Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2001, Side 46

Frjáls verslun - 01.08.2001, Side 46
VIÐTflL ÞORSTEINN OG INGIBJÖRG staða flokksins er einstök, svo það vaknar sú spurning hvernig Þorsteinn skýri þessa stöðu, ekki sem fyrrverandi stjórnmála- maður, heldur út frá sjónarhóli stjórnmálaskýranda. „Það má ef til vill kalla það því nafni að ég hafi verið eins konar stjórnmála- skýrandi þegar ég var í blaðamennsku, en það er löngu liðin tíð og ég ætla ekki að setja þann hatt upp - að minnsta kosti ekki í dag. En staðreynd er að pólítikin á íslandi hefur í áratugi legið öðruvísi en víðast í Evrópu, sérstaklega á Norðurlöndum. Ein ástæðan fyrir styrkri stöðu Sjálfstæðisflokksins á seinni hluta 20. aldar er að í lok ijórða áratugarins má segja að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi stolið kjarnanum úr velferðarsteihu jafnaðarmanna og orðið breiður flokkur, sem íhaldsflokkar í nágrannalöndunum urðu ekki. Flokkurinn fékk lika mikil ítök í verkalýðshreyfing- unni. Hin ástæðan er að á sama tíma urðu meiri átök og klofn- ingur á vinstri vængnum í íslenskum stjórnmálum en víðast ann- ars staðar. Kratarnir voru veikari en kommúnistar og sósíalistar. Þetta varð löng þróun, sem féll í annan farveg en víða annars staðar í Evrópu.“ En hefur þá dvölin erlendis fengið Þorstein til að líta stöðu Is- lands öðrum augum en áður? „Nei, en íslenskt þjóðfélag breyt- ist ört, bæði af því að umheimurinn og hagkerfi okkar er að breytast. Menn hljóta alltaf að meta hagsmuni Islands í ljósi nýrra og breyttra aðstæðna. Breytingar í sjávarútvegi eru hluti af breyttum aðstæðum og grundvallarmáli skiptir að hagkerfið hefur verið opnað og ijármálamarkaðurinn er orðinn frjáls. Þó að ekki hafi tekist að viðhalda stöðugleikanum í gengismálum um sinn og fá nægjanlega mikla erlenda Jjárfestingu inn í landið, hef- ur með þessum brejtingum verið plægður jarðvegur fyrir alveg nýtt viðskiptaumhverfi á Islandi. Aðalatriðið er að við einangr- umst ekki í þeirri alþjóðavæðingu, sem nú ræður svo miklu um efnahagslega framþróun." London hefur verið góður sjónarhóll til að fylgjast með útrás íslenskra fyrirtækja undanfarin ár og Þorsteinn hnykkir á að hún sé hluti af jákvæðri þróun er hafi átt sér stað í íslensku hag- kerfi og atvinnulífi. „Fyrirtæki þurfa á því að halda að hasla sér völl erlendis og líka að fá ijárfestingar heim. Nýju tæknifyrirtæk- in hafa sótt út og byggja á nýrri þekkingu og hugviti, sem verð- ur til af áræði í skapandi umhverfi. En rótgróin fyrirtæki sækja lika út. Islensk fyrirtæki stýra bróðurpartinum af þvi sem kem- ur á fiskmarkaðina í Hull og Grimsby, Islendingar stýra fisk- markaðnum í Bremerhaven og þýsk úthafsveiði er að stórum hluta í höndum íslenskra fyrirtækja. Islensk fisksölufyrirtæki hafa langa reynslu og mikla þekkingu til að byggja á. íslensk ijár- málafyrirtæki eru að skjóta rótum erlendis og það styrkir innviði íslensks hagkerfis, sem verður um leið miklu burðugra til að takast á við veruleikann. Þó það sé nú afturkippur í alþjóðlegu efnahagslífi þá eru þetta samt hjól, sem halda áfram að snúast. Eg sá tölur um það á dögunum að nú störfuðu jafnmargir hjá fyr- irtækjum í íslenskri eigu erlendis og samanlagt eru á sjónum og í fiskvinnslu heima. Það hefðu einhvern tímann þótt tíðindi til næsta bæjar.