Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 24

Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 24
kcllaYÍkumidíó varð að líftaug míllí sjós og lands Fyrsta stöðin í Grindavík Öryggismál fiskibátaflotans var ávallt ofarlega í huga bæði útgerðarmanna og sjómanna og þegar talstöðvar fóru að koma í fiskiskipin, þá var stórt skref stigið í framfaraátt. í Grindavík þótti sérstaklega mikil þörf á að koma upp talstöð í landi vegna hinnar erfiðu innsiglingar. Eftir nokkra eftirgangsemi hjá Póst- og símamálastjórn tókst slysavarnar- deildinni að fá neyðartalstöð og var hún staðsett á símstöðinni. Þetta var á árunum 1947-1948. Grindvíkingar létu ekki hér við sitja og nokkrum árum síðar réðust þeir enn til atlögu við Póst- og símamálastjóm. Tókst þá að fá fullkomnari talstöð í verstöðina. Var hún um nokkurt skeið staðsett á skrifstofu Þorbjöms hf. (1958-1959) og sá þá m.a. Daníel Haraldsson skrifstofumaður um stöðina. Útvegsmannafélagið yfirtók reksturinn af slysavamarfélaginu og var hún síðar á nokkrum stöðum í bænum. Ekki voru skipstjórar á því að nota stöðina nema í ýtmstu neið, því þeir vildu kannski ekkert láta vita hvar þeir vom, ef þeir vom á góðri fiskislóð. Keflavíkurradíó stofnað Árið 1959 fara menn að velta fyrir sér möguleikunum á því að koma upp tastöð í Keflavík til að sinna bátum á vertíðinni og það var á aðalfundi Útvegsbændafélagsins í Keflavík þann 16. október það ár, að Benedikt Jónsson kom fram með þá ósk, að talstöð verði fengin hingað í verstöðina og starfrækt á haustin og á vetrarvertíð. Eftir umræður um málið kom síðan fram eftirfarandi tillaga: “Fundurinn samþykkir að fela stjóminni að vinna að því, að nú í haust verði starfrækt talstöð í verstöðinni og framvegis og leiti stjómin eftirtekjum til rekstursins.” Þetta mál var aftur á dagskrá hjá stjórn félagsins 30. október og var þar samþykkt að stjómin færi á fund Pósts- og símamálastjórnar og að reynt yrði að fá talstöð í næsta mánuði. Á félagsfundi þann 13. nóvember skýrði stjómin frá því, að hún hefði rætt við Póst- og símamálastjóm og beðið um talstöð. Virtist ekki standa á því að fá tæki sem til þyrfti, en kostnaður væri mikill og myndi þurfa að greiða kr. 4.500. á mánuði fram að áramótum en kr. 6.000. eftir áramót. Taldi formaður félagsins að ekki væri hægt að ganga að slíku tilboði. Var þó samþykkt á fundinum að stjórnin skyldi halda áfram að vinna að málinu. Marpir urðu til að styðja við radíoið Á fundi stjórnarinnar þann 9. janúar 1960 kom talstöðvamiálið til tals. Samþykkti stjórnin að senda sveitarfélögunum erindi vegna málsins með beiðni um fjárstyrk svo hrinda mætti þessu þjóðþrifamáli í framkvæmd. Bréf var sent til Bæjarstjómar Keflavíkur með beiðni um kr. 15.000. í styrk, til hrepps- nefndar Njarðvíkur með beiðni um kr. 5.000. í styrk. Einnig var samþykkt að sækja eftir Ijárstyrk frá vinnslustöðvunum í byggðar- lögunum, t.d. kr. 500. á hvern bát sem þær hefðu í viðskiptum á vertíðinni. Þá var að lokum samþykkt að fara fram á framlag frá Halldór Ibsen við tækjakostinn á Keflavíkurradíói. Ljósm. Ljósmyndastofa Suðurnesja. FAXI 184
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.