Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 8
reyndar þegar haflð, því Egill sjálfur
var hinn mesti áhugamaður um
ræktun og fegrun, svo og Arni
Klemens bróðir hans. Að öðrum
mönnum ólöstuðum má telja að þeir
bræður séu frumkvöðlar þess starfs,
sem unnið hefur verið í þessa vem í
Aragerði, skrúðgarði Vogamanna,
svo og á Háabjalla.
Egill nefnir einnig, að senn hljóti
að koma að því að hitaveita komi í
Vogana, og líkur skrifi sínu með
hlýlegum árnaðaróskum til handa
íbúa Voga.
En víkjum þá að sögu verslunar í
Vogum.
Hábær og Vogabær
Þaö reyndist nú svo, að þrátt fyrir
að Þórarinn Böðvarsson teldi brýnt
að koma á verslun í Vogum, þá tók
það rúm fjörutíu ár að koma því í
framkvæmd. Það mun hafa verið 25.
jánúar 1933, sem Sveinn Pálsson í
Hábæ fær verslunarleyfi útgefið af
sýslumanninum í Gullbringu og
Kjósarsýslu. Hann hefur svo
verslunarrekstur, fyrst í litlum mæli,
en síðan frá 1935 fullkomna verslun í
til þess byggðu húsnæði, og nefnir
verslunina eftir húsi sínu “Hábær”.
Lengi vel var Sveinn einn um
verslunilna, en 1962 kemur
tengdasonur hans, Stefán Ingi-
mundarson til sögunnar sem með-
eigandi. 1966 taka svo Stefán og
Guríður Sveinsdóttir alfarið við
verlsuninni. Þau byggja svo nýtt
húsnæði undir verslunina að
Vogagerði 8, og var það sannkölluð
bylting er verslunin hóf starfsemi í
því húsi.
Enn hclt verslunin þó nafni sínu.
1976 kaupa svo hjónin Guðmundur
Sigurðsson og Sigrún Osk Ingadóttir
verslunina, sem við eigendaskiptin
fær nafnið verslunin “Vogabær”. En
um 1983 eða 84 hefja þau hjón
samhliða verslunarrekstrinum, að
framleiða ídýfur. Viðtökur neytenda
voru á þann veg, að brátt var ekki um
annað að ræða hjá þeim, en snúa sér
alfarið að þeim rekstri, og er óþarfi
að fjölyrða um framgang þess máls,
það er öllum kunnugt. Það varð því
úr 1985, að Kaupfél. Suðurnesja
tekur húsnæði verslunarinnar á leigu
og rekur verslun þar um skeið, en
þegar hinn nýi þjónustukjarni var
byggður í Vogunum, þá fluttist
verslun Kaupfél. Suðumesja þangað.
A þessu ári hætti síðan Kaupfél.
Suðurnesja öllum afskiptum af
verslun hér, en við tóku tvenn ung
hjón, sem reka nú verslunina af
bjartsýni undir nafninu “Staðarval”,
og óska ég þeim farsældar í því
staifi.
Tjarnarbúðin 02
Vogabúðin
Upp úr 1950 er stofnuð önnur
verslun hér í Vogum. Hana stofnaði
Guðjón Hólm, og nefndist hún
“Tjarnarbúðin”. I fyrstu var hún
rekin sem vefnaðar og bús-
áhaldaverslun, en breyttist fljótlega í
almenna matvöruverslun, og seldi
jafnframt mjólk og aðrar skyldar
vörur. Jón Kristjánsson kennari tók
við rekstrinum, og síðan fleiri aðilar.
Of langt mál væri að fara að telja upp
alla eigendur verslunarinnar næstu
árin, því segja má að hún hafi gengið
kaupum og sölum. Einhverntíma á
þessum ferli breyttist nafnið, og hét
hún upp frá því “Vogabúðin”. Þessi
verlun var til húsa í Valfellil, eða
Vogagerði 2. Hún nrun hafa lagst af
upp úr 1970, trúlegast '73, og hafði
þá um skeið verið meira sem
“sjoppa”en verslun.
Sjoppa og Söluskáli
Um árabil rak Jón G.
Benediktsson bensínsölu, fyrst við
fbúðarhús sitt Suðurkot II, en síðan
við frystihús sitt, Voga h/f. Þar rak
hann jafnframt litla sjoppu, sem seldi
sælgæti, öl og gosdrykki ásanrt
vinnufatnaði fyrir starfsfólk
frystihússins. Að sjálfsögðu seldust
þarna allskonar olíur og smurvörur
líka, svo segja má að þröngt hafi
verið á þingi í litla skúrnum á
stundum. Þessum rekstri mun hafa
verið hætt um eða fyrir 1980.