“ Utanríkisráðuneytið hefur undanfarin ár lagt mikla vinnu í að styðja við þessa útrás íslenskra fyrirtækja og sama gildir í sendi- ráðinu í London. Þorsteinn bendir á að grunnurinn sé þátttakan í efnahagssamvinnunni innan Evrópska efnahagssvæðisins, að- ildin að innri markaðnum þar og alþjóðleg samvinna. „í sendi- ráðinu hér er sérstakur starfsmaður, sem sér um sambandið við fyrirtækin. Við höfum trú á því að mjór sé mikils vísir. Iitil fyrir- tæki hafa ekki burði til að leita sjálf fyrir sér og aðstoðin við þau skiptir miklu máli. Þetta er mjög mikilvægur hluti af þjónustu sendiráðsins. Bretland er stærsta útflutningsland íslendinga." Utlendingar kvarta oft sárlega yfir því hvað það sé erfitt að hafa samband við Islendinga því þeir svari helst ekki bréfum. Þorsteinn kannast við að hafa heyrt þetta. „Bretar skrifa bréf, en tala minna í síma. Þessu er öfugt farið með íslendinga," segir hann brosandi. „Eg held þó tæplega að þetta komi í veg fyrir að menn nái saman. En íslensk fyrirtæki eru oft lítil og ráða ekki við eftirspurn á stórum markaði, svo þau þurfa að finna sér horn, sem hentar." En það er fleira en hið pólitíska og viðskipta- lega hlutverk sendiráða, sem er þeim Þorsteini og Ingibjörgu of- arlega í huga. Þau eru á því að í Bretlandi séu margir ónýttir möguleikar hvað varði kynningu á íslenskri menningu og á Is- landi almennt því það sé mikill íslandsáhugi í Bretlandi. „Það er svo margt efnilegt fólk hér í námi eða að hasla sér völl á ýmsum sviðum og hér er jarðvegur til að plægja, sem hægt væri að leggja meiri áherslu á,“ segir Þorsteinn. Ingibjörg bendir á að ís- lendingar eigi marga frábæra listamenn en samkeppnin hér sé gífurlega mikil um athygli fólks. „I nútímalist standa íslenskir listamenn þeim bresku fyllilega á sporði og það væri gaman að geta komið þessu á framfæri hér. Ut- lendingar hugsa gjarnan um landslagið þegar Island er annars vegar og átta sig ekki á hvað margt er að gerast þar í menningar- efnum. Þeim fer fækkandi, sem halda að það búi eskimóar á Is- landi,“ segir Ingibjörg en bætir við hlæjandi að hún hafi reyndar nýlega setið til borðs með einum sem var ekki með þá hluti alveg á hreinu. Ingibjörg er líka á því að Islendingar geti nýtt sér hreina loftið á Islandi. „Það er ekkert venjulegt hvað fólk er orkuríkt heima,“ segir hún sposk. „Það eru mikil verðmæti í góða loftinu og í fá- menninu. Við Islendingar tökum þessu sem sjálfsögðum hlut, en í raun eru þetta ómetanleg gæði. Mér finnst ungt fólk oft ekki kunna að meta Island sem skyldi fyrr en það hefur búið erlendis. Eg er ekki með heimþrá, en ég er mikill Islendingur í mér og sakna til dæmis útsýnisins, Jjallanna, fámennisins og kyrrðarinn- ar. Hér þarf að aka í að minnsta kosti 34 klukkustundir til að sjá eitthvað sem líkist fjöllum.“ Þegar þau Ingibjörg og Þorsteinn bera saman bækur sínar um þetta nefna þau að margs megi sakna að heiman. En það kemur löndum heima kannski jafnmikið á óvart og þeim sjálfum að á ferð um Wales, þar sem þau lentu í rigningu og roki, urðu þau glöðust við að upplifa bæði rok og lárétta rigningu á íslenska vísu. Það er margs að sakna í útlandinu. ffl Átök Þorsteins og Davíðs Oddssonar um formannskjörið 1991 í Sjálfstæðisflokkn- um eru ein mestu átök í síðari tíma íslenskri stjórnmálasögu. Slík átök eru ef- laust eitt það harkalegasta sem flokksformaður getur lent í. „Harkalegt er ekki of sterkt orð, en þannig er pólitíkin. Átök eru hluti af pólitíska lífinu “ 46
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.