Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2002, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.01.2002, Blaðsíða 22
QRCfl-HÓPURINN KLOFINN að við hagstæðustu lán hópsins, en um 4,4 miðað við fremur óhagstæð lán. Erfitt er að gera sér aknennilega grein fyrir þessu. Orca-hópurinn keypti 26,5% hlut í FBA í byijun ágúst 1999 á um 5 milljarða og tók lán fyrir þeim kaupum, m.a. stóran hluta hjá seljandanum Scandinavian Holding S.A. sem er félag í eigu sparisjóðanna. Orca-hópurinn hélt áfram að kaupa í FBA og átti orðið ydir 30% hlut í honum þegar hann var sameinaður Islandsbanka. Við sameininguna var hlutur dótturfélags Orcunnar, FBA Holding S.A, metinn á 14,7%. Síðan hefur Orca- hópurinn haldið áfram að kaupa í Islandsbanka og er hlutur hans núna í gegnum FBA Holding og fleiri félög um 18,3%. Mið- að við að gengið þurfi að vera 4,0 hið lægsta til að ijárfesting hópsins skili sér á sléttu hefur hópurinn lagt að minnsta kosti um 7,3 milljarða í bankann þegar búið er að taka fjármögnunar- kostnaðinn inn í dæmið. Hópurinn klofnaði í fyrrasumar Því er haldið fram að Orca- hópurinn hafi í raun klofnað í fyrrasumar; að þá hafi komið á daginn að hugmyndir Jóns Olafssonar færu ekki lengur saman við hugmyndir þeirra Jóns Asgeirs og Þorsteins Más um framtíð Islandsbanka - og hvernig Orca-hópurinn ætti að beita sér. Ekki virðist ljóst út á hvað þessi ágreiningur gekk. Því er þó haldið fram að Jón Olafsson hafi viljað spila „harðari bolta“ en þeir Jón Ásgeir og Þorsteinn Már. Ef „sá harði bolti“ táknar að hann hafi viljað að hópurinn næði meiri völdum og áhrifum innan bankans er erfitt að sjá hvernig það hefði átt að verða nema þá hugsan- lega í gegnum lífeyrissjóðina, t.d. IJfeyrissjóð Framsýnar og Líf- eyrissjóð verslunarmanna sem eiga stóran hlut og eiga sinn stjórnarmanninn hvor í bankanum. Hvers vegna svo mikil völd lífeyrissjóðanna? Raunar má veita því athygli að hlutabréfaeign þessara lífeyrissjóða er hlutfalls- lega miklu meiri í Islandsbanka en öðrum félögum. Það á sér nokkra sögu og má rekja til forvera Islandsbanka; Iðnaðar-, Alþýðu-, Verslunar- og Utvegsbankans. Iifeyrissjóður verslunar- manna var t.d. mjög sterkur í Verslunarbankanum. En hvers vegna vilja lifeyrissjóðirnir eiga svona stóra hluti í bankanum og halda utan um stjórnartaumana i gegnum tvo stjórnarmenn? Islandsbanki er einfaldlega góður tjárfestingarkostur, liggur beinast við að svara. Valdabarátta, kunna aðrir að segja. Hvert sem svarið er, verður að teljast afar ólíklegt að þessir lífeyris- sjóðir séu, eða hafi verið, tilbúnir til að afhenda eitthvað af völdum sínum og áhrifum til Orca-hópsins með sölu bréfa - þótt auðvitað sé allt falt fyrir rétt verð. Sömuleiðis hefði það orðið ijár- hagslega erfitt fýrir Orca-hópinn að ná meirihlutanum í stjórn bankans; til þess hefði hópurinn orðið að leggja 5 milljarða hið minnsta til viðbótar í púkkið (til að ná öðrum hvorum stóru lífeyrissjóðanna) og jafnvel 10 til 15 milljarða til að kaupa af mörgum smáum og ná hreinum meirihluta. Fyrir er hópurinn mjög skuldsettur vegna fjárfestinga í bankanum. Og við blasir annar þröskuldur og hann kannski stærri og býsna kaldur; fjöldi hluthafa er einfaldlega ekki til í að selja hópnum bréf vegna þess að hann er þeim ekki þóknanlegur; svo umdeildur hefur hann verið frá fýrsta degi. Þáttur Fjármálaeftirlitsins í allri