Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1993, Síða 24

Faxi - 01.12.1993, Síða 24
kcllaYÍkumidíó varð að líftaug míllí sjós og lands Fyrsta stöðin í Grindavík Öryggismál fiskibátaflotans var ávallt ofarlega í huga bæði útgerðarmanna og sjómanna og þegar talstöðvar fóru að koma í fiskiskipin, þá var stórt skref stigið í framfaraátt. í Grindavík þótti sérstaklega mikil þörf á að koma upp talstöð í landi vegna hinnar erfiðu innsiglingar. Eftir nokkra eftirgangsemi hjá Póst- og símamálastjórn tókst slysavarnar- deildinni að fá neyðartalstöð og var hún staðsett á símstöðinni. Þetta var á árunum 1947-1948. Grindvíkingar létu ekki hér við sitja og nokkrum árum síðar réðust þeir enn til atlögu við Póst- og símamálastjóm. Tókst þá að fá fullkomnari talstöð í verstöðina. Var hún um nokkurt skeið staðsett á skrifstofu Þorbjöms hf. (1958-1959) og sá þá m.a. Daníel Haraldsson skrifstofumaður um stöðina. Útvegsmannafélagið yfirtók reksturinn af slysavamarfélaginu og var hún síðar á nokkrum stöðum í bænum. Ekki voru skipstjórar á því að nota stöðina nema í ýtmstu neið, því þeir vildu kannski ekkert láta vita hvar þeir vom, ef þeir vom á góðri fiskislóð. Keflavíkurradíó stofnað Árið 1959 fara menn að velta fyrir sér möguleikunum á því að koma upp tastöð í Keflavík til að sinna bátum á vertíðinni og það var á aðalfundi Útvegsbændafélagsins í Keflavík þann 16. október það ár, að Benedikt Jónsson kom fram með þá ósk, að talstöð verði fengin hingað í verstöðina og starfrækt á haustin og á vetrarvertíð. Eftir umræður um málið kom síðan fram eftirfarandi tillaga: “Fundurinn samþykkir að fela stjóminni að vinna að því, að nú í haust verði starfrækt talstöð í verstöðinni og framvegis og leiti stjómin eftirtekjum til rekstursins.” Þetta mál var aftur á dagskrá hjá stjórn félagsins 30. október og var þar samþykkt að stjómin færi á fund Pósts- og símamálastjórnar og að reynt yrði að fá talstöð í næsta mánuði. Á félagsfundi þann 13. nóvember skýrði stjómin frá því, að hún hefði rætt við Póst- og símamálastjóm og beðið um talstöð. Virtist ekki standa á því að fá tæki sem til þyrfti, en kostnaður væri mikill og myndi þurfa að greiða kr. 4.500. á mánuði fram að áramótum en kr. 6.000. eftir áramót. Taldi formaður félagsins að ekki væri hægt að ganga að slíku tilboði. Var þó samþykkt á fundinum að stjórnin skyldi halda áfram að vinna að málinu. Marpir urðu til að styðja við radíoið Á fundi stjórnarinnar þann 9. janúar 1960 kom talstöðvamiálið til tals. Samþykkti stjórnin að senda sveitarfélögunum erindi vegna málsins með beiðni um fjárstyrk svo hrinda mætti þessu þjóðþrifamáli í framkvæmd. Bréf var sent til Bæjarstjómar Keflavíkur með beiðni um kr. 15.000. í styrk, til hrepps- nefndar Njarðvíkur með beiðni um kr. 5.000. í styrk. Einnig var samþykkt að sækja eftir Ijárstyrk frá vinnslustöðvunum í byggðar- lögunum, t.d. kr. 500. á hvern bát sem þær hefðu í viðskiptum á vertíðinni. Þá var að lokum samþykkt að fara fram á framlag frá Halldór Ibsen við tækjakostinn á Keflavíkurradíói. Ljósm. Ljósmyndastofa Suðurnesja. FAXI 184

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.