Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2001, Blaðsíða 70

Frjáls verslun - 01.11.2001, Blaðsíða 70
UM ÁRflMÓT Þorgeir Baldursson forstjóri Odda JVý átta lita prentoél Hæst bar sjálfsagt gangsetningu nýrrar 8 lita prentvélar, sem er enn ein byltingin í prent- verki á íslandi, sem Oddi innleiðir. Með því að prenta alla liti beggja megin á prentarkirnar í einu eykst hraði og hagræðing til muna en vélin er jafnframt útbúin fullkomnasta búnaði til öryggis og litastýringar sem gerist í dag. Greinin almennt varð fýrir samdrætti á árinu sem helst í hendur við almennan samdrátt í okkar efnahagskerfi. Prentiðnaður finnur mjög fljótt fýrir bæði upp- og niðursveiflum. Varðandi horfurnar hefur bjartsýni óneitanlega aukist með samstilltu átaki stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um að vinna á verðbólgu, ná niður vöxtum og reyna að auka stöðugleika aftur. Við höfum gert ráð fýrir rólegum fyrstu mánuðum næsta árs en teljum ekki ástæðu til verulegrar svartsýni. Við sjáum möguleika í aukningu á prentverki fýrir Bandaríkjamarkað en þar höfum við verið að auka sóknina í kjölfar gengisbreytinga. Á því sviði, sem við höfum verið að vinna, hafa ekki verið miklar breytingar þrátt fyrir samdrátt í efnahagskerfinu vestra. Mér er eftirminnilegast að ég eignað- ist tvö barnabörn á árinu en ekkert jafnast á við það krafta- verk sem fæðing barns er.Hi Erna Gísladóttir framkvæmdastjóri B&L Mikill samdráttur Hér hjá B&L hefur þetta verið viðburðaríkt ár og mætti telja margt upp og svo dæmi sé tekið var gaman að að- stoða Land Rover við að kynna Freelander fýrir Ameríkumarkað, einnig má nefna að við tókum í notkun nýtt tölvukerfi í byrjun ársins og höfum verið að slípa það til. Árið hefur verið greininni erfitt því að spáð hafði verið 25% samdrætti í bílasölu en hann virðist ætla að verða 45%. Þetta hefur leitt til þess að fýrirtækin hafa hag- rætt mikið í rekstri til að mæta svona mik- illi tekjulækkun. Einn eftirminnilegasti atburður ársins er stofnun regnhlífasamtakanna „Vinir bílsins" þar sem við í bílgreininni tókum höndum saman með tryggingar- og fjár- mögnunarfélögunum um að bæta ímynd bílsins og reyna að breyta umflöllun um bíla yfir í jákvæðari farveg. Eg held þvi miður að næsta ár verði ekki auðveldara en þetta ár en vonandi styrkist íslenska krónan eitthvað til að bæta kjör innflutnings- greinanna. Vonandi erum við á botninum þessa mánuðina þannig að ástandið lagist hægt og rólega. í mínu persónulega lífi held ég að eftirminnilegast sé þegar við fengum hundinn ísak inn á heimilið en hann hefur valdið töluverðum breytingum á heimilishaldinu. 35 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.