Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1993, Page 32

Faxi - 01.12.1993, Page 32
MINNING Þorleifur Sigurþórsson f. 26.september 1925 Þegar hringt var til mín og mér var tilkynnt að vinur minn Þorleifur Sigurþórsson væri búinn að kveðja þennan heim þá fylltist ég söknuði og trega. Þorleifur var maður dagfarsprúður og ákaflega ábyggilegur í orði og verki. Það var gaman að eiga orðastað við Þorleif, það var sama hvar maður bar niður, allstaðar var hann heima hvort sem við ræddum um þá umrótartíma sem við lifum á í dag eða um fyrri tíð. Bónbetri manni hef ég varla kynnst alltaf tilbúinn að rétta fram hjálparhönd ef hann taldi sig geta orðið að liði. Þegar hann veiktist og honum var orðin Ijós sú beiska staðreynd að hann gengi með ólæknandi sjúkdóm þá tók hann þessu öllu með yfirvegun og rósemi enda var hann ekki mikið fyrir að flíka tilfmningum sínum. Eflaust, þótt það færi ffam hjá mér sem og öðrum hefur Þorleifur átt sínar erfiðu stundir eins og gefur að skilja að ganga með ólæknandi sjúkdóm, við sem heilbrigð erum getum vart sett okkur í spor þess sem það verður að gera. Hann hafði orð á því að geta verið d.26.nóvember 1993 í vinnunni innan um félaga sína væri honum svo mikils virði að hann gæti vart lýst því með orðum enda var hann alltaf komin til vinnu sinnar aftur um leið og hann stóð upp úr hverri læknismeðferðinni af annari. Þorleifur var lærður rafmagnsvirki, stundaði þá iðju og rak sitt eigið verkstæði lengst af, en þegar heilsan fór að bila hætti hann sínum einkarekstri og fór til Rafmagnsverktaka á Keflavíkurflugvelli, en hann var meðeigandi þess fyrirtækis. Hann var ákaflega vandvirkur og öruggur iðnaðarmaður. Þorleifur átti því láni að fagna að eiga yndislega konu og mannvænleg börn sem urðu til þess að skapa honum gott og hlýlegt heimili og þegar það fór að halla undan fæti hjá honum, þá gerðu þau allt sem í mannlegu valdi stóð, til þess að létta honum stundimar. Nú þegar líður að kveðjustund er mér efst í huga þakklæti fyrir það að hafa átt hann að vini öll þessi ár sem við höfum þekkst, það eitt er stór gjöf í bók minninganna sem ég mun geyma og varðveita um ókomin ár. Því þó að fundum fækki er fortíð ekki gleymd í mínum huga og hjarta þín minning verður geymd heima í húsi þínu sig hvíldi sálin mín ég kem nú kæri vinur með kveðjuorð til þín. Kæra Margrét, ég og konan mín viljum votta þér og þinni fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Þorleifs Sigurþórssonar. Magnús Þór Helgason Óskum íbúum bœjarfélagsins og öðrum Suðurnesjabúum gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári, með þökk fyrir samskiþtin á liðnu ári. Bæjarstjón Sandgerðis 192 FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.