Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 25

Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 25
Karl Guðjónsson var fyrsti starfsmaður á talstöðinni í Keflavíkurhöfn árið 1960 og starfaði þar í ein tuttugu ár. Hann haföi lengi haft mikinn áhuga fyrir að slíkri stöð yrði komið upp og hann gerði við bátatalstöðvar í marga áratugi, en 1933 fékk hann leyfi hjá Landsímanum til slíkra starfa. útgerðarmönnum sem næmi kr. 300. á hvern bát sem þeir gerðu út. Undantekningarlaust vom undirtektir þessara aðila mjög jákvæðar í þessu máli. Starfsemin hefst Þeir hafa líklega verið ánægðir stjórnarmennirnir í Utvegsbænda- félaginu þann 24. mars 1960, en þann tak var Keflavíkurradíóið formlega tekið í notkun á fyrstu hæð Olíusamlagshússins við höfnina í Keflavík. Voru miklar vonir bundnar við þá þjónustu sem nú væri hægt að veita bátaflotanum. Tækin sem byrjað var með voru fengin á leigu hjá Landsímanum og hafði Karl Guðjónsson unnið að uppsetningu þeirra. A þessum tíma voru talstöðvar í bátunum sjálfsagt af ýmsum gerðum, en flestar þeirra voru fengnar hjá Landsímanum. 1 bók sinni, Sjómannsævi, segir Karvel Ögmundsson frá því, að á árinu 1936 hafí talstöðvar komið samtímis í alla báta í Keflavík og Njarðvík. Hal'i þetta gerst fyrir forgöngu Slysa- vamarfélags kvenna í Keflavík. Var gerð sameiginleg pöntun gegnum Slysavarnarfélagið og fengust tækin þá ódýrari en ella og greiddu útvegs- menn talstöðvarnar. Eftir að Kellavíkurradíó tók til starfa fóru að koma önnur tæki í bátana m.a. frá Simrad og Kevin Hughes. Fyrstu starfsmennirnir við Keflavíkurradíó voru öndvegis- mennirnir Karl Guðjónsson og Albert Bjarnason og skyldu þeir starfa til 15. maí 1960. Ráðninga- samningurinn var allsérstæður, en hann gerði ráð fyrir því, að til samans hefðu þeir kr. 7.060. í laun með orlofi og skildu þeir vera sjálfráðir um það, hvernig þeir skiptu vinnutíma og vöktum á milli sín. Húsnæði talstöðvarinnar var ekki íkja stórt u.þ.b. 14 fermetra herbergi á neðri hæð Olíusamlagshússins. OSK lagði til húsnæðið leigufrítt. Sá sem var á vakt hverju sinni sat við glugga með gott útsýni yfír höfnina og voru tækin honum á vinstri hönd. Fyrir framan herbergið var allstór gangur og þar safnaðist oft fyrir nokkur hópur manna sem komu lil að fylgjast með samskiptunum við bátana og til að leita eftir upp- lýsingum. Þarna urðu því oft ansi fjörugar umræður um fiskiríið, lífið og tilveruna. Þess má jafnframt geta, að Karl Guðjónsson rak á þessum tíma viðgerðarverkstæði fyrir talstöðvar í húsnæði við hliðina á radíóinu. Hann var rafvirki að mennt og árið 1933 fékk hann réttindi frá Landsímanum til að stunda viðgerðir á sendi- og viðtækjum í skipum. Þess má einnig geta, að Karl var jafnframt sýningamaður í kvikmyndahúsum um margra ára skeið. Mikið álag var á radíóinu Sjómenn tóku þessari nýju þjónustu ákaflega vel. Stöðin þjónaði öllu svæðinu allt frá Grindavík og inná Vatnsleysuströnd. Ótölulegur fjöldi af hvers kyns boðum fóru á milli, enda má segja að þetta hafi verið undanfari þeirrar tilkynn- ingarskyldu sem við þekkjum í dag. Starfsmennirnir tóku við boðum og komu þeim síðan áfram til réttra aðila í landi. Á þeim tíma tíðkaðist það líka mjög, að almenningur í landi átti útvarpstæki sem voru með bátabylgju og gat fólk því fylgst með, þegar bátamirt voru að ræða sín á milii eða tilkynna eitt og annað í land. Fer ekki á milli mála, að tilkoma talstöðvarinnar var stórt skref í framfaraátt í öryggismálum sjómanna. Kostnaður við stöðina var að sjálfsögðu nokkur, en