Frjáls verslun - 01.11.2001, Blaðsíða 24
flGÚST OG LÝÐUR IVIENN flRSINS 2001
vörur, niðursoðnar vörur og ótil-
reiddur matur fer halloka á borði
neytenda á næstu 10-20 árum.
Þessi hluti matvælageirans
kemur til með að hverfa um
allan heim. Matar- og neyslu-
mynstur fólks kemur til
með að umturnast gjörsam-
lega og færast yfir í tilbúna,
ferska rétti,“ segir Agúst.
Galdurinn er veltuhraði
Fyrirtækin innan Bakkavör
Group velta birgðunum 300
sinnum á ári sem þýðir að
vörurnar stoppa minna en einn dag
í hillunum. „Það er galdurinn," segir
Lýður. Pantanir koma inn fyrir kl. 9
morgnana, verksmiðjurnar framleiða upp í
þær yfir daginn og svo er vörunum dreift í stórmark-
aði um kvöldið og nóttina. Neytandinn tekur vörurnar úr
hillum stórmarkaðanna daginn eftir. Geymsluþol er þrír til níu
dagar og engin rotvarnarefni eða aukaefni eru í vörunum.
„Þetta er algjörlega fersk vara. Það er það sem heimurinn
stefnir í,“ segja þeir.
- Gerðuð þið ykkur grein fyrir þessu þegar þið hófuð starfsemi?
„Nei. Þetta ljós fór að renna upp iýrir þremur árum. Þá gerði
maður sér betur og betur grein iýrir því hver framtíðin væri í
matvælaframleiðslu," svarar Ágúst.
- Er ekki gríðarlega hörð samkeppni á þessum markaði, t.d. í
Bretlandi? Vilja ekki allir vera með?
„Nei, í rauninni er samkeppnin ekki gríðarlega hörð. Ef við horf-
um á Bretland, sem er langlengst komið á þessari braut þá er
vöxtur markaðarins svo mikill að framleiðendur hafa varla undan
að auka við framleiðslugetuna tíl að halda í við aukna eftírspurn.
Stór matvælaíýrirtæki eins og Nestlé, Unilever og fleiri alþjóðleg-
ir risar hafa ekki viljað taka þátt í þessu. Þau hafa öll byggt upp
starfsemi sína á alþjóðlegum mörkuðum með vörum sem hafa
mjög langt geymsluþol. Þau vilja framleiða á einum stað og selja
vöruna svo óbreytta út um allan heim. Það eru fá eða engin al-
þjóðleg fyrirtæki á þessum markaði og við sjáum ekki fram á að
þeim fiölgi mikið á næstunni. Þarna liggja mörg sóknarfæri fyrir
okkur, við ætlum að verða alþjóðlegt fyrirtæki í þessum geira.
Það er erfitt að flytja vöruna milli landa og þess vegna þurfum við
að byggja upp starfsemi og verksmiðjur í mismunandi löndum til
að geta tekið þátt í þessari þróun,“ svarar hann.
Ný Sljórn mótar Stefnuna Bakkavör Group er í dag með starf-
semi í níu löndum. Verksmiðjurnar eru í fimm löndum; tvær á
Islandi, í Bretlandi, Svíþjóð, Frakklandi og Chile, þar sem fyrir-
tækið á 42 prósenta hlut í fyrirtækinu Pesquera Isla Del Rey og
er þar stærsti hluthafinn. Bakkavör er svo með sölu- og dreif-
Bakkavör, íslandi
KFF og Fillo Pastry, London
Bakkavör, Birmingham
Bakkavör, Frakklandi
Bakkavör, Svíþjóð
Bakkavör, Þýskalandi
Bakkavör, Póllandi
PIDR, Chile
Bakkavör, Danmörku
Bakkavör, Finnlandi
ingarfýrirtæki í Finnlandi,
Þýskalandi og Póllandi. Fyrirsjá-
anlegt er að verksmiðjum fyrir-
tækisins flölgi á næstu árum, td.
stendur yfir bygging verksmiðju í
London, sem verður tekin í notkun í vor.
Með kaupunum á breska matvælafyrirtækinu
KFF er fyrirtækið orðið geysistórt og öflugt og hefur
hluthafahópurinn breyst því að fyrrverandi eigendur KFF eru
nú næststærstu hluthafar í Bakkavör með 18 prósenta hlut,
næst á eftir þeim bræðrum, sem eiga 29 prósent eins og áður
sagði. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins á 5 prósent og af-
gangurinn hefur svo dreifst meðal 6.000 hluthafa.
„Við eigum eftír að setjast niður og móta stefnuna út frá breytt-
um forsendum. Við þurfum að byggja upp markmið okkar tíl
næstu 2-3 ára og það bíður nýs árs. Auðvitað leikur enginn vafi á
því að við komum til með að vaxa hratt áfram. Við komum tíl með
að halda áfram uppbyggingu félagsins erlendis með kaupum á
fyrirtækjum eða byggingu nýrra verksmiðja þó að ekkert annað
en verksmiðjan í London sé á teikniborðinu í dag. Við höfum eytt
árinu í þessi fyrirtækiskaup í Bretíandi og eigum eftír að kort-
leggja hvernig við stöndum að frekari uppbyggingu í Evrópu.
Það verður fyrsta verk nýrrar stjórnar eftir áramót,“ segja þeir.
Bræðurnir í Bakkavör komust í kynni við grísku fjölskyld-
una, sem átti KFF, fyrir nokkrum árum og höfðu reynt að
koma á viðskiptum við hana en KFF hafði verið með svo góða
birgða að ástæðulaust þótti að skipta. Eftir að Bakkavör Group
keypti Wine&Dine í Birmingham í fyrra, fyrirtæki sem nú
heitir Bakkavör Birmingham, styrktist kunningsskapurinn við
Katsouris-Jjölskylduna enn frekar. Komið var að kynslóðaskipt-
um hjá KFF. Katsouris-tjölskyldan þekkir vel grísku fjölskyld-
una sem seldi Wine&Dine og fylgdist því með kaupunum af
miklum áhuga. Þegar hún sá hve vel var að þeim staðið og þau
tókust vel var ákveðið að bjóða bræðrunum til fundar.
Tveir vendipunktar Vendipunktur hefur tvisvar orðið í sögu
Bakkavarar. Fyrst árið 1995 þegar Grandi hf. kom inn með hluta-
tjáraukningu og eignaðist 40% í fýrirtækinu. Brynjólfur Bjarna-
son, forstjóri Granda, settíst þá í stjórn. I seinna skiptið þegar
Kaupþing kom inn með hlutafjáraukningu 1998 og endurtjár-
magnaði skuldir fyrirtækisins. Ágúst segir að þessir tveir menn,
Brynjólfur og Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, hafi haft
Auðvitað leikur enginn vafi á því að fyrirtækið kemur til með að vaxa hratt áfram. Uppbygg-
ingu félagsins erlendis verður haldið áfram með kaupum á fyrirtækjum eða byggingu nýrra
verksmiðja þó að ekkert annað en verksmiðjan í London sé á teikniborðinu í dag.
24