Frjáls verslun - 01.11.2001, Blaðsíða 38
„ Við fáum alltaf einhverjar nýjar vörur. Þeir senda okkur kannski eitt eintak í hverri stærð og svo filgjumst við með viðtökunum. Efvörunni er
vel tekið er framleiðslunni haldið áfram, annars er vörunni hugsanlega breytt í samræmi við hugmyndir viðskiptavina, “ segir Linda.
að verðið er jafngott og raun ber vitni. Yfirbyggingin er í lág-
marki og allar boðleiðir styttri en í hefðbundnum verslunum.
Segja má að búðin sé rekin í versluninni og þannig er það alls
staðar. Vörurnar koma í flugi í hverri viku og fara beint upp í
Smáralind. Starfsfólkið tekur upp vörurnar, verðmerkir og
þjófamerkir og setur beint inn í búð. Það er dýrt og áhættu-
samt að hafa mikla birgðastöðu og því eru aðeins framleidd-
ar vörur til sex vikna. Verslunarstjórar út um allan heim
hringja inn pantanir á sama tíma í hverri viku og því nánast
tæmist vöruhúsið reglulega. „Við fáum alltaf einhveijar nýjar
vörur. Þeir senda okkur kannski eitt eintak í hverri stærð og
svo fylgjumst við með viðtökunum. Ef vörunni er vel tekið er
framleiðslunni haldið áfram, annars er vörunni hugsanlega
breytt í samræmi við hugmyndir viðskiptavina. Það er vissu-
lega dýrari flutningskostnaður hjá þessu fýrirtæki en öðrum
sambærilegum en á móti kemur að fjárbinding í birgðum er
lítil,“ segir Linda.
Samkvæmt viðskiptahugmynd Zöru er ekki gert ráð fýrir
hefðbundnum auglýsingum og segir Linda að það hafi reynst
vel. „Beinn auglýsingakostnaður er ekki fyrir hendi og það
skilar sér beint til nejttandans," segir hún. Markaðssetning
Zöru felst í bestu mögulegu staðsetningu, hönnun verslana
og mikið er lagt í gluggaútstillingar. Þær eru samræmdar
milli landa, alls staðar er sama þema og sjá sérstakir starfs-
menn, sem ferðast milli landa, til þess.
Verðmerking í 16 gjaldmiðlum Verðmerkingin í Zöru hefur
vakið athygli en hverri flík fýlgja tvö spjöld með 16 litlum
fánum og verðinu í þessum löndum. Þetta hefur verið mjög
vinsælt því að það hefur gert viðskiptavinum hægt um vik að
bera saman verð frá sumarleyfinu á Spáni eða Oxford Street
í haust. Linda segir að þetta sé gert til einföldunar og af hag-
kvæmnisástæðum.
- Hvernig er með samkeppnina; fer hún ekki stöðugt harðn-
andi?
„Það er mikil samkeppni, mörg fýrirtæki eru á þessum mark-
aði og það styrkir íslenskan tískumarkað. Með fleiri verslunum
og aukinni samkeppni hefur verð á tískufatnaði lækkað veru-
lega. Allir vita að við höfum keppst við að fá fólk til að versla
meira innanlands en gífurlegir Ijármunir hafa farið í verslunar-
ferðir erlendis. Ég held að mynstrið hafi breyst, fólk njóti þess
nú að vera erlendis og versli meira hér heima, sérstaklega eftir
að verðið varð samkeppnishæfara,“ svarar hún. 33
38