Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1993, Page 31

Faxi - 01.12.1993, Page 31
Þorvaldur Itjarni Þorvaldsson. Ljósm. Kjartan Már Magnússon Jólvers. Vér hátíð höldum glaðir og heilög jól í dag. Vér lofum Ijósins faðir lífsins fyrir hag. Nú hýrnar manns í hjarta heilög hoðun þín. Og hlessað Ijósið hjarta frá Bethlehem oss skín. Jón Ólafssonfrá Einarslóni Miðvikudaginn 10. nóvember síðastliöinn kom hljómsveitin Todmobile við í Keflavík á tónleikaferð sinni um landið. Sveitin er hér að kynna nýjustu breiðskífu sína sem lilotið hefur nafnið Spillt. Hér er á ferðinni fúnmta breiðskífa þeirra Andreu Gylfadóttur, Eyþórs Arnalds og Þorvaldar lí jarna Þorvaldssonar, en áður eru út komnar skífurnar Betra en nokkuð annað(1989), Todmobile (1990), Ópera (1991) og 2603(1992). Tón 1 e i k arn i r í Kefíavík voru haldnir í Félagsbíói fyrir rúmlega hálffullu húsi, og er óhætt að segja að áhorfendumir hafi ekki séð eftir aurunum sínum í það skiptið. Upphitunarhljómsveit var að þessu sinni hljómsveitin Þusl sem nýlega bar sigur úr býtum í hljómsveitakeppni sem haldin var á veguin Nemendafélags Fjölbrauta- skóla Suðurnesja, en Þusl skipa fimm ungir menn úr skólanum. Todmobile kom fram á sviðið við mikla hrifningu viðstaddra. Þau þrjú áðumefndu sem hljómsveitina skipa, ásamt Eiði Amarssyni bassaleikara, Kjartani Valdemarssyni á hljómborði og Matthiasi Hemstock sem sér um trommurnar, koma sífellt á óvart. Mikið hefur verið að gera hjá þeim á undanförnum árum við að gefa út plötur og auk þess að koma fram á lónleikum, dansleikjum og sveita- böllum. Þrátt fyrir það sjást engin þreytumerki á hljómsveitinni nema síður væri og sýnir það aðeins gífurlegan styrk meðlima hennar. A þeim rúma klukkutíma sem Keflvíkingar fengu notið eyrna- konfektmola Todmobile, bar hæst lögin af nýju plötunni, en þau spiluðu sveitannenn í bland við eldra efni. Andrea hefur sterka rödd sem fékk vel að njóta sín í Félagsbíói og hefur Andrea Gylfadóttir hún augljóslega gaman af að koma frarn. Þorvaldur fór á kostum eins og hans er von og vísa og Eyþór sýndi vel hvað í honum býr. Meðlimir Todmobile hyggja nú á að hvíla sig á tónlistinni um stund og snúa sér að öðrum verkefnum. Spillt verður því síðasta platan í bili og væri margt vitlausara en að eignast þann kjörgrip. Hrund fODMOP lil FAXI 191

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.