Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2001, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.11.2001, Blaðsíða 33
ANDSTREYMI ilLDINGAR una svo að kominn væri tími til að leita vars í óveðrinu og meira en það, koma bátnum í örugga höfn - áður en verr færi. Þeir voru í óveðri allan tímann frá því lagt var úr höfn og það verður að segja félaginu til vorkunnar að óheppni þess var mikil, það vann nánast allt á móti félaginu sem gat unnið á móti þvi; hlutabréf lækkuðu í verði á sama tíma og félagið tók milljarða króna í erlendum lánum sem snarhækkuðu þegar gengið tók óvænt að falla í fyrrahaust og náði hrunið hámarki í júní sl. Svo virðist sem félagið hafi ekki tryggt sig gegn slíkum gengisáföllum, eins og bankarnir gera, og þvi hafi verið tekin of mikil áhætta í þeim efnum. En það er auðvitað alltaf auðvelt að vera vitur eftir á. GÓð kaup Búnaðarbanka? Margir velta fyrir sér hvort Bún- aðarbankinn hafi gert góð kaup með því að yfirtaka Gildingu en samruninn miðast við 30. nóvember sl. þótt hann verði ekki samþykktur endanlega fyrr en í byrjun næsta árs. Menn eru ekki á einu máli um hve góð kaup Búnaðarbankans eru. I þessu sambandi má þó benda á að bankinn yfirtekur Gildingu þegar hlutabréfamarkaðurinn er líklegast í botni og að verð bréfa getur ekki annað en hækkað úr þessu. En auðvitað getur allt gerst ennþá í þeim efnum. Hversu oft hefúr ekki verið sagt að botninum væri náð? Við blasir þó að helsti ávinningur Bún- aðarbankans af kaupunum er að hann styrkir eigintjárstöðu sína verulega, það er númer eitt í þessu máli af hálfu bankans, og skýrir jrfirtökuna. Efnahagsreikningur Búnaðarbankans stækkar um 10 milljarða, fer úr um 200 milljörðum í 210 millj- arða; CAD-eiginfjárhlutfall hækkar úr 9,4% í 11% og loks eign- ast bankinn milljarðatap Gildingar sem þýðir að hann greiðir minna í tekjuskatt á næstu árum og ætti það að auka verðmæti hans. Að vísu lækkar tekjuskatthlutfall fyrirtækja um áramótin úr 30% í 18% og við það dregur úr verðmæti tapsins fyrir Bún- aðarbankann. Ymsir hafa velt því fyrir sér hvernig verðið á Gildingu var fundið út í samrunanum við Búnaðarbankann, eða upp á 3,5 milljarða króna eins og ætla má að niðurstaðan verði. Fram hefur komið í ljölmiðlum að bankinn hafi metið allar eignir Gildingar á markaðsverði og að þær eignir félagsins sem ekki Þekktir menn á meðal hluthafa Þorsteinn Vilhelmsson, fyrrum Samherja- maður, var foringi hóps fjárfesta sem var annartveggja stærstu hluthafa í Gildingu, með hlut upp á 8,82%. Þorsteinn sat í stjórn Gildingar. Guðmundur Kristjánsson er einn eigenda Kristjáns Guðmundssonar hf. á Hellissandi sem var í hópi fjárfesta sem átti 7,05% hlut. Guðmundur varð þekktur fyrir yfirtöku sína á Básafelli á sínum tíma. Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri og aðal- eigandi Byko, var í forystu fyrir hóp fjár- festa sem átti 2,82% hlut. Jón Helgi sat í stjórn Gildingar. Elfar Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fiskimiða, var foringi hóps sem átti 3% hlut. Hafliði Þórsson, útgerðarmaður í Kópavogi og Sandgerði, er eigandi Isoport S.A. sem átti 2,12% hlut. V t voru skráðar á markaði hafi starfsmenn bankans metið og það verðmat hafi verið lagt til grundvallar. Þetta orðalag sýnir kannski best hver sótti á hvern í þessum samruna og hver var sterki aðilinn við borðið. Helsta eign Gildingar í óskráðum fé- lögum var 60% hlutur félagsins í Ölgerðinni og má ætla að bankinn hafi fært þann hlut nokkuð niður í samrunanum þar sem býsna margir í viðskiptalífinu álíta að sá hlutur hafi verið keyptur á yfirverði fyrir um ári. Gilding og Islandsbanki keyptu Ölgerðina þá á um 2,1 milljarð en flestir telja að nær sanni hefði verið að greiða um 1,5 milljarð fýrir hana miðað við vh-hlutfall upp á 15, þ.e. að framtíðarhagnaður hennar eftir skatta verði í kringum 100 milljónir á ári. Auk þess átti félagið í Securitas. Þá var félagið stærsti hluthafinn í Samvinnu- Júlíus Bjarnason, annar tveggja bræðra sem eru framkvæmdastjórar Stillingar. Þeir bræður Júlíus, Bjarni Þórður, starfs- maður Gildingar, og Stefán tengjast Xapata S.A. sem átti 3,14% hlut. Stefán sat í stjórn Gildingar. Össur Kristinsson, stoðtækjasérfræðingur og aðaleigandi Össurar, var á meðal hlut- hafa. Fyrirtæki hans, Mallard S.A., átti 1,76% hlut. Eyjólfur Sveinsson, framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar. Óháði fjárfestingarsjóðurinn hf. sem er fjárfestingarfélag hans, föður hans, Sveins R. Eyjólfssonar, og fleiri, átti 4,23 % hlut í Gildingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.