Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2001, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.11.2001, Blaðsíða 52
Fimm sérfræðingar soá í spilin um áramól Spumingin til Guðmundar Magnússonar, prófessors við Háskóla Islands, er þessi: Tekur evm eða dollar sjálfkrafa við afkrónunni sem gjaldmiðill hérlendis, líkt og dollar varð vinsæll gjaldmiðill í svartamarkaðs- braski í Austur-Evrópulöndunum á árum áður? Krónan gæti orðið Svarti-Pétur Guðmundur Magnússon, prófessor við Háskóla íslands: „Það er margt að breytast í umhverfinu sem gefur mönnum kost á að verjast frekari gengis- fellingu krónunnar." etta gerist ekki alveg svona en krón- an gæti orðið Svarti-Pétur. En velt- um framtíðinni aðeins fyrir okkur í ljósi síðustu hremminga krónunnar. Krónan hefur rýrnað um þriðjung á skömmum tíma og vextir af ijárskuldbind- ingum eru a.m.k. helmingi hærri en í um- heiminum. Horfið hefur verið frá gengis- stefnu en þess í stað tekið upp verðbólgu- markmið í ijarska. Gengislækkunin og háir vextir eru mörgum fyrirtækjum og heimilum dýrkeypt. Gengissveiflur auka óvissu í rekstri fyrirtækja og meiri verð- bólga veldur ófyrirséðum tekju- og eigna- tilfærslum. Hvað er til bragðs? Það er margt að breytast í umhverfinu sem gefur mönnum kost á að veijast frek- ari gengisfellingu krónunnar. A næsta ári geta fyrirtæki fært reikninga sína í erlendri mynt og þá verður hlutafé þeirra sennilega einnig í sömu mynt. Boðað hefur verið að verðbólgureikningsskil verði aflögð. Þá munu evruseðlar líta dagsins ljós strax eftir áramótin. Ekki er ólíklegt að þetta verði til þess að inn- lendur sparnaður færist í auknum mæli yfir í erlenda mynt. Smám saman munu viðskipti verða jöfnum höndum í krónum og erlendri mynt, einkum evru og dollar. Launamenn hjá útflutningsfyrirtækjum gætu sóst eftir því að fá hluta af kaupinu í erlendum gjaldeyri eins og í gamla daga. Sum fyrirtæki hafa þegar gert ráð fyrir því að greitt verði fyrir vörur í fleiri en einni mynt í þeim greiðslukerfum sem þau nota. Eftir nokkur ár verður unnt að borga fyrir harðfisk og kartöflur í Kola- portinu með evrum. Þetta yrði sem sagt eins og í Israel þar sem kaupa má appelsínur og epli á útimarkaði hvort sem er með sheikil eða dollar. Ef gjaldeyrismarkaður verður áfram frjáls og myntirnar fá að keppa um hylli almennings er svartur markaður óþarfur því hann þrífst eingöngu í skjóli hafta. En krónan verður eins og Svarti-Pétur í dag- legum viðskiptum - enginn vill sitja uppi með hana. Meðan verðtrygging fjár- skuldbindinga er við lýði geta menn varð- veitt fé frá rýrnun en það þýðir ijárbind- ingu til nokkurra ára. Þessi framtíðarsýn miðast við að krón- an fljóti áfram en úrræða verði ekki leitað til þess að auka trúverðugleika hag- stjórnar á Islandi. Það gera Islendingar vart af eigin rammleik. Einhliða binding krónunnar við dollar eða evru er óráðleg. Aukaaðild að Myntbandalagi Evrópu virðist ekki koma til greina - en það væri góð lausn fyrir Islendinga. Það er því fátt eftir annað en aðild að Myntbandalagi Evrópu þótt það kosti þátttöku í Evrópu- sambandinu. En það er víst ekki á dag- skrá. Þá er að horfast í auga við óvissuna og hinn hagsýni maður verður að veijast gengisáhættu eftir megni. 33 Eftir nokkur ár verður unnt að borga fyrir harðfisk og kartöflur í Kolaportinu með evrum. Þetta yrði sem sagt eins og í ísrael þar sem kaupa má appelsínur og epli á útimarkaði hvort sem er með sheikil eða dollar. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.