rekstur hennar tnun þó hafa staðið undir sér, því innheimt voru þjónustugjöld hjá notendum hennar, þ.e. útgerða- mönnum báta og hjá vinnslu- stöðvunum. Upplýsingamiðstöð Eins og áður sagði, þá var talstöðin notuð í fjölbreyttum tilgangi. Þama var alltaf maður til staðar á fíestum tímum og því gott að leita til hans ef koma þurfti ýrnis konar skilaboðum á framfæri. Eru til margar skondnar sögur af slíku þó þær verði ekki tíundaðar hér. Fyrst og fremst var þó talstöðin notuð til að koma skila- boðum rnilli bátanna og vinnslu- stöðvanna. Hvenær væri von á bát- unum í land, hver væri aflinn, hvað vantaði fyrir næsta róður, hvernig veðrið væri á miðunum o.s.frv. Á stjómarfundi í Útvegsbændafélaginu þann 21. nóvember 1962 ræddi Benedikt Jónsson fomiaður félagsins þá hugmynd, að starfsmaður radíósins gæli meðfram starfi sínu þar gefíð upplýsingar um hvers konar mál sem varðaði starfsemi félagsins. Guðfinnur Sigurvinsson sem þá var starfsmaður á radíóinu ræddi þetta ntál og taldi að hann gæti tekið þessi störf að sér. Skýrði hann jafnframt frá því að hann hefði að undanfömu innheimt dágóðar tekjur fyrir radíóið með því að rukka alla þá báta sem hefðu talstöðvar. Nærni sú upphæð nú kr. 80.700. Var samþykkt á fundinum að ráða Guðfinn til þessa starfs og var gengið endanlega frá ráðningu hans þann á fundi þann 29. nóvenrber. Karl Guðjónsson var sem fyrr við stöðina rneð Guðfinni og skiptust þeir á að vera á vakt. Utvegsmannafélag Suðurnesja yfirtekur reksturinn Eins og fram hefur komið þá hélt Útvegsbændaféalg Keflavíkur áfram að starfa, þrátt fyrir stofnun Útvegs- mannafélags Suðumesja. Var rekstur talstöðvarinnar stór þáttur í starfseminni en fíjótlega dró úr öðru starfi. Það var síðan á fundi stjómar Útvegsbændafélagsins 19. desember 1967 að samþykkt var að taka upp viðræður við Útvegsmannafélag Suðumesja um að það félag yfírtaki reksturinn um næstkomandi áramót. Hafði sú hugmynd áður verið rædd innan félagsins og menn verið því sammála. Tókust síðan samningar um yfírtökuna og varð hún að vem- leika um áramótin. Oftast var sá háttur á hafður, að sérstök nefnd var skipuð lil að sjá um talstöðvar- reksturinn og á fundargerðum má sjá, að hann var oft erfiður og stóð tæpast undir sér. Var þó fenginn styrkur frá sveitarfélögunum til rekstursins. Talstöðvargjöld bátanna höfðu lítið hækkað og ásamt framlagi frá vinnslustöðvunum stóð félagið að öðm leiti undir rekstrinum. Á þessum tíma er rekstur stöðvanna í Keflavík og Grindavík sameinaður og voru þær reknar báðar um tíma, en síðan var Keflavíkurstöðin rekin eingöngu. Árið 1968 færir stöðin sig unr set í Olíusamlagshúsinu og fær nú aðstöðu í lítilli viðbyggingu sem OSK byggði við hliðina á efri hæð hússins. 1 nóvember 1969 er Halldór Ibsen skipaður af stjórninni til að vera í forsvari fyrir daglegum rekstri stöðvarinnar. Á næstu árum eru oft viðræður við Póst- og símamála- stjórn um leiguna á tækjunum og fekkst hún ekki lækkuð. Aflur á móti bauðst Póst- og símamálastjóm til að reka stöðina gegn gjaldi, en það það þótti allt of dýrt og var ekki þegið. Keflavíkurradíó hélt svo ál'ram fram á níunda áraluginn að þjóna sæfarendum og komu ýmsir til starfa að stöðinni, en síðasti starfsmaðurinn var Georg Onnsson sem nú starfar sem leigubifreiðarstjóri. Undir lokin var þörfin fyrir stöðina orðin lítil, því framförum í fjarskiptum hafði fleygt svo fram. Voru nú flestir bátar og skip komin með farsíma um borð, var því radíóið lagt niður í lok maí FAXI 185
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.