Frjáls verslun - 01.11.2001, Blaðsíða 88
Bragi Kort sölustjóri: „ Við félagarnir í veiðifélaginu Hólkur og Prik fórum saman í a. m.k. einn stangveiði-
túryfir sumartímann. “
FÓLK
með smávegis bankareynslu
þá fór maður í Landsbank-
ann,“ segir hann kíminn.
„Eftir að ég hafði kynnst kon-
unni þar, fór ég að leita eftir
öðru starfi því að mig lang-
aði að beita mér á öðrum
vettvangi þar sem framavon-
ir voru meiri.“
Bragi er sambúð með Sól-
veigu Á Olafsdóttur og þau
eiga eina dóttur, Árdisi Evu,
sem nú er á ellefta ári. Hann
segir helsta áhugamálið vera
veiði af ýmsu tagi og gildi þá
einu hvort notuð sé veiðistöng
eða byssa. „Við félagarnir í
veiðifélaginu Hólkur og Prik
förum saman í a.m.k. einn
stangveiðitúr yfir sumartímann
og einn ijúpnatúr á haustin,
þetta hefur verið fastur liður hjá
okkur í mörg ár.“
Golfið er einnig stór
þáttur í lífi Braga en hann
segir það þó ekki stjórna sér.
„Maður er bara með golfsett-
ið í bílnum og skýst ef tæki-
færi gefst. Annars læt ég það
Bragi Kort, Pfaff
Eftir Vigdísi Stefánsdóttur
W
Eg fór vestur á land í
sumar sem leið og kom
við á Galdrasafninu á
Ströndum. Þar sá ég minnst
á fyrsta Kortinn, forföður
minn sem var uppi á 15. öld.
Hann hét reyndar Kurt og
var þýskur amtmaður en
sonur hans tók upp nafnið
Kort sem hefur haldist í tjöl-
skyldunni af og til síðan.
Mikill galdraofstækismaður
og brenndi marga á bálinu,“
segir Bragi Kort, sölustjóri í
Hljóðdeild Pfaff.
Bragi hefur starfað hjá
Pfaff í 15 ár og byijaði í inn-
flutningnum. Hann sinnir því
starfi enn þann dag í dag en
hefur bætt við sig störfum á
grundvelli þess að ekki er
eins mikið mál að sjá um inn-
flutninginn og áður, þegar
þurfti að vera heilu og hálfu
dagana í tollinum.
„Með tilkomu EDI sam-
skipta við Tollinn hefur þetta
gjörbreyst og þessi mikli
tímaþjófur er nánast horfinn,"
segir hann. „Nú sendir maður
þetta í tölvutæku formi og fær
vöruna senda sjálfkrafa í hús
þegar tollafgreiðsla hefur
farið fram, þetta sparar gríðar-
lega mikinn tíma. Við þessa
hagræðingu færði ég mig
smám saman yfir í hljóðdeild-
ina en fýrirtækið hefur verið
með umboð tyrir Sennheiser
heyrnartólin og hljóðnemana
í yfir 30 ár. Síðustu árin höfum
við verið að byggja „pro-
fessional" hljóðdeildina upp
og erum nú með umboð fýrir
á fjórða tug fyrirtækja, allt frá
stórum hátalarakerfum til
hljóðkorta í tölvur. Nýjasta
viðbótin er svo heimilishljóð-
deild þar sem boðið er upp á
milliklassa og hágæða heim-
ilishljómtæki. Við erum
orðnir þrír í deildinni nú og ég
er mjög stoltur af því hvað
kúnnarnir kunna vel að meta
hvað þeir fá faglega þjónustu
hjá okkur.“
Bragi er fæddur og uppal-
inn í Hafnarfirði en segist
hafa flutt heim aftur eftir að
hann nældi sér í kvonfang í
Reykjavík. „Það er erfitt að
slíta sig frá Firðinum, enda er
ég „original Gaflari,“ segir
hann. Þegar hann lauk námi
frá Flensborg fór hann að
vinna í Sparisjóði Hafnar-
fjarðar um tíma en fluttist
þaðan yfir í Landsbankann,
aðalbanka.
„Ur því maður var kominn
eiga sig. Við Hafnfirðingar
erum með frábæran golfvöll
á Hvaleyrinni og því lítið mál
að skreppa og rölta 9 holur
eða svo.“
Til að fá hreyfingu fýrir
utan þá sem fæst í vinnunni
fer Bragi í badminton viku-
lega ásamt félögum sínum.
„Svo finnst mér mjög gaman
að elda góðan mat. Eitthvað
sem er skemmtilegt og öðru-
vísi en hversdagsmatur,
soðin ýsa og kartöflur heilla
mig ekki sérstaklega. Kon-
unni minni finnst ósköp nota-
legt að ég skuli hafa þennan
áhuga og ég elda oftast um
helgar. Maður er kominn á
þann aldur að þykja
skemmtilegra að vera heima
og elda góðan mat og njóta
þess í góðra vina hópi en fara
út á lífið.“ SH
88