Frjáls verslun - 01.11.2001, Blaðsíða 52
Fimm sérfræðingar soá í spilin um áramól
Spumingin til Guðmundar Magnússonar, prófessors við Háskóla Islands, er þessi:
Tekur evm eða dollar sjálfkrafa við afkrónunni sem gjaldmiðill
hérlendis, líkt og dollar varð vinsæll gjaldmiðill í svartamarkaðs-
braski í Austur-Evrópulöndunum á árum áður?
Krónan gæti orðið
Svarti-Pétur
Guðmundur Magnússon,
prófessor við Háskóla
íslands: „Það er margt að
breytast í umhverfinu sem
gefur mönnum kost á að
verjast frekari gengis-
fellingu krónunnar."
etta gerist ekki alveg svona en krón-
an gæti orðið Svarti-Pétur. En velt-
um framtíðinni aðeins fyrir okkur í
ljósi síðustu hremminga krónunnar.
Krónan hefur rýrnað um þriðjung á
skömmum tíma og vextir af ijárskuldbind-
ingum eru a.m.k. helmingi hærri en í um-
heiminum. Horfið hefur verið frá gengis-
stefnu en þess í stað tekið upp verðbólgu-
markmið í ijarska. Gengislækkunin og
háir vextir eru mörgum fyrirtækjum og
heimilum dýrkeypt. Gengissveiflur auka
óvissu í rekstri fyrirtækja og meiri verð-
bólga veldur ófyrirséðum tekju- og eigna-
tilfærslum. Hvað er til bragðs?
Það er margt að breytast í umhverfinu
sem gefur mönnum kost á að veijast frek-
ari gengisfellingu krónunnar. A næsta ári
geta fyrirtæki fært reikninga sína í
erlendri mynt og þá verður hlutafé þeirra
sennilega einnig í sömu mynt. Boðað
hefur verið að verðbólgureikningsskil
verði aflögð. Þá munu evruseðlar líta
dagsins ljós strax eftir áramótin. Ekki er
ólíklegt að þetta verði til þess að inn-
lendur sparnaður færist í auknum mæli
yfir í erlenda mynt. Smám saman munu
viðskipti verða jöfnum höndum í krónum
og erlendri mynt, einkum evru og dollar.
Launamenn hjá útflutningsfyrirtækjum
gætu sóst eftir því að fá hluta af kaupinu í
erlendum gjaldeyri eins og í gamla daga.
Sum fyrirtæki hafa þegar gert ráð fyrir
því að greitt verði fyrir vörur í fleiri en
einni mynt í þeim greiðslukerfum sem
þau nota. Eftir nokkur ár verður unnt að
borga fyrir harðfisk og kartöflur í Kola-
portinu með evrum. Þetta yrði sem sagt
eins og í Israel þar sem kaupa má
appelsínur og epli á útimarkaði hvort sem
er með sheikil eða dollar.
Ef gjaldeyrismarkaður verður áfram
frjáls og myntirnar fá að keppa um hylli
almennings er svartur markaður óþarfur
því hann þrífst eingöngu í skjóli hafta. En
krónan verður eins og Svarti-Pétur í dag-
legum viðskiptum - enginn vill sitja uppi
með hana. Meðan verðtrygging fjár-
skuldbindinga er við lýði geta menn varð-
veitt fé frá rýrnun en það þýðir ijárbind-
ingu til nokkurra ára.
Þessi framtíðarsýn miðast við að krón-
an fljóti áfram en úrræða verði ekki leitað
til þess að auka trúverðugleika hag-
stjórnar á Islandi. Það gera Islendingar
vart af eigin rammleik. Einhliða binding
krónunnar við dollar eða evru er óráðleg.
Aukaaðild að Myntbandalagi Evrópu
virðist ekki koma til greina - en það væri
góð lausn fyrir Islendinga. Það er því fátt
eftir annað en aðild að Myntbandalagi
Evrópu þótt það kosti þátttöku í Evrópu-
sambandinu. En það er víst ekki á dag-
skrá. Þá er að horfast í auga við óvissuna
og hinn hagsýni maður verður að veijast
gengisáhættu eftir megni. 33
Eftir nokkur ár verður unnt að borga fyrir harðfisk og
kartöflur í Kolaportinu með evrum. Þetta yrði sem sagt eins
og í ísrael þar sem kaupa má appelsínur og epli á
útimarkaði hvort sem er með sheikil eða dollar.
52