Frjáls verslun - 01.01.2002, Blaðsíða 52
EFNAHAGSRflÐGJAFAR RÍKISSTJÓRNfl
Ólafur Björnsson
prófessor.
Ólafur og Gylfi Þ. á árinu
1947 Á árinu 1947 voru
þeir Olafur Björnsson og
Gylfi Þ. Gíslason kallaðir
til að gefa ríkisstjórn Stef-
áns Jóhanns Stefáns-
sonar álit.
Gylfi Þ. Gíslason
prófessor.
flrið 1949 Benjamín J. Eiríksson var kallaður heim til
Islands ffá Washington árið 1949 að beiðni ríkisstjórnar
Stefáns Jóhanns Stefánssonar.
flrið 1950 Benjamín J. Eiríksson og Olafur Björnsson
prófessor voru kallaðir til sem efnahagsráðgjafar fyrir ríkis-
stjórn Olafs Thors árið 1950 og sömdu skýrslu sem lá til
grundvallar gengisbreytingunni það ár.
árunum 1951 til 1953 og Jónas Haralz á árunum 1957 til 1961.
Þarna er þó nokkur munur á því engin stofnun eins og Þjóðhags-
stofnun var til á þessum tíma. Þess má geta að Gunnar
Thoroddsen réð sömuleiðis til sín sérstakan aðstoðarmann sem
fékk starfsheitið aðstoðarmaður forsætisráðherra. Fékk hann
Jón Orm Halldórsson til starfans. Með þessu varð til ný stétt
manna, aðstoðarmenn ráðherra, og dafnar hún enn vel þótt
viðkomandi aðstoðarmaður fari yfirleitt úr starfi um leið og
ráðherrann. Svo fór þó ekki um Þórð í starfi efnahagsráðgjafa
því Steingrímur Hermannsson, sem varð forsætisráðherra 1983,
fékk hann til að sinna þessu staríi áfram, eða til ársloka 1986.
Þaðan lá leið Þórðar til Þjóðhagsstofnunar.
Bolli, Glafur og Þorsteinn Bolli Héðinsson tók við af Þórði sem
efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar undir
lok ársins 1986 og var í því starfi fram yfir kosningar 1987, eða
þar til að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar var mynduð eftír mikið
þóf og brambolt í júlí það ár. Þorsteinn fékk Olaf Isleifsson
hagfræðing til liðs við sig sem efnahagsráðgjafa ríkisstjórnar-
innar. Þegar ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar leystist upp sem
frægt varð í beinni útsendingu á Stöð 2 haustið 1988 og Stein-
grímur Hermannsson varð forsætisráðherra aftur fékk hann
Þorstein Olafsson viðskiptafræðing sem efnahagsráðgjafa sinn
og gegndi hann þvi starfi til ársins 1990 er Bolli Héðinsson kom
aftur til sögunnar og gegndi starfinu fram á vor 1991.
Davíð „braut hefðina" Þegar Davið Oddsson varð forsætísráð-
herra vorið 1991 braut hann „hefðina" og réð ekki neinn sér-
stakan efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar til starfa. Fullyrt er
að samvinna þeirra Þórðar Friðjónssonar sem forstjóra Þjóð-
hagsstofnunar og Steingríms Hermannssonar hafi verið mjög
náin þegar Steingrímur var forsætisráðherra frá 1988 til 1991.
Hvort sú nána samvinna hafi haft áhrif á samstarf Davíðs og
Þórðar skal ósagt látið, en líklegast hefur hún verið snöggtum
minni en áður hefur þekkst á milli forsætisráðherra og forstjóra
Þjóðhagsstofnunar. Áþví skal vakin athygli að ríkisstjórn Davíðs
og Jóns Baldvins, viðeyjarstjórnin, jók frelsið í atvinnulífinu og
sértækar aðgerðir vegna einstakra byggðarlaga eða fyrirtækja
heyrðu brátt að mestu sögunni til, sem varð til þess að fréttum á
borð við „svartar skýrslur", „sérstakar úttektir“ eða „beðið eftír
áliti Þjóðhagsstofnunar" fækkaði af sjálfu sér.
