Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2001, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.11.2001, Blaðsíða 37
VIÐTflL ZflRfl í SMÁRflLIND r Islendingar þekkja vel til tísku- verslunarinnar Zöru í Smáralind eftir ferðalög erlendis og því er kannski engin furða að verslunin hafi slegið í gegn en fáir þekkja hvað liggur þarna að baki. Verslunin Zara er rekin með sérleyfi frá spánska fyrirtækinu Inditex, sem rekur sex verslanakeðjur með um 1.100 verslanir í 34 löndum, þar af eru um 400 Zöru-verslanir. I flestum tilfellum eru verslanirnar í eigu fyrirtækisins en í örfáum tilvikum eru þær reknar með sérleyfi og svo gildir um rekstur Baugs hér á landi. Þó að verslunin í Smáralind sé í eigu Baugs er hún rekin með sama hætti og aðrar verslanir Zöru, í nánu samstarfi við móðurfyrirtækið á Spáni. Inditex bæði hannar, framleiðir og selur fatnaðinn sem er á boðstólum í Zöru og þarf fyrirtækið aðeins einn mánuð til að svara kröfum neytenda og töfra fram vörur eftir nýjustu tísku. Allt þetta er ólíkt því sem gerist í öðrum tískuverslunum og má nefna sem dæmi að yfirleitt tekur það sex mánuði að svara kröfum tískunnar. Linda Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri á sér- vörusviði Baugs, stýrir Zöru. Hún telur ýmsar ástæður fyrir vinsældum versl- unarinnar hér á landi. „Zara er „pronto moda“ eða „fast fashion" á góðu verði. Hraði og tísku- straumar skipta mestu máli og Zöru- verslanir fá t.d. alltaf eitthvað nýtt í hverri viku. Viðskiptavinir hafa mikil áhrif á hönnun því að hugmyndir koma frá verslunarstjórum verslan- anna sem eru í beinu sambandi við viðskiptavini. Inditex er eina fyrirtæk- ið í heiminum af þessari stærðargráðu sem bæði framleiðir og selur fatnað. Einnig er notað „just in time“ vörustjórnunarkerfi sem er mjög ólíkt því sem aðrir nota. Vörur eru sendar í verslanir í hverri viku og því er birgðahald í lágrnarki," segir Linda. Hvorki lager né auglýsingar Gæðaeftirlit hjá Zöru er mjög mikið og farið er yfir hverja einustu flík. Verðið er svipað um allan heim og gera margir samverkandi þættir það að verkum Tískuverslunin Zara í Smáralind hefur á þremur mánubum orðið ein umtalaðasta verslun landsins. Versluninni hefur verið afar vel tekið oghefursalan verið 40 pró- sent umfram áætlanir, skv. tölum frá Baugi. Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Ævintýrið byrjaði í La Coruna Tískuverslunin Zara er í eigu Baugs hf. og rekin með sérleyfi frá móðurfyrirtækinu Inditex á Spáni og í nánu samstarfi við starfsmenn þess. Fyrirtækið hóf starfsemi 1975 í La Coruna á Norður-Spáni og er forstjórinn enn sá sami, flmancio Ortega. Fyrirtækið fór á hlutabréfamarkað í maí 2001. Gœðaeftirlit hjá Zöru er mjög mikið og farið er yfir hverja einustu flík. Verðið er svipað um allan heim og gera margir samverkandi þættir það að verkum að verðið erjafngott og raun ber vitni. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.