Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2002, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.01.2002, Blaðsíða 53
EFNAHAGSRÁÐGJAFAR BÍKISSTJÓRNfl mynda ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar í febrúarbyrjun 1947. Síðar á því ári voru þeir Olafur Björnsson og Gylfi Þ. Gíslason kallaðir tíl að gefa rikissbórn Stefáns Jóhanns álit. Gylfi var þá orðinn prófessor í viðskiptafræðum við Háskóla íslands, Olafur varð hins vegar prófessor í hagfræði ári síðar, 1948. Hag- fræðinganefndin, þ.e. ijórmenningarnir Jónas, Klemens, Gylfi og Olafur, var síðan aftur kölluð tíl álitsgerðar árið 1948 fyrir ríkisstjórn Stefáns Jóhanns. Þáttur Benjamíns J. Eiríkssonar En þá er komið að þættí Benja míns J. Eiríkssonar hagfræðings. Hann var kallaður heim til íslands árið 1949 að beiðni ríkisstjórnar Stefáns Jóhanns Stefánssonar. Sagt er að Bjarni Benediktsson, sem var utanríkis- ráðherra í þeirri stjórn, hafi hitt Benjamín útí í Washington í Bandaríkjunum og óskað eftir kröftum hans. Benjamín útskrif- aðist sem doktor í hagfræði frá Harvard háskólanum í Banda- ríkjunum árið 1946 og hóf að því nárni loknu störf hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum í Washington þar sem hann starfaði til ársins 1951. Benjamín útbjó mikla skýrslu fyrir stjórn Stefáns Jóhanns og skilaði henni af sér sumarið 1949. Stjórn Stefáns Jóhanns fór frá í desember 1949. Stjórn Ólafs Thors tók við og fór Ólafur Thors þess á leit við Benjamín að hann kæmi heim aftur um stundarsakir til að veita efnahagslega ráðgjöf. Benja- mín varð við þeirri ósk og sömdu hann og Ólafur Björnsson prófessor skýrslu og frumvarp sem lá til grundvallar gengisbreytingunni 1950. Sú álitsgerð sem þeir gáfu var að miklu lejrti sú sama og Benja- mín hafði skrifað um sumarið árið áður. Benjamín kom síðan alkominn heim frá Alþjóða- sjóðnum í Washington 1951 og var ráðinn sem sér- stakur efnahagsráðunautur ríkisstjórnar íslands, ríkisstjórnar Steingríms Steinþórssonar. Þetta var fast starf hjá Benjamín og var hann samkvæmt þessu íýrsti fastráðni efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar á Islandi. Gegndi hann því starfi til ársins 1953 er hann var ráðinn bankastjóri Framkvæmdabanka íslands. Eitt af fyrstu verkum Benjarrúns var að stofna hagdeild við bankann sem væri stjórnvöldum tíl leiðbeiningar í efnahagsmálum. A þessum tíma voru ekki til neinir þjóðhagsreikningar og lagði Benjamín áherslu á að þeir yrðu gerðir. Torfi Asgeirsson hagfræðingur, sem var starfsmaður hagdeildarinnar, fór út til Bandaríkjanna tíl að kynna sér gerð þjóðhagsreikninga og dvaldi hann þar í sex mánuði. Bjarni Bragi Jónsson kom til starfa hjá hag- deild Framkvæmdabankans árið 1955 og hóf störf við gerð þjóðhagsreikninga með Torfa. Það var svo árið 1960 sem bankinn birti fyrstu þjóðhags- reikninga Islendinga. Júnas Haralz, annar fastráðni efnahagsráðgjafinn Jónas Haralz hagfræðingur varð annar fastráðni efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar á íslandi - kom næstur á eftír Benjamín. Hann var ráðinn sem efnahagsráð- gjafi vinstri stjórnar Hermanns Jónassonar árið 1957 og hélt því starfi áfram fyrir stjórn Emils Jónssonar sem tók við völdum á Þorláksmessu 1958 og sömu- leiðis fyrir viðreisnarstjórn Ólafs Thors sem komst til valda í nóvember 1959. Jónas var í starfi ethahags- ráðgjafa þeirrar ríkisstjórnar tíl ársins 1961. Hann vann því jafnt fyrir vinstri stjórnir sem hægri stjórn á þessum árum. Því má bæta við að Jónas var settur ráðuneytisstjóri í við- skiptaráðuneytinu árið 1958 í Jjarveru Þórhalls Asgeirssonar sem hóf störf til fjögurra ára hjá Alþjóðagjaldejrrissjóðnum í Was- hington. Ur viðskiptaráðuneytínu fór Jónas árið 1961 þegar sér- stakt efnahagsráðuneyti var stofnað. Þar var hann skipaður ráðu- neytisstjóri ásamt því að vera sérstakur ráðunautur stjórnvalda í markaðsmálum Evrópu. Efnahagsráðuneytíð var síðan lagt niður árið 1962 þegar Ethahagsstofnunin tók tíl starfa og varð Jónas fyrsti forstjóri hennar. Efnahagsstofnun hafði sérstaka stjórn yfir sér. Fyrsta stjórn hennar var skipuð þeim Sigtryggi Klemens- syni, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, Hemensi Tryggva- syni hagstofustjóra, Jóhannesi Nordal seðlabankastjóra og Benja- mín J. Eiríkssyni, bankastjóra Framkvæmdabankans. Saga efnahagsráðgjafa ríkisstjórna á Islandi sýnir að þeir hafa komið og farið - og í raun má segja það sama um efnahagsstofn- anir; að minnsta kosti hefur verið auðvelt að skipta um nöfn á þeim. Auðvitað er allt breytíngum háð í henni veröld og auðvelt að falla í þá grytju að hafa „nostalgíu" gagnvart gömlum stofn- unum sem baðaðar hafa verið miklum Ijóma. Eftír stendur hins vegar að það er sitthvað að leggja niður fúnksjónir eða að skipta um nafn á þeim - sem og á yfirmönnum þeirra. 35 Öryggisskáparnir frá Rosengrens eru traust geymsla fyrir peninga, skjöl, tölvugögn og önnur verð- mæti. Skáparnir sem em í hæsta gæðaflokki fást í ýmsum stærðum og gerðum. Kynnið ykkur úrvalið. Bedco & Mathiesen ehf Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími 565 1000 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.