Frjáls verslun - 01.11.2001, Blaðsíða 68
UM ARAMÓT
Hvao segja þau
Frjáls verslun bað nokkra stjórnendur í
viðskiptalífinu um að svara eftirfarandi
spurningum eins og hefð hefur verið um áramót.
Eftir Vigdísi Stefánsdóttur Myndir Geir Olafsson
1. Huað stóð upp úr hjá fyrirtæki þínu á árinu?
2. Huernig metur þú stöðuna á næsta ári, 2002?
3. En fyrir greinina í tíeild? '
4. Huað uar minnistæðast hjá þér sjálfum á árinu?
Andri Már Ingólfsson
forstjóri Heirasferða
Gömlu gildin viöurkennd
Eftirminnilegast á árinu er auðvitað sú mikla aukning viðskipta sem Heimsferðir voru
aðnjótandi og sú ánægjulega staðreynd að við erum að skila 50% aukningu í ár á sama
tíma og samdráttur virðist vera á markaði. Við erum að uppskera vinnu margra ára,
og ég tel að nú sé sá tími að fara í hönd að gömlu gildin verði viðurkennd að nýju, menn
uppskera eins og þeir sá.
Horfurnar eru góðar og ég á von á góðu ári 2002. Það hefur átt sér stað þörf leið-
rétting á væntingum í þjóðfélaginu, sem er af hinu góða, og ég held að neytendur
og fyrirtæki fari af meiri varkárni inn í nýtt ár, með raunhæfari væntingar. Þegar
kreppir að, eins og gerst hefúr síðustu mánuði, þá kemur glöggt í Ijós styrkur
þeirra fyrirtækja sem eru með grunninn í lagi. Það skiptir miklu í svona litlu
hagkerfi eins og við búum í, að fyrirtæki hafi mikinn sveigjanleika í rekstri.
Eg hlakka til nýja ársins. Þegar miklar sviptingar verða, hafa þær oft átt sér
langan aðdraganda, og það skapar ný og spennandi tækifæri. Heimurinn
er að breytast hratt og það er spennandi að vera þátttakandi í þeirri
breytingu. 33
Linda Pétursdóttir
formaður FKA, Félags kvenna í atvinnurekstri
Þenslan farín að minnka
Stækkun fyrirtækisins á haustmánuðum ber hæst á árinu, en Baðhúsið er
nú í eigin húsnæði sem er um 2.000 m2. Þetta er sumsé fyrsti veturinn í
þetta stóru húsnæði með tilheyrandi auknum umsvifum.
Horfurnar eru góðar fyrir komandi ár enda er almenn aukning í þessum
geira um heim allan. Svo er alltof mikil þensla síðastliðin ár farin að minnka,
sem hefur jákvæð áhrif á launaþenslu undanfarinna ára í fyrirtækinu.
Mér er m.a. minnisstætt að hafa verið kosin formaður Félags kvenna í at-
vinnurekstri, FKA. Sli
68