Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 38

Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 38
Arið 1966 gáfu eigendur jarðanna Austurkots og Minni-Voga, hreppnum 40 hektara Iand við Hafnargötuna undir félagsheimili. Ári seinna tók María Finnsdóttir, Austurkoti, fyrstu skóflustunguna. En draumurinn um félagsheimili varð ekki að veruleika. Hins vegar hefur annar draumur ræst, á landinu hefur nú risið íþrótta- og æskulýsmiðstöð. í spjalli við Jóhönnu Reynis- dóttur sveitarstjóra fékk Faxi eftirfarandi upplýsingar: Við áætlunargerð 1992 var ljóst að verulegt fjármagn yrði til ráðstöfunar eftir rekstur og afborganir lána, ásamt því að skuldastaðan var vel viðunandi. Var þá samþykkt að sveitarstjóri gerði kostnaðaráætlun um byggingu íþróttamiðstöðvar. Sú áætlun hljóðaði upp á 110 milljónir. Gerð var greiðsluáætlun til sjö ára og varð niðurstaðan sú að hreppurinn væri vel í stakk búinn til að takast á við slíka framkvæmd. Til að sannreyna það enn frekar, var ráðgjafafyrirtæki fengið til að leggja mat á frjárhagsleg áhrif fjárfestingarinnar á sveitarfélagið, ásamt því að gera greiðsluáætlun. Þeir komust að sömu niðurstöðu. Við samþykkt fjárhagsáætlunar 1992 var tekin ákvörðun um að hefja byggingu íþróttamiðstöðvar á árinu og skildu framkvæmdunr ljúka í septembcr 1993. BYGGINGARNEFND í byggingarnefnd voru skipaðir þrír hreppsnefndarmenn, þ.e. Björn Eiríksson, Jörundur Guðmundsson og Þóra Bragadóttir. Sveitarstjóri var starfsmaður nefndarinnar. HÖNNUN Strax var hafist handa við að finna arkitekta og urðu fyrir valilnu VT- teiknistofan á Akranesi en þeir höfðu orð á sér fyrir að hanna íþróttahús sem eru Ijárhagslega hagstæð, bæði í byggingu og rekstri en jafnframt vönduð. Miðaðist hönnun þeirra við það að byggingarkostnaður færi ekki yfir 100 milljónir, þannig að 10 milljónir yrðu afgangs til búnaðarkaupa og eftirlits með verkinu. REKSTUR Byggingum sem þessum fylgir meira en stofnkostnaður. Aætlaður rekstrarkostnaður er 6 milljónir á ári. Ekki kemur það sem hrein viðbót við rekstur sveitarfélagsins, því á síðasta ári nam kostnaður við að aka skólabörnum í leikfimi og sund til Njarðvíkur, ásamt húsaleigu 3,8 milljónum sem fellur að sjálfsögðu út með tilkomu hússins. STÆRÐ OG STARFSEMI HÚSSINS Húsið var vígt fonnlega þann 10. október s.l. og er framkvæmdum að fullu lokið. Stærð hússins er unr 1200 m2. Salurinn er löglegur körfuboltavöllur eða 18nr x 33nr. Sundlaugin er 16,6m x 8m og á sundlaugarsvæðinu er heitur pottur og vaðlaug. Búningsklefamir samnýtast fyrir alla starfsemi hússins. Inn af þeinr eru gufuböð og Ijósabekkur. A jarð- hæðinni er líkamsræktarsalur og fjölnotasalur senr nýtist fyrir ýmiskonar félagsstarf. A efstu hæðinni er aðstaða fyrir æsku- lýðsstarfsemi og íþróttafélagið. Einnig mun grunnskólinn kenna Irandmennt þar vegna húsnæðis- skorts. ÚTBOÐ Verkið var boðið út í október 1992. Ekki var um Ireildarútboð að ræða. Sundlaug, þakeiningar og límtrésbogar voru undanskilin, en byggingarnefndin taldi hagstæðara að bjóða þá verkþætti út sérstaklega. Lægstbjóðendur urðu SH- verktakar hf. og var tilboði þeirra tekið. Tilboði frá ítölsku fyrirtæki var tekið í sundlaugina. B Y GGING ARFR AMKV ÆMDIR Ekki er hægt að segja að verkiö hafi byrjað vel. Framkvæmdir hófust í nóvember en gengu mjög hægt. Fljótlega varð ljóst að fjárhagsleg staða SH-verktaka hamlaði eðlilegum framgangi verksins. Einnig setti veðrið strik í reikninginn. í mars 1993 urðu SH-verktakar síðan gjaldþrota og var verkið þá skammt á veg komiö, aðcins jarðvegsframkvæmdir hafnar. Eftir vandlega íhugun var tekin sú ákvörðun að taka tilboði Grindar- innar hf. en það var næstlægsta tilboðið þegar boðið var út upphallega. Sú ákvörðun reyndist happa- drdrjúg, því Grindin lauk verkinu með sóma á aðeins 6 mánuöum og skiluðun af sér 1. október s.l. eins og verksamningur kvað á um. Islaug hf. sá um uppsetningu sund- laugarinnar og hreinsibúnaðarins. Eftirlit með verkinu hafði Verkfræði- stofa Suðumesja hf. ADLOKUM Það er alveg Ijóst að til að sveitarfélög af þessari stærð nái að slækka og dafna er nauðsynlegt að bjóða upp á þá þjónustu sem fylgir íþrótta- og æskulýðsmiðstöð. Þetta 198 FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.