umræðunni um tilboðið frá hópi erlendu fjárfestanna undir forystu Raj Basu í allan hluta Orca-hópsins og skyldra félaga í íslandsbanka hefur vakið athygli að enginn virðist vita hveijir standa á bak við tilboðið né hver Raj Basu raunverulega er. Erlendu aðilarnir leituðu ekki samþykkis Fjármálaeftirlitsins fýrirfram þegar þeir gerðu fýrra tilboðið, eins og þeim bar skylda til samkvæmt 10% reglunni svo- nefndu. Þá hefur Fjármálaeftirlitið ekkert tjáð sig um málið þótt fýrir liggi að það sé með þetta mál til skoðunar. Það mun eflaust gera grein fýrir málinu þegar þar að kemur. Á meðan vita hvorki hinir almennu hluthafar í Islandsbanka né aðrir fjárfestar hvaða breytingar kunna að vera í vændum. Allt þetta brölt í kringum til- boðið er því mörgum lítt til skemmtunar. „Óhelmilt að hafa óeðlileg áhrif á verðmynduiT Gunnar Jóns son lögmaður, sem hefur haft milligöngu varðandi hið erlenda tilboð, hefur verið í sambandi við Fjármálaeftírlitið. Það er einkum tvær lagagreinar sem snúa að Fjármálaeftirlitinu vegna þessa tilboðs. Samkvæmt 10. grein laga um viðskiptabanka og sparisjóði skulu aðilar, sem hyggjast eignast virkan eignarhlut í viðskiptabanka (en virkur eignarhlutur telst 10% hlutur), leita samþykkis Fjármálaeftirlitsins fýrirfram. Reynist tilboðið vera skrípaleikur og leiksýning til þess eins gert að tala gengið upp kveða lögin nokkuð fast að orði um slíkt og þar verður forvitni- legt að sjá hvernig Fjármálaeftirlitið tekur á málum þegar þar að kemur. En í 38. grein laga um verðbréfaviðskipti í kaflanum um meðferð trúnaðarupplýsinga, viðskipti innheija og markaðsmis- notkun segir: „Oheimilt er einstaklingum eða lögaðilum að taka þátt í, stuðla að eða hvetja til viðskipta með verðbréf eða annarra aðgerða í því skyni að gefa ranga mynd af umfangi viðskipta með tiltekin verðbréf eða hafa óeðlileg eða óhæfileg áhrif á verð- myndun í ve rðb réfavi ð sk i pt u m. “ Mismunandi staða fjórmenninganna Fkki er nokkur vafi á að fjárhagsstaða fjórmenninganna, sem stofnuðu Orca-hópinn, er misjöfn. Alir hafa þeir Jjárfest víða á eigin vegum undanfarin ár og hafa skuldsett sig vegna þeirra kaupa. Fjárhagsstaða Þorsteins Más og Jóns Ásgeirs er örugglega sterkust Erfitt er að átta sig á fjárhagslegum styrk Jóns Olafssonar um þessar mundir; en augljóslega eru miklar skuldir fýrirtækis hans, Norðurljósa, mjög íþymgjandi fýrir hann. Hins vegar er á bratt- ann að sækja hjá Eyjólfi Sveinssyni og þungt hjá honum - svo ekki sé fastara að orði kveðið. Hvað gerir Fjármálaeftirlitið? Það hvarflar ekki að nokkrum manni að Þorsteinn Már og Jón Ásgeir séu á leið út úr Islands- banka á næstunni og selji erlendu fjárfestunum hluti sína í bank- anum í ljósi þeirra orða Jóns Ásgeirs að um „leikrit" sé að ræða varðandi hið erlenda tilboð. Hins vegar má ætla að framhaldið snúist miklu frekar upp í það að menn bíði spenntir eftir við- brögðum Fjármálaeftirlitsins, komist það að þeirri niðurstöðu að leiksýning hafi verið sett á svið til að tala upp gengi bréfa í íslandsbanka. Þá færist fýrst fjör í leikinn. Það hefur alltaf verið fjör í kringum Orca-hópinn! S5 Hins vegar má ætla að framhaldið snúist miklu frekar upp í það að menn bíði spenntir eftir viðbrögðum Fjármálaeftirlitsins, komist það að þeirri niðurstöðu að tilboðið hafi verið sett á svið og sé leiksýning. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.