Faxi - 01.12.1993, Side 54
Stórbætt aðstaða hjá Aðalstöðinni
Mikil breyting hefur orðið á
bensínafgreiðslunni hjá Aðal-
stöðinni. Föstudaginn 26. nóv-
ember s.l. var opnað í nýju
húsnæði og tóku breytingarnar
ótrúlega skamman tíma. Það var í
byrjun október að byrjað var á því
að rífa gamla húsið og fjarlægja
gömlu bensíndælurnar. Síðan var
byggt nýtt afgreiðsluhús einum 12
metrum aftar í lóðinni og við það
fékkst aukið pláss fyrir fleiri dælur
og er allt afgreiðslusvæðið yfir-
byggt og upplýst.
Nú eru á planinu fjórir stöðlar með
allt 26 afgreiðslubyssum. Við hvern
stöpul er hægt að afgreiða flestar þær
bensíngerðir sem boðið er upp á.
Afgreiðslan innanhúss er björt og í
alla staði hin þægilegasta. Það er
Olíufélagið hf. sem hefur byggt upp
þessa aðstöðu í samvinnu við
Aðalstöðina. Verktakar við verkið
voru eftirfarandi: Afgreiðsluhúsið sá
Loftorka um að fjarlægja og reisa hið
nýja, jarðvinna var unnin af Rekunni,
rafmagn sá Geisli um, pípulagnir
annaðist Jónas Guðmundsson,
málningu þeir Maggi og Oli,
flísalögn sá Múrtak um og hellulögn
var í höndum Nesprýði. Þess utan
var flokkur manna frá Essó sem sá
um ýmis konar smærri verk og
frágang, auk þess sem þeir sáu alfarið
um uppsetningu á nýju dælunum.
H.H.
Afsláttarklúbbur
Suðurnesja
í haust var stofnaður í Keflavík
nýr klúbbur á viðskiptasviðinu.
Nefnist hann Afsláttarklúbbur
Suðurnesja og voru stofnendur
hans tveir ungir Keflvíkingar,
Asgeir Halldórsson og Jóhannes
Einarsson. Faxi átti stutt spjall við
Ásgeir og bað hann um að segja
lesendum frá markmiðunum og
starfsemi klúbbsins. Ásgeir kvað
hugmyndina hafa vaknað hjá þeim
félögum, þegar þeir sáu hvað
margir slíkir afsláttarklúbbar voru
sífellt að sækja á mið Suður-
nesjabúa. Datt þeim þá í hug, hvort
ekki væri reynandi að efna til
slíkrar starfsemi fyrir heimamenn.
Eftir þó nokkum undirbúning var
ákveðið að hrinda fyrirtækinu úr
vör og var þá byrjað á því að leita
til ýmissa fyrirtækja um þátltöku
og voru þegar í stað mörg þcirra til
í slaginn. Markmiðið með klúbbn-
um er fyrst og fremst það að örva
fólk til að versla sem mest á
heimaslóðum. H.H.
Z gengur vel
í haust var opnuð að Hafnargötu
30 í Keflavík félagsmiðstöð fyrir
unglinga. Hlaut hún nafnið Zetan.
Eins og flestir vita, þá hefur
Hafnargatan lengi verið vinsæll
samkomustaður unglinga. Hafa þeir
oft gerst nokkuð uppivöðslusamir og
hefur það fyrirbæri hlotið nafnið
“Hafnargötuvandamálið”. Hafa það
helst verið brotnar rúður sem hafa
verið einkenni þess. Að sjálfsögðu
er það ákaflega hvimleitt að
unglingar geti ekki komið saman án
þess að valda skemmdum í
umhverfinu, en flestir unglinganna
koma saman til að sýna sig og sjá
aðra. Þannig hefur það alltaf verið
og verður örugglega áfram. Ung-
lingarnir hafa lengi kvartað undan
því að þá vanti góðan samastað fyrir
sainkomur sínar. í Holtaskóla hefur
lengi farið fram ágætt starf, en þar
hefur utanskólafólk ekki talið sig
eiga hcima.
Starfsemi Z er tilraun á vegum
Æskulýðsráðs og var húsnæðið tekið
á leigu til eins árs. Þama var áður til
húsa skemmtistaðurinn Edenborg og
var því hægt að notast við mest af
þeim innréttingum sem fyrir voru.
Forstöðumaður er Ævar Olsen, en
hann hefur nrikla reynslu af
æskulýðs- og félagsmálum. Tók
hann sér ársleyfi úr starfi sínu á
Keflavíkurflugvelli, en þar hefur
hann verið forstöðumaður klúbba á
vegum Vamaliðsins. I samtali við
Faxa kvað hann að starfsemi hafa
farið hægt af stað, en væri nú óðum
að taka við sér. Unglingamir hefðu
verið mjög áhugasamir við að gera
húsnæðið vistlegt og máluðu það
bæði að utan og innan. Félags-
miðstöðin er opin frá mánudegi til
laugardags og er flesta daga boðið
upp á dagskrá. Má þar m.a. nefna
spilavist, flippkvöld, karaoke,
hljómsveitarkeppni, opið hús,
tónleika, dansleiki, stúlknakvöld,
leikjakvöld og diskótek. Einnig geta
unglingarnir komið á daginn og hist,
spilað, lesið eða rabbað saman. Þótl
ekki séu margar vikur frá því Z tók
til starfa, þá eru það margir sem
halda því fram, að “ástandið” við
Hafnargötuna sé orðið betra. Faxi
óskar unglingunum til hamingju með
félagsmiðstöðina og hvetur þá til að
nýta sér hana sem best.
H.H.
Ævar Olsen á skrifstofu sinni.
Óskum Suðurnesjamönnum
gleðilegra jóla
og farsæls komandi árs.
Þökkum viðskiptin á árinu sem
HELGIHOLM
UMBOÐSSKRIFSTOFA
Hafnargötu 31 - 230 Keflavík
Sími 92-15660 - Fax: 92-15720
FAXI 214