanna í kirkju- og safnaðarstarfi prófasts- dæmisins; Árna V. Árnasonar Keflavík, séra Bjarna Sigurðssonar á Mosfelli, Halldóru Jóhannesdóttur frá Mosfelli, séra Jóns Kr. ísfeld prófasts, Guðmundar Gilssonar organista, Kristins Gíslasonar í Hlíð, Vilhjálms Þórs Þorbergssonar Vatnsleysuströnd, Jóns Péturs Jónssonar Garðabæ og Erlu Guðrúnar Gísladóttur Hafnarfirði. Kirkjan mín og þín í yfirlitsræðunni víkur prófastur að stöðu safnaða í samtíðinni og segir þar: “Flestum okkar er kunnugt, að héraðsfundur samþykkti fyrir nokkrum árunt þá stefnu, að með starfi sínu skyldi prófastsdæmið leitast við að koma til móts við Séra Bragi Friðriksson,prófastur. ýmsar starfsstéttir og kanna, hvernig miðla mætti fræðslu um hinn trúarlega þátt og auka kynni og samhygð með því fólki, sem vinnur að uppeldis og líknarmálum. Sömuleiðis höfunt við leitast við að styrkja innviðuna með samveru- stundum og fræðslu fyrir fomstufólk safnaðanna. Við köllum þetta gjaman lárétta nálgun út á við og inn á við. Öll njótum við hinnar lóðréttu nálgunar frá Guði. Þetta hefur tekist ánægjulega og verður fram haldið. Að þessu sinni samþykktu allir aðilar, þ.e. fundur presta, safnaðar- fulltrúa og héraðsnefndar að nema staðar á þessum héraðsfundi og kann stöðu safnaðarins í samtíðinni. Hvað er kirkjan, söfnuðurinn? Hvar stendur hann í samtíð okkar? Og enn leitunr við svara úr röðum jreirra, sem beint starfa á vegum kirkjunnar og einnig þeiira, sent eru börn kirkju sinnar, en gegna störfum á öðrum vettvangi, en eru þó virk og meðvitandi um strauma og stefnur þær, sem leika um líf manna í dag. Þetta má nefna nauðsynlega sjálfrýni. Eg þakka framsögumönnum skjót og hvetjandi viðbrögð um þátltöku í jtessum fundi og ég vænti þess, að mál þeirra verði mjög gagnlegur grundvöllur fyrir viðræðum okkar hér. Á þessum áratug er safnaðar- uppbygging meginmál Þjóðkirkj- unnar. Nefnd, sú er stýrir þessum málum með verkefnisstjóra, séra Erni Bárði Jónssyni, hefur gert samþykkt um markmið safnaðar- uppbyggingar. Þessi samþykkt um grundvöll og markmið safnaðar- uppbyggingar, er hlotið hefur staðfestingu biskups, hefur verið lögð fram hér á fundinum.” Verkþættir og yfirlit. Helstu mál sem unnið hefur verið að undanfarið á vegum Héraðs- nefndar Kjalamesprófastsdæmis eru: Fræðslufundir með kristinfræði- kennurum. Fræðslufundir með starfsfólki sjúkrastofnana. Fundur safnaðarfulltrúa í Skálholti. Fermingarnámskeið í Skálholti. Samstarfsnefndir skipaðar um tónlistar og kirkjusöngsmál. Stuðn- ingur við fjölskyldu|rjónustu kirkjunnar. Starfshópur um kristni- boð og hjálparstarf. Ágúst Karlsson, gjaldkeri héraðs- sjóðs, lagði frarn og skýrði reikninga héraðssjóðs og fylgdi úr hlaði yfirliti urn reikninga hinna einstöku sókna og kirkjugarða í prófastsdæminu. Safnaðarfulltrúar fluttu stutt fréttayfirlit, hver úr sinni sókn. Séra Þórhildur Ólafs flutti skýrslu starfshóps unr kristniboð og hjálparstarf. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson flutti skýrslu um verkefnið Samvinna safnaða og sjúkrastofnana í Kjalamesprófastsdæmi. Kristján A. Jónsson sagði fréttir af Leikmannastefnu á Akureyrir. Vinna og velferð ”Vinna og velferð með sérstakri áherslu á þeim vanda sem atvinnuleysi veldur” var aðalefni fundarins að þessu sinni.Fróðleg og yfirgripsmikil erindi um efnið fluttu jreir Karl Steinar Guðnason, forstjóri og Sæmundur Hafsteinsson, sálfræðingur. Góðar og uppp- byggilegar umræður urðu síðan unr framsöguerindin bæði af hálfu héraðsnefndarfulltrúa og fomstumanna launþegasamtaka, sem sérstaklega var boðið til fundarins. Umræðunum lauk með samþykkt svofelldrar ályktunar: “Héraðsfundur Kjalarnesprófastsdæmis haldinn í Útskálasókn 2.okt. 1993 gerir sér ljósa þá hættu og þann vanda, sem viðvarandi atvinnuleysi hefur í för með sér og hvetur söfnuði og forustufólk kirkjunnar eindregið til að beita sér fyrir samvinnu við samtök launþega og atvinnurekenda um leiðir til að bregðast við þessari vá. Fundurinn felur Héraðsnefnd Kjalamesprófastsdæmis að koma á viðræðunr við þessa aðila um þessi mál.” Að loknum fúndarstörfum var helgistund í Útskálakirkju í umsjón sóknarprests og séra Sigfúsar Baldvins Ingvasonar. Héraðsfundi lauk síðan með kvöldverðarboði Útskálasóknar. Þar fluttu meðal annarra skemmtiatriði þau Sigrún Oddsdóttir og Jóhann Jónsson. FAXI 193
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.