Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2002, Blaðsíða 101

Frjáls verslun - 01.01.2002, Blaðsíða 101
Hvítvín Chapoutier-Cuante Alouette á 2.490 krónur Gazela á B40 krónur Rauðvín Clancy’s á 1.700 krónur Rosemount Mountain Blue Shiraz-Cabernet Sauvignon á 3.120 krónur Peter Lehmann Cabernet Sauvignon á 1 700 krónur VÍNUMFJÖLLUN SIGMARS B. ilmi og bragði. Vínið er purpurarautt á litinn með ijólubláum tón. Af því er ljúft bragð af sveskjum, jarðarberjasultu og súkkulaði, en einnig má merkja bragð af svörtum pipar. Þetta er vel gert vín, gott jafnvægi á milli sýru og sætu og fyllingin er frábær. Það eru mjög góð kaup í þessu víni en flaskan kostar 1.700 krónur. Eins og áðurnefndu vínin passar þetta mjög vel með lambi sem kryddað er með hvítlauki og timian. Þessar þijár rauðvínstegundir, sem hér hafa verið nefndar, eru góð dæmi um þá miklu þróun sem orðið hefur í víngerð Astrala á allra seinustu árum. GÓð hvitvín en Ólík Meðal spennandi vína sem nú eru á reynslulista ATVR er hvítvínið Chante-Aloutte frá hinum virta vínframleiðanda Chapoutier. Chapoutier er ijöl- skyldufyrirtæki sem stofnað var árið 1808 og er það i Rho- nedalnum í Suður-Frakklandi. Frá Chapoutier koma einmitt sum af bestu Rhonevínunum. Chante-Aloutte er eitt af þeim og er þetta vín eitt af einkennisvínum fyrir- tækisins ef svo má segja. Þetta töfrandi vín er ræktað efst á Hermitagehæðinni og er það pressað úr Marsanne- þrúgunni. Vínið er nánast brúnleitt á litinn, af því er frek- ar lítill ilmur en bragðið er mikið, minnir á hunang, peru, sítrusávexti og krydd. Þetta er sérstakt vín og óvenjulegt. Rauðvín er 80% alls víns sem framleitt er í Rhonedalnum. Chante-Aloutte er því forvitnilegt vín sem allir þeir sem áhuga hafa á góðu víni ættu að bragða á og kynnast. Annað athyglisvert vín, sem nú er í kjarna, þ.e.a.s. á að vera til í öllum helstu verslunum ATVR, er portú- galska hvítvínið Gazela. Mörgum finnst þetta vín ekki ýkja merkilegt en ég er því ekki sammála. Þetta vín er svokallað grænt vín eða Vinho Verde. Vínið er alls ekki grænt heldur á að drekka það mjög ungt. Vinho Verde vínin koma frá Minho héraðinu í Portúgal sem af mörgum er talið vera fallegasta hérað landsins. Vín- viðurinn er vægast sagt sérstakur en hann fær að vaxa óhindrað og getur orðið allt að 12-15 metra hár. Þar sem þrúg- urnar vaxa í þetta mikilli hæð verða þær fyrir meiri áhrifum af sól og vindi. Vínið verður því sýruríkt og þurrt þó af því sé ljúfur ávaxtakeimur. Vinho Verde-vínunum er fljótlega tappað á flöskur eða í mars - apríl. Nokkur geijun heldur því áfram í flöskunni. Þess vegna örlar fyrir bólum í víninu eins og í kampavíni, en Bretar segja að vínið sé „crackling" og Þjóð- verjar segja að það sé „spritzig". Þetta er frískandi vín sem kitlar tunguna. Gazela er á góðu verði en flaskan kostar 840 krónur. Vinho Verde-vín er best að drekka ein og sér, t.d. í stað- inn fyrir bjór eða sterka drykki. : víni á Sigmar B. Hauksson mælir með eftirtöldum uínum: Glas af tfíni á Okurverði Verð á hádegismat á islenskum veit- ingahúsum er orðið mjög sanngjarnt. Hægt er orðið að fá góða máltíð á 950-1.150 krónur. Hins vegar versnar málið heldur betur ef gesturinn ætlar að fá sér glas af víni með matnum. Undirritaður þurfti að borga 600 krónur fyrir glas af lélegu kassavíni á veitingahúsi hér í Reykjavík, þetta er náttúrulega hreint okur. A öðrum stað kostaði glasið 550 krónur, þar var það hvítvín og var hreinlega ódrekkandi. A tveimur veitinga- stöðum sem við heimsóttum vissi starfsfólkið ekki einu sinni hvaða tegund vínið var. Svona okur er óþolandi og óþarft, það er því ekki að furða að erlendir ferðamenn kjósi að drekka vatn með matnum. 33 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.