Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2001, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.11.2001, Blaðsíða 48
ATVINNUHORFUR í BYGGINGflRIÐNflÐI í Laugarnesi. Við erum vel staddir með lóðamál víða á höfuð- borgarsvæðinu og gerum ráð íyrir að á næsta ári verði áfram kraftur í íbúðaframkvæmdum í Mosfellsbæ, þar sem við eigum allt Blikastaðalandið óbyggt, á Seltjarnarnesi, í Reykjavík og á Alftanesi auk annars. Þannig ætlum við okkur að hafa veruleg umsvif á þeim markaði og atvinnu fyrir mikið af starfsmönnum og undirverktökum. Þrátt fyrir að mörgum finnist mikið byggt af íbúðarhúsnæði á síðustu árum er það minna en sem nemur árlegri þörf og gerir m.a. Þjóðhagsstofnun ráð fyrir að uppsafn- aður skortur á höfuðborgarsvæðinu sé 1.500 - 2.000 íbúðir. Áhugi á íbúðarkaupum er auðvitað í beinu sambandi við kaup- getu fólks og atvinnuástand almennt og því er mikilvægt fyrir okkur eins og aðra að hvorugt rýrni. Við erum á þessu ári að selja fleiri íbúðir en í fyrra og ætlum að á næsta ári verði enn vöxtur á þeim hluta markaðarins. Verktakaiðnaðurinn er hins- vegar alfarið þjónustuiðnaður og það byggir enginn íbúðir eða annað að gamni sínu heldur í beinum tengslum við það sem er hægt að selja á hverjum tíma. Við höfum fremur haldið að okkur höndum við byggingu atvinnuhúsnæðis til frjálsrar sölu og gerum það áfram en hinsvegar munum við byggja fyrir ákveðna kaupendur og ráðum yfir lóðum til þess sem hægt er að heija byggingu á með stuttum fyrirvara." Framtiðin ræðst af ytri aðstæðum ÍAV tekur öflugan þátt í almennum útboðsmarkaði en þar eru nýjustu verkefni fyrir- tækisins þjónustuskáli Alþingis og íþróttahús á Akureyri. Umsvif á þvl sviði ráðast af áhuga fyrirtækja og stofnana til framkvæmda og þar rikir nokkur óvissa nú. Eins og önnur verktakafyrirtæki horfir ÍAV til stækkunar stóriðju og orkuframkvæmda þeim tengdum. Nokkrum stórum verkefnum IAV er nýlokið eða að ljúka og má þar nefna hjúkrunarheimili við Sóltún, innréttingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og byggingu Vatnsfellsvirkjunar þar sem á þriðja hundrað manns hafa byggt nýjustu vatnsaflsvirkjun Landsvirkjunar á mettíma. „Framtíðin ræðst verulega af því hvernig siglingu þjóðar- skútunnar reiðir af á næstunni því að fáar atvinnugreinar eru eins háðar ytri aðstæðum og verktakaiðnaður," segir Stefán. „Sjálfir erum við bjartsýnir á að birti til fljótlega því að við erum sammála þeim sem segja að bæði staða íslensku krón- unnar og vaxtastig sé algjörlega óraunhæft um þessar mundir og því muni sú staða leita til baka í ásættanlegra jafn- vægi og jafnframt að þau stórverkefni í vegagerð og stóriðju- framkvæmdum sem framundan eru muni veita nýjum krafti í verktakastarfsemi almennt strax á næsta ári. Hvað varðar LAV sérstaklega gerum við ráð fyrir skapa okkur verkefni sem tryggja starfsmönnum okkar áframhald- andi atvinnu en toppar ráðast alltaf í þessum iðnaði af ein- stökum tilfallandi verkefnum sem við öflum okkur. Eignar- hald félagsins á lóðum og lendum skapar félaginu ákveðna sérstöðu meðal verktaka en með því móti getum við boðið fólki, fyrirtækjum og opinberum aðilum lausnir sem annars væri ekki hægt. Að öllu samanlögðu eru horfurnar hjá ÍAV til næstu ára góðar þó að ljóst sé að einhver samdráttur verði óumflýjanlega í bygginga- og verktakastarfsemi á allra næstu mánuðum og að við því verður auðvitað að bregðast.“S!] Keflavíkurverktakar: Viðhald setið á hakanum Það eru næg verkefni framundan," segir Kári Arngrímsson, yfirverkfræðingur hjá Kefla- víkurverktökum. „Markmið okkar hefur ekki verið það að keppa við litlu byggingafyrirtækin í nýframkvæmdum heldur vinna að stærri verkefnum og það eru næg sóknarfæri framundan. Við höfum verið að feta okkur út fyrir Keflavíkurflugvöll en höfum alla tíð lagt meiri áherslu á viðhald og þjón- ustu en beinlínis nýframkvæmdir, s.s. jarðvinnu og uppsteypu bygginga. Uppsetning hverskonar lagna- kerfa hafa einnig verið sérgrein okkar. Við sækjum talsvert í lokuð útboð og erum sífellt með einhver slík í farvatninu. Eg hef fulla trú á því að nú, þegar að- eins hægir á nýbyggingum, muni verða aukin eftir- spurn eftir þjónustu og viðhaldi því margt hefur set- ið á hakanum í þenslunni að undanförnu." Nyr biúnustusamningur Þessa dagana eru Kefla- víkurverktakar m.a. að vinna að tilboði skv. alútboði í Saltfiskssetur í Grindavík en það er ný hugmynd, tengd sögunni og ætlað að nokkru fyrir ferðamenn. Einnig er fyrirtækið að vinna að viðbyggingu við Sandgerðisskóla sem skila á í vor og nýlega fékk það í útboði um 900 milljóna króna þjónustusaming við Varnarliðið en flest stærstu verkefni fyrirtækisins í dag eru unnin innan varnarsvæða. „Við höfum verið að bæta við okkur mannskap en í stað- inn fækka undirverk- tökum,“ segir Kári. „Veltan hefur verið þokkaleg hjá okkur og fer vaxandi. Við erum með um 230 starfsmenn og af þeim bættust nýlega við 65 manns í tengslum við nýjan þjónustusamning. Það er því engin svartsýni ríkjandi hjá okkur.“ Styttist í álver Þegar kreppir að er alltaf möguleiki á því að launin lækki og Kári er spurður um það. „Stóru verktak- arnir eru með mikið af undirverktökum sem þerjast um vinnuna og ef launin lækka þá er það þar og 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.