Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2001, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.11.2001, Blaðsíða 26
ÁGÚST OG LÝÐUR IVIENN ÁRSINS 2001 Bakkavör Group framleiðir undir vörumerkjum stórmarkaða og hyggst halda því áfram enda segja bræðurnir að það sé bara misskilin tilfinningasemi að gera annað. Vörumerki sé að miklu leyti tilfinningamál. samstarf við Kaupþing, Sigurð og hans fólk, sem hefur tví- mælalaust haft jákvæð áhrif á uppbyggingu félagsins. Það er enginn vafi á því.“ 15 ára lindirbúningur Bakkavör Group stefnir í að verða eitt allra stærsta iyrirtæki landsins. Ef litið er á Verðbréfaþing ís- lands er fyrirtækið í öðru til fimmta sæti eftir því við hvað er miðað. Velta fyrirtækisins stefnir í 20 milljarða árið 2002. Ljóst er að fyrirtækið verður þá í hópi tíu stærstu fyrirtækja landsins á lista Fijálsrar verslunar yfir 300 stærstu fyrirtækin. Þetta stóra fyrirtæki hafa bræðurnir byggt upp á aðeins 15 árum en þegar talið berst að því hve uppbyggingin hafi verið hröð eru þeir ekki alveg sammála því. „Hratt?!“ segir Lýður. „Við höfum verið að undirbúa þetta í 15 ár!“ - En hverju er það helst að þakka? „Þetta hefur auðvitað ekki verið auðvelt en við ætlum heldur ekki að halda því fram að enginn geti gert þetta nema við. Það er lang- ur vegur frá. Þetta geta allir gert. Það kostar bara vinnu og aftur vinnu,“ segja þeir og telja sig ekki þurfa að bregðast á neinn sér- stakan hátt við því risastökki sem verður þegar KFF bætist í hóp- inn. Þeir hafi verið búnir að undirbúa þetta risaskref í 15 ár og séu því vel í stakk búnir að takast á við það sem koma skal. Stjórn- skipulagið hjá Bakkavör geri þeim kleift að takast á við stór stökk enda sé afar sterkt stjórnendateymi við stjórnvölinn hjá öllum dótturfélögunum. Ekki uppteknir af dagiegum rekstri „Það er auðvitað fykillinn að þessu. Við sjáum ekki sjálfir um daglegan rekstur dótturfélag- anna. Það eru aðrir menn, frábærir menn sem reka þessi fyrir- tæki og standa sig með prýði. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af daglegum rekstri dótturfélaganna. Við komum reglulega á stjórnarfundi, förum yfir rekstrartölur og sölutölur fyrir síðasta mánuðinn, ræðum áætlanir og tökum fyrir stefnuna næsta árið. Þetta gerum við einu sinni í mánuði í öllum okkar fyrirtækjum en öll fyrirtækin eru í góðum rekstri og rekin með myndarlegum hagnaði og því ekki mikil þörf fyrir okkur að standa í einhveiju slökkvistarfi úti í fyrirtækjunum. Sama gildir um nýja fyrirtækið. Það er stórt fyrirtæki og því fylgir afar gott starfsfólk. Daginn, sem við tökum fyrirtækið yfir, verða ekki nein sérstök verkefni sem bíða okkar nema bara að kynnast fyrirtækinu og fólkinu. Það er ekki hægt að segja að vinnan eða álagið aukist vegna þess að fyrirtækið sé orðið þetta stórt,“ segir Agúst. Lýður bætir við að álagið minnki frekar ef eitthvað er. „Við höf- um eytt miklum tíma í að ganga frá þessum samningi á þessu ári. Við höfum verið að ganga frá þessu í tíu mánuði og á þeim tíma er búið að grandskoða fyrirtækið sem við erum að kaupa og okk- ur sjálfa af endurskoðendum og lögfræðingum í Bretlandi. Nú þegar það er gengið í gegn þurfum við bara að passa upp á það að leiða fólkið áfram, kynna þvi okkar markmið og stefnu og láta svo bara vald, ábyrgð og umbun fara saman.