Frjáls verslun - 01.11.2001, Blaðsíða 86
LUNDÚNAPISTILL SIGRÚNAR
venjum. Þetta hefðu þó aðeins örfáir
vegfarendur komist á snoðir um ef
McDonald’s hefði ekki tekið að sér að
auglýsa ásakanirnar með því að draga
þau tvö fyrir dóm. Tvímenningarnir
komu frábærlega vel fyrir í fjölmiðlum,
málið varð lengsta meiðyrðamál í
enskri réttarsögu og það kostaði
McDonald’s tíu milljónir punda að tapa
bæði málinu og mannorðinu.
Levi’s vann málaferlin við Tesco Galla-
buxnarisinn Levi’s fór betur út úr mála-
ferlum við búðakeðjuna Tesco, sem
hafði gerst svo ósvífin að flytja inn
Levi’s gallabuxur frá láglaunalöndum
og selja þær ódýrar en Levi’s í eigin
búðum. Tesco tapaði þessu máli gegn
Levi’s fyrir að reyna að selja heima-
mönnum gallabuxurnar ódýrar en
Levi’s vill. Stefna Levi’s er að skylda
kaupendur að kaupa þær með aðstoð
sérhæfðs Levi’s starfsfólks í Levi’s
búðum. Evrópudómstóllinn dæmdi að
mikið rétt, algjör óhæfa að kaupa Levi’s
leiðbeiningalaust í kjörbúðum með
soðningu og kartöflum. Dómurinn
saxaði bæði á vinsældir Levi’s og Evr-
ópusambandsins, sem stendur í heldur
lágum kúrs í Bretlandi. Levi’s ætlar að
efla sínar vinsældir með því að lækka
verðið, auðvitað óháð dómnum, en
ekkert hefúr frést af vinsældaeflandi ráðstöfunum ESB.
Umsögn Guardian um hrikalegt hrun Enros Hrikalegt hrun al-
þjóðafyrirtækisins Enrons skók breskan fjárrnálaheim og
ruddi forsíðurnar hér eins og annars staðar. Nokkur þúsund
starfsmenn Enron missa vinnuna og hrunið hefur áhrif á orku-
og vatnsveitur hér í eigu Enron. Þar með bættist enn ein rök-
semdin við andmælasafn þeirra, sem eru andsnúnir einkavæð-
ingu Margaretar Thatcher á þjóðfélagsinnviðum. Stöðug vand-
ræði einkavædda lestarkerfisins eru viðvarandi deiluefni hér.
En fréttin kom ekki öllum á óvart. Gu-
ardian birti strax opnugrein um slóð
Enrons um heiminn. Fyrirtækið, sem
var margverðlaunað fyrir rekstrar-
snilld, hafði í öðrum heimshlutum á sér
orð fyrir mútur, umhverfisspjöll og virð-
ingarieysi fyrir mannréttindum. Má þá
ekki eins búast við þvi að virðing fyrir
bókhaldi og réttum upplýsingum sé
líka af skornum skammti?
Abby Cohen og Kirk Douglas „Þegar
maður verður frægur breytist maður
ekki sjálfur, heldur breytist framkoma
allra hinna við mann.“ Þetta er haft
eftir leikaranum Kirk Douglas. Setn-
ingin kom upp í hugann á blaðamanna-
fundi þegar Abby Cohen, sem í ijár-
málaheiminum er í guðatölu fyrir
glöggskyggni, mætti til að fræða við-
stadda um heimssýn sína og Goldman
Sachs. Cohen er makalaust geðfelld
kona á miðjum aldri með stutt, grátt
og strítt hár, yfirlætislaus í framkomu
og klæðaburði, klædd í grátt og svart,
með lítið af glingri á sér.
Það var ekkert nema framkoma við-
staddra og samstarfsmanns hennar við
hana sem benti til þess að þarna væri
goðumlík vera á ferð. Tveir Ijósmynd-
arar virtust mættir eingöngu til að ljós-
mynda hverja einustu hreyfingu
hennar. Hún notaði ekki tölvustýrðar glærur, heldur dreifði
digrum skýrslum með framvinduspám og var þægilega laus
við þessa skyldubrandara sem bandarískir fyrirlesarar slá um
sig með. Cohen leggur sig fram við áhugaverðar og vandaðar
ábendingar.
Cohen er bjartsýn í stuttu máli er Cohen bjartsýn. Reyndar
ekki alveg jafn bjartsýn á breskar horfur og Gordon Brown,
evruaðild Breta vildi hún ekki spá í og Japan álítur hún í alvar-
legri tilvistarkreppu, ekki bara efnahagskreppu, vegna inn-
byggðra kerfisgalla. Atburðirnir 11. september
hefðu aukið á en ekki skapað vandann, sem
þegar hefði verið orðinn ljós, ekki síst í ýmsum
framleiðslugreinum.
Cohen benti á að kannanir sýndu auknar
væntingar neytenda, samanber hækkandi fast-
eignaverð. Væntingar framkvæmdastjóra fyrir-
tækja skiptu þó meira máli. Þeir væru ekki
ýkja glaðir um þessar mundir, væru að segja
upp fólki, skera niður kostnað og þá líka aug-
lýsingakostnað, sem hefði áhrif víða.
Málflutningur hennar var þannig að ég vildi
hiklaust trúa henni. Og það er reyndar eins
gott, því að Cohen er í þannig stöðu að ef nógu
margir trúa henni þá breytist vatn kannski ekki
í vín og bjórinn á íslandi fer ekki niður úr fimm
pundum - en niðursveifla gæti allavega hæglega
breyst í uppsveiflu. Œl
MewiiM
-setur brag á sérhvern dag!
pr
^ 200
m
Tesco tapaði máli gegn Levi’s
gallabuxnafyrirtækinu fyrir að
reyna að selja heimamönnum
gallabuxurnar ódýrar en Levi’s
vill. McDonald’s mátti lúta í gras
fyrir kínverskum eiganda
McChina.
Umfjöllunin um Island og íslensk
fyrirtæki hefur verið drjúg í
Englandi. Reykjavík er ofursvöl
borg - það vita allir hér, þó
fæstum sé almennilega Ijóst af
hverju.
Hámarkið - alla vega hingað til -
var grein á árinu um pakkaferðir
á Ungfrú ísland-keppnina þar
sem þátttakendum var boðið að
hitta stelpurnar.
86