Friðrik Mar Baldursson Þórður tók sér leyfi frá störfum
forstjóra Þjóðhagsstofnunar á árunum 1998 og 1999 og var þá
settur ráðuneytísstjóri í iðnaðarráðuneytinu í kjölfar þess að
Halldór Jón Kristjánsson hættí þar og tók tíl starfa sem banka-
stjóri Landsbankans. Friðrik Már Baldursson var settur forstjóri
Þjóðhagsstofnunar á meðan. Sagt er að Þórður hafi ekki ætlað
sér að hverfa aftur til starfa í Þjóðhagsstofnun tíl langframa,
enda hafi verið ákveðið, á meðan hann var ráðuneytisstjóri í iðn-
aðarráðuneytinu, að hann færi tíl Washington í byrjun þessa árs,
2002, og tæki þar sæti sem fulltrúi Norðurlanda og Eystrasalts-
ríkjanna í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og
stýrði skrifstofu þeirra hjá sjóðnum til næstu tveggja ára. Þegar
Davíð kom með þá hugmynd að leggja niður Þjóðhagsstofnun í
byrjun apríl á síðasta ári kom hins vegar babb í bátinn hjá Þórði
og sagt er að hann hafi ákveðið að stökkva ekki einn frá borði á
meðan framtíð annarra starfsmanna væri í uppnámi.
Þess má geta að Ólafur ísleifsson, framkvæmdastjóri alþjóða-
sviðs Seðlabanka íslands, fór þess í stað í þetta „starf Þórðar"
vestur um haf. Friðrik Már Baldursson, sem var settur forstjóri
Þjóðhagsstofnunar í tjarveru Þórðar 1998 og '99 réð sig hins
vegar tíl Hagfræðistofnunar Háskólans er Þórður sneri aftur úr
iðnaðarráðuneytinu.
Gustav Cassel og Erik Lundbergh Fróðlegt er að skoða ráðgjöf
t efnahagsmálum eins og hún var fyrir daga Efnahagsstofnunar.
Segja má að fyrstí efnahagsráðgjafi íslenskrar ríkisstjórnar hafi
verið sænski hagfræðingurinn Gustav Cassel sem árið 1931 var
beðinn um álit á gengismálum. Hann kom ekki hingað tíl lands
heldur sendi frá sér skýrslu frá Sviþjóð. Áfram var leitað til
Svíþjóðar árið 1935. Þá kom hingað tíl lands sænski hagfræð-
ingurinn Erik Lundbergh og dvaldi hér í þrjá og hálfan mánuð
síðla sumars og fram á haust. Hann skilaði miklu starfi. Tillögur
hans voru lagðar fram á Alþingi árið 1937.
Hagfræðinganefndin 1946 Síðan kom hagfræðinganefndin
svokallaða til sögunnar undir lok ársins 1946.1 henni voru Jónas
Haralz hagfræðingur, Klemens Tryggvason hagstofustjóri og
háskólamennirnir Gylfi Þ. Gíslason og Ólafur Björnsson. Hver
kom frá sínum stjórnmálaflokki. Jónas var skipaður af Sósíalista-
flokknum, Klemens af Framsóknarflokki, Gylfi af Alþýðuflokki
og Ólafur Björnsson af Sjálfstæðisflokki. Rikisstjórn Ólafs
Thors, nýsköpunarstjórnin, sem saman stóð af Sjálfstæðisflokki,
Sósíalistaflokki og Alþýðuflokki, var þá nýbúin að segja af sér og
var sett á 12 manna nefnd tíl að ræða möguleika á myndun
nýrrar ríkisstjórnar og bað hún hagfræðinganefndina um álit
sem hún og fékk. Eftír rúmlega þriggja mánaða þóf tókst að
Eysteinn heitinn Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks, var t.d. einn þeirra sem var
afskaplega mótfallinn því að setja Efnahagsstofnun á fót og vildi að hagfræðingar yrðu
kallaðir til af stjórnvöldum hverju sinni til að gefa álit.
52