Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2002, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.01.2002, Blaðsíða 50
EFNAHAGSRADGJAFAR RÍKISSTJÓRNfl Benjamín J. Eiríksson var fyrsti sérráSni efnahagsrádgjafi ríkis- stjórnar á Islandi, ríkisstjórnar Steingríms Steinþórssonar. Hann gegndi því starfi frá 1951 til 1953. Jónas Haralz var ráðinn efna- hagsráðgjafi ríkisstjórnar Her- manns Jónassonar árið 1957 og gegndi því starfi einnig hjá ríkis- stjórn Emils Jónssonar 1959 og hjá viðreisnarstjórn Olajs Thors, þ.e. út árið 1961. Þórður Friðjónsson var efnahags- ráðgjafi ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens frá haustmánuðum 1980 til 1983 oggegndi því starfi síðan áfram fyrir ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar frá 1983 til ársloka 1986. Bolli Héðinsson var efnahagsráð- gjafi ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar frá desember 1986 fram á sumar 1987. Hann varð síðan aftur efnahagsráðgjafi ríkis- stjórnar Steingríms árið 1990 og gegndi því starfi fram til vorsins 1991. Sérráðnir efnahagsráðgjaf starfa td. fyrir hagsmunasamtök eða banka o.s.frv. Þjóðhags- stofnun á að gegna því hlutverki að vera óháð greiningarstöð efnahagslífsins. Þetta er hagkvæm lausn fyrir þing, stjórnvöld og almenning.“ Déilan ekki ný af nálinni Deilan um Þjóðhagsstofnun er í raun ekki ný af nálinni. Frá upphafi hafa verið vangaveltur uppi um hana, hvaða fyrirkomulag væri best, og hvort það ætti að breyta henni. Umræða um breytingar kom oft upp á meðan Jón Sigurðsson var forstjóri á árunum 1974 til 1987. A árunum í kringum 1991, þegar viðeyjarstjórnin var mynduð og Davíð Oddsson varð forsætisráðherra, sögðu ijölmiðlar frá hug- myndum um að breyta stofnuninni. Þótt rætt hafi verið um breytingar á henni var samt aldrei rætt um að leggja hana niður, fyrr en á vormánuðum í fyrra eftir að spár hennar og álit féllu litt í kramið hjá Davíð. Og förum enn lengra aftur í tímann. Miklar deilur og pólitískt fjaðrafok urðu árið 1962 um það hvort rétt væri að setja Efnahagsstofnun á fót og hvort hún ætti rétt á sér. Á þeim tíma vildi stjórnarandstaðan ekki með nokkru móti fallast á að ríkisstjórnin hefði tæknilega aðstoð í formi stofiiunar og nefndi þau rök að það myndi skerða áhrif og völd stjórnmála- manna en auka áhrif embættismanna og efnahagsráðgjafa. Eysteinn heitinn Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks, var t.d. einn þeirra sem var afskaplega mótfallinn því að setja Efna- hagsstofnun á fót og vildi að hagfræðingar yrðu kallaðir til af stjórnvöldum hverju sinni til að gefa álit. En viðreisnarstjórn Olafs Thors gaf sig ekki og Efnahagsstofnunin varð til. Jónas Haralz, fyrsti forstjóri Efnahagsstnfnunar jónas Haralz hagfræðingur var fyrsti forstjóri Efnahagsstofnunar og var mjög náið samstarf á milli hans og forsætisráðherranna í Við- reisnarstjórninni, þeirra Olafs Thors árið 1962 og Bjarna Benediktssonar 1963-1970. Sá reginmunur var á Efnahags- stofnun og Þjóðhagsstofnun að sú fyrrnefnda var hugsuð sem ráðunautur ríkisstjórnarinnar og starfaði mjög náið með henni og einstökum ráðherrum hennar. Hún heyrði beint undir for- sætisráðherra og vann mikið af skýrslum fyrir ríkisstjórnina. Þótt Efnahagsstofnun heyrði beint undir ráðherra hafði hún yfir sér sérstaka stjórn sem hins vegar Þjóðhagsstofnun hefur ekki haft. Og á þessu er talsverður munur, að margra mati. Það var ekki fyrr en árið 1966 sem Efnahagsstofnun sendi frá sér sína fyrstu opinberu skýrslu. Þá var komið svonefnt hagráð sem þeir Gylfi Þ. Gíslason, þáverandi viðskiptaráðherra, og Magnús Jónsson, þáverandi íjármálaráðherra, voru í forsvari fyrir. Efnahagsstofnun gegndi ritarastörfum fyrir hagráð frá ár- inu 1965 og um leið komst stofnunin í aukið samband við hags- munasamtök, eins og bændasamtökin, samtök útvegsmanna, verkalýðsfélög og fleiri félög sem tóku að leita til stofnunar- innar eftir upplýsingum. Halda má því fram að það hafi einmitt verið þessi vinna sem leiddi til þess að starfsemi hennar ein- skorðaðist ekki lengur við ríkisstjórnina heldur varð almenn- ari. Þessi almenna vinna varð síðan enn viðameiri með tilkomu Þjóðhagsstofnunar. Jónas Haralz var forstjóri Efnahagsstofn- unar til ársins 1969 er hann varð bankastjóri Landsbankans. Bjarni Bragi tóh Við af Jónasi Bjarni Bragi Jónsson hagfræð- ingur, sem verið hafði í hagdeild Framkvæmdabankans frá árinu 1955 og síðar hjá Efnahagsstofnun, tók við af Jónasi sem forstjóri Efnahagsstofnunar og gegndi því starfi til ársins 1972 þegar stofnunin var lögð niður af vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar. Um Efhahagsstofnun var í raun stofnuð sérstök deild í Fram- kvæmdastofnun ríksins, hagrannsóknardeild. Það var því fyrst og fremst um nafnabreytingu að ræða. Eflaust hefur það lika haft eitthvað að segja fyrir ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar að Bjarni Bragi hafði sem forstjóri Efnahagsstofnunar unnið náið með viðreisnarstjórninni og nýir herrar því viljað breyta til varð- andi efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar - sem jú forstjóri Efiia- hagsstofnunar var óumdeilanlega á þessum árum. Vísa má til 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.