“ Vöruþróun er lykilatriði Þegar sú spurning kemur fram hvern- ig hægt sé að halda utan um svona stórt fyrirtæki, sem er með veltu upp á tvo tugi milljarða króna og tæplega 2.000 starfs- menn er stutt í svarið. „Vera með gottfólk með sér,“ segir Lýður og Agúst undirstrikar að sljórnskipulagið þurfi að vera gott og sama gildir um upplýsingakerfið. „Þegar farið er út fyrir rauðu strikin í áætlanagerðinni hringja viðvörunarbjöllur," segir Lýður. Fyrir utan mánaðarlegt uppgjör ráðgast þeir bræður við stjórnendur fyrirtækjanna á hveijum degi. Varla er hægt að segja að þeir séu með fasta skrifstofu, þeir eru mikið á ferðinni milli fyrirtækjanna og tala mikið við sitt fólk í síma þannig að þeir fylgjast vissulega vel með. - Er þetta ekki slítandi lff? „Nei. Svona hefur þetta alltaf verið. Við þekkjum ekkert annað,“ svarar Agúst. Margir hafa farið út í viðskipti án þess að hafa náð neinum sér- stökum árangri. Hver er lykillinn í velgengni fyrirtækisins; vöru- þróun eða hefur einhver ein afurð slegið í gegn? Þeir eru snögg- ir til svars: Vöruþróunin er lykilatriði, annars bíður fyrirtækisins bara hægur, þægilegur og fyrirhafnarlitill dauðdagi. Alls sinna um 25-30 manns vöruþróun hjá félögum innan Bakkavör Group og segir Agúst að þeir kosti þvi sem til þurfi. „Við erum ekki með fast hlutfall af veltu í vöruþróun heldur eyðum bara eins miklu og við teljum okkur þurfa til að viðhalda öflugum vexti og geta brugðist við óskum viðskiptavina um nýjar vörur. Það er ekkert til sparað í vöruþróun," segir hann. Vöruþróunin getur verið margvísleg, allt frá þvi að taka í fram- leiðslu vörur sem þekktar eru í ákveðnum heimshornum og færa inn á nýja markaði eða heimamarkað með þeim bragðlauk- um sem þar eru fyrir hendi, breyta og laga umbúðir eða finna upp glænýja vöru sem ekki hefur áður verið á markaði. Bakkavör og dótturfélög sinna þessu öllu, allt eftir þörfum. Misskilin tilfinningasemi Bakkavör Group ffamleiðir undir vörumerki stórmarkaða og hyggst halda því áfram enda segja bræðurnir að það sé bara misskilin tilfinningasemi að gera ann- að. Vörumerki sé að miklu leyti tilfinningamál. Bandaríkjamenn hafa verið duglegir við að reyna að byggja upp eigin vörumerki en í Evrópu fer þeim ört fækkandi sem það reyna. Þar vex þeirri skoðun fylgi að það taki alltof langan tíma og botnlausa Ijárfest- ingu að byggja slíkt upp. Bræðurnir hafa greinilega ákveðna skoðun á þessum málum. Þeir hafa fullan skilning á því að stór- markaðirnir vilji setja mark sitt á þær vörur sem eru á boðstól- um og sjá um markaðssetninguna sjálfir. Það segja þeir að sé líka miklu ódýrara bæði fyrir neytandann og framleiðandann. Allir hagnist. Annað gildi hinsvegar í viðskiptum milli fyrir- tækja. Þá sé það raunhæft, sem mörg íslensk sjávarútvegsfyrir- tæki hafa gert, að merkja sér umbúðir þegar verið er að selja til veitingahúsa eða framleiðslufyrirtækja. Það segja þeir að geti verið ákveðinn gæðastimpill. „Við höfum skoðað mörg fyrirtæki í matvælaframleiðslu og aldrei séð það fyrirtæki sem er að byggja upp vörumerki á neytendamarkaði, hvort sem það er heimsþekkt vörumerki eða ekki, sem hefur skilað jafn góðri arðsemi og Bakkavör Group,“ segja þeir. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.