Árið 1982 hefur svo Guðmundur
Sigurðsson í “Vogabæ” rekstur
söluskála á vegum ESSO. Þetta var
strax frá upphafi hið ágætasta
framtak, og má til sanns vegar færa,
að full þörf hafi verið orðin á slíkum
rekstri í Vogunr. En árið 1983 seldi
hann svo rekstur söluskálans, og
voru kaupendur og núverandi
rekstraraðilar þau hjónin Ægir
Axelsson og Ásta Björk Marteins-
dóttir.
Annað form verslunar
Full ástæða er til að nefna þátt
mjólkurbílstjóranna í verslunarsögu
hreppsins. Mátti til sanns vegar færa
að þar hafi farið verslun á hjólum,
svo mikilvirkir voru þessir ágætu
menn í því að sinna innkaupum fyrir
heimilin. Þeir versluðu aðallega í
verslun Guðjóns Jónssonar á
Hverfisgötu í Reykjavík, og svo að
sjálfsögðu í Mjólkurfélagi
Reykjavíkur. Þarna koma þeir enn
við sögu þeir Jón G. Benediktsson,
Sveinn Pálsson og Stefán
Ingimundarson. Einnig bræðurnir
Guðmundur B. og Pétur G. Jónssynir
ásamt Guðmundi M. Jónssyni í
Björk. Allt voru þetta lipurmenni
sem tóku kvabbi sveitunga sinna öllu
jöfnu vel, og leystu hvers manns
vanda.
Þá var um hríð starfandi í Vogum
svokallað Pöntunnarfélag, og var það
til húsa í Lyngholti, húsi Guðmundar
B. Jónssonar. Þetta munu hafa verið
nokkrir menn, sem tóku sig saman
um að kaupa vörur í heilum
pakkningum, og selja félögum
pöntunarfélagsins á vægara verði en
gafst í smásölu. Félagið mun hafa
starfaðí7 - lOár.
Að endingu skal svo geta þess
nýjasta í verslunarmálunum, en það
eru hinir óþolandi “tröppusalar”, sem
nú tröllríða plássinu svo sem hvern
einasta dag. Gefst þá fólki ekki
fióarfriður eftir að kvölda tekur, því
sífellt er legið á dyrabjöllum, og
margskonar vamingur í boði, allt frá
rófum og rækjum upp í undrameðul
og eilíft líf.
Að lokum
Um sama leyti og frumvörp þau,
sem um getur í upphafi voru að
ramba fram og til baka um þingsali,
var þar einnig til umræðu frumv. um
Iöggildingu verlslunarstaðar á
Skipaskaga, sem nú er belur þekktur
sem Akranes. Voru umræður þar
mjög á sama veg og varðandi
Vogavíkina, talað um að þar kæmu
fijótlega til brennivfnsbúðir, og talið
að þangað myndu safnast
“tómthúsmenn og aðrir vesalingar”,
sem sennilegast myndu helst vinna
“margan óþarfann”. Því var það að
Pélur Pétursson biskup, sem þá var
konungkjörinn þingmaður, setti
saman eftir farandi vísu.
Kaupstaður á Skipaskaga
skötnum verður helst til baga,
eftir sér þann dilk mun draga:
Drykkjurúta og letimaga.
Gaman er svo að bera saman spá-
dómana, annarsvegar þeirra
þingmannanna, varðandi drykkjuna
og slarkið, og hinsvegar spá Egils
Hallgrímssonar um framtíð byggðar í
Vogum. En varðandi ummæli
hæstv. þingmanns Þórarins Böð-
varssonar, að í Keflavík sé nær
enginn drykkjuskapur, hcldur séu þar
þven á móti flestir í bindindi, vil ég
segja þetta: Skyldi hann Hilmar vita
af þessu?
Hafsteinn Snæland
Fjölbrautaskóli Suðurnesja óskar nemendum, kennurum og öðrum Suðurnesjabúum 38
gleðilegra jóla ICEMART f Islenskur markaður
og farsældar á komandi ári óskar Suðurnesjamönnum
þökkum samstarfið á árinu Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
SKÓLAMEISTARI
Þökkum viðskiptín á árinu.
168 FAXI