Frjáls verslun - 01.01.2002, Blaðsíða 84
Nýjar áherslur
í flugstöðinni
Um það bil 1,4 milljónir farþega fara árlega um flugstöðina.
Aárinu 2000 var stofnað hlutafélag
um rekstur Flugstöðvar Leifs
Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli
en fram til þess höfðu tvær ríkis-
stofnanir séð um reksturinn. Annars
vegar um fasteignina en hins vegar um
fríhöfnina. Eftir stofnun félagsins, sem
heitir Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf., sér
það um rekstur bæði hússins og fríhafn-
arinnar. „Hlutverk okkar er tvíþætt,"
segir Höskuldur Asgeirsson, fram-
kvæmdastjóri flugstöðvarinnar. „Annars
vegar að leigja út rými undir ýmsa starfsemi í flugstöðinni,
hvort sem það er veitingasala, verslun, bílaleiga eða afþrey-
ing og með því að sjá um almennan rekstur fasteignarinnar
og hins vegar að sjá um rekstur fríhafnarinnar. I fríhöfninni er
áhersla lögð á að selja vöruflokka eins og áfengi, tóbak,
snyrtivörur og sælgæti. Við rekum sem stendur þrjár versl-
anir í byggingunni, tvær í norðurenda og eina í suðurend-
anum en í vor munu tvær nýjar verslanir
verða opnaðar í suðurbyggingunni."
Nýir samningar Á árinu munu allflestir
þjónustusamningar flugstöðvarinnar
renna út og Höskuldur segir undir-
búning að nýjum samningum í gangi.
„Það er ljóst að við munum væntanlega
fara í forval með ýmsa þætti í starfsem-
inni og kalla eftir nýjum hugmyndum
hvað varðar verslun og þjónustu," segir
hann. „Ef af þessu verður munum við
kynna þetta nú í vor en eftir því sem verið hefur í þróun flug-
stöðva víða um heim er greinileg þörf á breytingum. Við
sjáum fyrir okkur fjölda lítilla sérverslana og matsölustaða og
ýmiss konar afþreyingu sem auðveldar fólki að staldra lengur
í flugstöðinni. Þar á meðal sérstaka aðstöðu fyrir börn á ferða-
lögum en hana hefur skort nokkuð."
Nýja suðurbyggingin sem tengd er þeirri „gömlu“ er
Flugstöðvar eru æ meira að
fœrast í þá áttina að verða
afþreyingarstaðir um leið og
þærgegna hefðbundu hlutverki
biðstöðva og innritunarstöðva
fyrir flug.
Eftír Vigdísi Stefánsdóttur Myndir: Geir Ólafsson
84