Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 3

Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 3
Miðhús - nýtt sambýlishús eldri borgara í Sandgerði Byggingarncfnd ásaint bæjarstjóra í íbúð Halldóru Torlacius. Sig- urður, Halldóra, Sigurður Valur, Þúrunn og Óskar. Ljósin. H.H. Fátt finnst undirrituðum skemmti- legra en að sjá nýjar byggingar rísa og fá lilutverk. Sandgerði átti þriggja ára kaupstaðarafmæli þann 3. desember s.l. og lekk þá skemmti- lega afmælisgjöf sem var vígsla nýs sambýlishúss í hjarta bæjarins. Stendur það við Suðurgötuna þar sem fyrr stóð bærinn Miðhús og var hinu nýja húsi gefið það nafn. Húsið sóntir sér mjög vel í þeirri byggð sem fyrir er en hönnuður byggingarinnar var Valdimar Harðarson hjá Arki- tektum hf. í Reykjavík. Aðrir hönnuður voru Verkfræðistofa Suðumesja og Rafmiðstöðin hf. Hér er nú risinn fyrri áfangi sem eru tíu íbúðir með sameiginlegu rými, þar sem m.a. er rúmgóður salur til sameiginlegra nota. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 90.755.000. en tilboði Húsaness hf. frá Keflavík var tekið, en alls buðu sjö aðilar í verkið. Var samningur undinitaður þann 22. septembcr 1992 og fyrsta skóflu- stunga tekin þann 2. október. Tilboð Húsanessmanna hljóðaði upp á kr. 80.864.300. Heildarkostnaður við þennan áfanga voru kr. 106.164.300. og eru þá með talin tengigjöld, frágangur lóðar, greiðslur til hönnuða, eftirlitsstörf og fjármagns- kostnaður. Svo vel tókst til, að Landsbankinn tók að sér samskipti við kaupendur, greiðslumat og fjármögnun. Gafst þetta fyrir- kontulag mjög vel. Starfsmenn áhaldahúss bæjarins sáu um frágang á umhverfi hússins. Húsið er byggt á vegurn bæjarins og sátu í bygg- ingamefnd þau Sigurður Þ. Jóhanns- son, formaður, Jórunn Guðmunds- dóttir og Óskar Gunnarsson. Kom nefndin saman til síns fyrsta fundar 29. apríl 1991. Nefndinni til aðstoðar hafa verið bæjarstjórarnir, fyrst Stefán Jón Bjarnason og síðan Sigurður Valur Ásbjamarson. Fundir nefndarinnar urðu alls 48 áður en yfir lauk við þennan áfanga. Eins og áður sagði eru í þessum áfanga tíu íbúðiraf þrem mismunandi stærðum, sjö eru 77,1 fm„ tvær eru 79,7 fm. og ein er 90,6. Þegar eru seldar fimm íbúðanna og var eigendunt þeirra afhentir lyklarnir á vígsludaginn í hófi sem bæjarstjóm Sandgerðis hélt og sótt var af fjölmörgum gestum. Hinir fyrstu íbúar Miðhúss em: Pétur Bjömsson, Halldóra Torlacius, Mar- grét Pálsdóttir, Hulda Guðmunds- dóttir og Rósa Magnúsdóttir. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson bað hinu nýja Itúsi blessunar og fjölmargir færðu bæjarstjórn og íbúum hússin ámaðaróskir með þennan áfanga. HH. Við óskum starfsfólki okkar, viðskiptavinum og öllum Suðurnesjabúum gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári. Við þökkum liðið ár. KEFLA VÍKUR VERKTAKAR FAXI 163
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.