Frjáls verslun - 01.11.2001, Blaðsíða 70
UM ÁRflMÓT
Þorgeir Baldursson
forstjóri Odda
JVý átta lita prentoél
Hæst bar sjálfsagt gangsetningu nýrrar 8 lita
prentvélar, sem er enn ein byltingin í prent-
verki á íslandi, sem Oddi innleiðir. Með því
að prenta alla liti beggja megin á prentarkirnar í
einu eykst hraði og hagræðing til muna en vélin
er jafnframt útbúin fullkomnasta búnaði til
öryggis og litastýringar sem gerist í dag.
Greinin almennt varð fýrir samdrætti á árinu
sem helst í hendur við almennan samdrátt í
okkar efnahagskerfi. Prentiðnaður finnur mjög
fljótt fýrir bæði upp- og niðursveiflum.
Varðandi horfurnar hefur bjartsýni óneitanlega aukist
með samstilltu átaki stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins
um að vinna á verðbólgu, ná niður vöxtum og reyna að auka
stöðugleika aftur. Við höfum gert ráð fýrir rólegum fyrstu
mánuðum næsta árs en teljum ekki ástæðu til verulegrar
svartsýni. Við sjáum möguleika í aukningu á prentverki fýrir
Bandaríkjamarkað en þar höfum við verið að auka sóknina í
kjölfar gengisbreytinga. Á því sviði, sem við höfum verið að
vinna, hafa ekki verið miklar breytingar þrátt fyrir samdrátt í
efnahagskerfinu vestra. Mér er eftirminnilegast að ég eignað-
ist tvö barnabörn á árinu en ekkert jafnast á við það krafta-
verk sem fæðing barns er.Hi
Erna Gísladóttir
framkvæmdastjóri B&L
Mikill samdráttur
Hér hjá B&L hefur þetta verið viðburðaríkt ár og mætti
telja margt upp og svo dæmi sé tekið var gaman að að-
stoða Land Rover við að kynna Freelander fýrir
Ameríkumarkað, einnig má nefna að við
tókum í notkun nýtt tölvukerfi í byrjun
ársins og höfum verið að slípa það til.
Árið hefur verið greininni erfitt því að
spáð hafði verið 25% samdrætti í bílasölu
en hann virðist ætla að verða 45%. Þetta
hefur leitt til þess að fýrirtækin hafa hag-
rætt mikið í rekstri til að mæta svona mik-
illi tekjulækkun.
Einn eftirminnilegasti atburður ársins
er stofnun regnhlífasamtakanna „Vinir bílsins" þar sem við í
bílgreininni tókum höndum saman með tryggingar- og fjár-
mögnunarfélögunum um að bæta ímynd bílsins og reyna að
breyta umflöllun um bíla yfir í jákvæðari farveg. Eg held þvi
miður að næsta ár verði ekki auðveldara en þetta ár en vonandi
styrkist íslenska krónan eitthvað til að bæta kjör innflutnings-
greinanna. Vonandi erum við á botninum þessa mánuðina
þannig að ástandið lagist hægt og rólega.
í mínu persónulega lífi held ég að eftirminnilegast sé þegar
við fengum hundinn ísak inn á heimilið en hann hefur valdið
töluverðum breytingum á heimilishaldinu. 35
70