Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1993, Side 46

Faxi - 01.12.1993, Side 46
Goðstaða í köifiiniii Eftir frekar slaka byrjun eru ÍBK stúlkurnar komnar í uppáhaldssætið sitt fyrsta sætið í fyrstu deildinni. KR stúlkurnar eru góðar og Grind- víkingar einnig. Dregið hefur verið í bikarnum og leika Keflvíkingar við Breiðablik og Grindvíkingar við KR. Hanna Kjartansdóttir hjá IBK hefur átt stórgóða leiki í vetur og Anna María er komin á fullt aftur, en hún tók sér frí seinni hluta vetrar í fyrra vegna barneignar. Nú þegar leiknar hafa verið 13 umferðir í úrvalsdeildinni, þá standa Suðurnesjaliðin vel að vígi. Njarðvík hefur leikið best allra liða og leiðir í B riðli með 24 stig og hafa þeir sýnt gamla meistaratakta undir stjórn Vals Ingimundarsonar þjálfara. Grindvíkingar koma næstir þeim með 20 stig. Hafa þeir sjaldan leikið betur og munar sjálfsagt mest um komu þeirra Hjartar I larðarsonar og Nökkva Más Jónssonar frá ÍBK. Guðmundur Bragason þjálfar liðið í vetur og verður gaman að fylgjast með, hvort honum tekst að komast alla leið í úrslitin. Keflvíkingar hafa góða forystu í A riðli. Það eru nokkuð góðar líkur til þess, að það verði Suðurnesjalið í bikarúrslitunum. I undanúrslitunum mætast Keflavík og Snæfell í Keflavík og verða möguleikar ÍBK að teljast meiri. Hinn leikurinn verður á milli Grindavík og Njarðvík. Sá leikur fer fram á heimavelli Grindvíkinga og það er eins gott að panta miða strax, ef menn vilja komast að í húsinu þann daginn. Grindvíkingar eru erfiðir heim að sækja og því ekki nokkur leið að spá um úrslit. Við Ijúkum þessum körfupunktum með þeirri fregn, að Jón Kr. Gíslason hefur verið kjörinn körfuknattleiksmaður ársins 1993. Er hann vel að þeim titli kominn og óskum við honum til hamingju. STaöan A - riðill Keflavík I3 8 Skallagr. 13 5 Snæfeli 13 5 Valur 13 3 Akranes 13 3 B-riðill Njarðvík 13 12 Grindavík 13 0 Haukar 13 8 KR 13 7 Tindastóll 13 4 5 1277-1114 16 8 1060- 1096 10 8 1061-1123 10 10 1113-1259 6 10 1061 -1216 6 1 1186- 1018 24 3 1133-1072 20 5 1090-989 16 6 1179-1142 14 9 960-109 18 Á Fasteignasalan m. Hafnargötu 27, Keflavík Símar 11240-14288 Óskum viðskiptamönnum okkar gleðilegrar hátíðar og þökkum góð viðskipti á árinu. JZiL Teitur Örlygsson Njarðvík. Ljósm. Einar Falur. / Oskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs BÍLAKRINGLAN Grófin 7 og 8 - Símar 14690 og 14692 ) t 206 FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.