Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2001, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.11.2001, Blaðsíða 34
flNDSTREYMI GILDINGAR ferðum-Landsýn, með um 31,9% hlut, er það félag varð gjald- þrota á dögunum. Helstu eignir í skráðum félögum voru í Pharmaco, Baugi, Össuri og Marel. Tap annarra fjárfestingarfélaga Þótt sextán mánað saga Gild- ingar hafi því miður orðið sorgarsaga þá var félagið ekki eitt á báti ijárfestingarfélaga að tapa miklu fé - það breytir þó litlu iyrir vonsvikna Jjárfesta sem festu fé í félaginu. En skoðum afkomu annarra Jjárfestingarfélaga. íslenski hugbúnaðarsjóð- urinn tapaði tæpum 1,4 milljarði fyrstu níu mánuði ársins. Tap Þróunarfélagsins nam tæpum 2,4 milljörðum fyrir skatta, tap Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn, EFA, nam um 920 millj- ónum fyrir skatta, og Fjárfestingarfélagið Straumur tapaði 880 milljónum króna fyrir skatta fyrstu níu mánuði árs. Þess má geta að undanfarna mánuði hefur mönnum orðið tíðrætt um hugsanlega sameiningu EFA og Þróunarfélagsins. Blikur á Iflfti breyttust í Skýfall Þegar Gilding fór af stað í byrjun júní í fyrra með þau stórhuga áform sín að ná 25% raun- ávöxtun á ári og ætla að tvöfalda 7 milljarða eigið fé félagsins á þremur árum, höfðu ýmsir á orði að þetta væri allt að því „hrokafullt markmið“ og sumir túlkuðu þetta á sínum tíma sem skot á önnur ijárfestingarfélög um „það hvernig hægt væri að gera hlutina“. A þessum tíma var hlutafjármarkaður- inn í verulegum sárum og hafði hríðfallið í fimm mánuði, eða frá því úrvalsvísitalan reis hæst í endaðan febrúar í fyrra. Þegar Frjáls verslun spurði þá Gildingarmenn hvort 25% markmiðið um ávöxtun væri raunhæft eins og útlitið væri á hlutabréfamarkaðnum kváðu þeir svo vera þótt vissulega væri verð hlutabréfa ennþá frekar hátt á markaðnum. Það sem þeir Gildingarmenn sáu ekki, frekar en aðrir, var að hlutabréfa- markaðurinn átti eftir að halda áfram hraðferð sinni niður brekkuna og hefur botninum líklegast ekki verið náð fyrr en fyrir skömmu. Þegar svo við bættist að gengi krónunnar hríð- féll - með þeim afleiðingum að erlend lán félagsins stórhækk- uðu í verði og afkoma fyrirtækja á hlutabréfamarkaði versnaði stórlega, sem aftur lækkaði verð hlutabréfanna enn meira - breyttist það sem áður voru kallaðar blikur á lofti hjá Gildingu í það að verða úrhelli. Þegar gengishrunið mikla varð í júní sl. var raunar sem steypt væri úr fötu. Feðgarnir Þórður oy Árni Það voru feðgarnir Þórður Magnús- son og sonur hans, Árni Oddur, sem áttu hugmyndina að stofiiun Gildingar. Þeir höfðu brætt með sér ýmsar leiðir, en hugmyndin að Gildingu fæddist í fyrravor og var félagið stofnað 7. júní í fyrra, árið 2000. Árni Oddur var áður aðstoðarfram- kvæmdastjóri Búnaðarbankans Verðbréfa og Þórður faðir hans hafði unnið sem framkvæmdastjóri ijármálasviðs Eimskips í nær tvo áratugi og setið í ótal stjórnum fyrirtækja á vegum félagsins. Til liðs við þá feðga gengu bróðir Þórðar, Magnús Magnússon og Andri Sveinsson, báðir starfsfélagar Árna Odds í Búnaðar- bankanum Verðbréfum. Bjarni Þórður Bjarnason, fyrrum starfs- maður fyrirtækjaþjónustu Kaupþings, bættist síðan í hópinn og Heimir Haraldsson, framkvæmdastjóri KPMG, kom síðastur inn í hann. Allt voru þetta óvenju þekktir menn í viðskiptalífinu, enda vakti stofnun félagsins slíka athygli að hún var á allra vörum í marga daga og vikur í fyrrasumar. Undanfarnar vikur hefur fé- lagið þó verið á allra vörum fyrir það hve illa fór um sjóferð þá - þótt menn skyldu aldrei hlakka yfir óförum annarra. Lögðu Sjálfir undir Þrátt fyrir háleitt markmið um 25% arð- semi á ári þótti stofnun Gildingar trúverðug og margir þekktir ijárfestar komu að stofnun félagsins, sem og bankarnir í mismunandi mæli þó. Það sem þótti trúverðugast var að lykilstarfsmenn lögðu allir eignir sínar undir og gerð- ust hluthafar og tengdust þeir fyrirtækjum sem áttu um fimmtung í félaginu, eða að andvirði um 1,4 milljarða króna. Menn sögðu því sem svo: Fínt, þeir hætta sínu eigin fé ekkert síður en annarra hluthafa, það tryggir árangur. Hlutaijársöfnun Gildingar gekk afar vel á vormánuðum í fyrra og tókst að safna mun meira hlutafé en lagt var upp með í byijun, eða 7 milljörðum í stað 5 milljarða sem stefnt var að. Hluthafar voru um 50 talsins og var um býsna breiðan hóp að ræða. Enginn hluthafi eignaðist meira en 9% hlut í fyrirtækinu. Þorsteinn Vilhelmsson, fyrrum Samheijamaður, var með stærst- an hlut, 8,82%, ásamt Eignarhaldsfélaginu Eyri, en það er í eigu þeirra feðga Þórðar og Árna Odds. Þá má geta þess Heimir Haraldsson á félagið Safn ehf. og var það með 3,70% hlut. Slerlí tengsl við Búnaðarbanka Það vakti mikla athygli hvað Gilding hafði sterk tengsl við önnur fjármálafyrirtæki. Við- skiptabankarnir þrír, Búnaðarbankinn, Landsbanki og Islands- banki, voru allir í hluthafahópnum sem og Kaupþing og Frjálsi Jjárfestingarbankinn. En taki nrenn eftír þvr að Búnaðarbankinn tengdist Gildingu í gegnum þrjú félög. Bankinn sjálfúr áttí 1,76%, Fjárfestingar- sjóður Búnaðarbankans átti 4,23% og Hlutabréfasjóður Búnaðar- bankans átti 1,76%. Þetta gerir samtals 7,75% hlut í Gildingu. En sögu Gildingar er nú lokið. Þetta var langferð sem lagt var upp í á fögrum júnídegi í fyrra en breyttíst fljótt og endaði sem martröð fyrir eigendurna; það sem átti að tvöfaldast á þremur árum helmingaðist á sextán mánuðum. Út úr óverðrinu var þó siglt og til hafnar komst báturinn; í öruggan faðm Bún- aðarbankans. Niðurstaða: Stöðug ágjöf og brostnar vonir. SD HTT Heildarlausnir í tölvu- & tæknibunaói] HT&T ehf. Sætún 8, 125 Reykjavík Sími 569 1400, Fax 569 1554, www.htt.is LJOSRIT & FAXT ÆKI TÖLVUTENGJANLEG 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.