Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2002, Blaðsíða 72

Frjáls verslun - 01.01.2002, Blaðsíða 72
Spilin Gettu betur og Viltu vinna millj- ón? urðu feykivinsæl fýrir síðustu jól. Bæði spilin eru byggð á spurn- ingaleikjum sem hafa orðið vinsælir í sjónvarpi og gefa þannig þátttakendum færi á að máta sig að einhveiju marki við leikina sjálfa. Hagkaup lét framleiða spilin fyrir sig og seldi til sinna viðskiptaaðila en margir aðrir hefðu viljað vera með í þeirri sölu en fengu ekki. „Þeir sem gagnrýna það að hafa ekki fengið spilin í sölu þurfa að hugleiða það að við létum framleiða spilin fyrir okkur sérstaklega. Þannig var hægt að Vyggja þeim sem hugmyndina áttu að engin ijárhagsleg áhætta fylgdi framleiðslunni,“ segir Finnur Árnason fram- kvæmdastjóri Hagkaupa. „Við höfum gert þetta áður með spil og gengið vel og má nefna sem dæmi Síðasta bæinn í dalnum. Markmið okkar er að bjóða góða vöru á góðu verði og teljum við að það hafi tekist." Gettu betur var framleitt í 8.000 eintökum og Viltu vinna milljón í 5.000 eintökum. Eftir Vigdísi Stefánsdóttur Myndir: Geir Ólafsson Spurningar og skemmtiatriði Þeir eru tveir sem standa á bak við spilið Gettu betur, Trausti Hafsteinsson og Gunnar Sturla Hervarsson, báðir kennarar. „Við fórum að fikra okkur áfram með hugmyndina fyrir tveimur árum og sáum fram á að þetta gæti gengið,“ segir Trausti. „Við fengum Illuga Jökulsson í lið með okkur til að búa til spurn- ingar því að við sáum fram á að þær sem eru í keppninni væru ef til vill of flóknar. Annars er spilið að mestu byggt upp eins og keppnin. I því eru þrenns konar spurningar, bjölluspurningar, vísbendingaspurningar og hraðaspurningar og í kassanum er bjalla, tímamælir og allt annað sem þarf. Til að auka ljölbreytnina og skemmtunina geta þátttakendur einnig lent í því að flytja skemmtiatriði eða leiðrétta staðreyndavillur í texta. Grafískur hönnuður spilsins er Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson og þykir hönnunin hafa tekist vel. Hagkaup keypti allt upplag spils- ins og nú eru þeir félagar að undirbúa barnaútgáfu og útgáfu í öðrum löndum. Tveggja ára birgðir Tveir ungir menn hjá Veruleika hf. fengu hugmyndina að spilinu Gettu betur og sneru sér til Hagkaupa. Þar var þeim vel tekið og voru framleiddar um 8.000 einingar, sem seldust mjög vel að sögn Finns. Hins vegar voru það aðilar innan Hagkaups sem komu auga á spilið Viltu vinna milljón? í Bretlandi og hafði Hagkaup sam- vinnu við Norðurljós hvað það spil varðaði. Það var framleitt í 5.000 eintökum og seldist einnig vel. „Við miðuðum við að eiga um það bil tveggja ára birgðir af spilunum en salan fór fram úr björtustu vonum okkar og því er sýnt að við munum þurfa að framleiða meira af þeim á næsta ári til að eiga nóg,“ segir Finnur. „Við erum þannig meira en sáttir við útkomuna og það hvetur okkur til að halda þess konar framleiðslu áfram." Marltaðssókn erlendis „Við erum farnir að kanna markaðinn erlendis og það lítur ágætlega út,“ segirTrausti. „Einnig það sem við höfum skoðað varðandi barnaútgáfu af leiknum og við áætl- um að bæta inn spurningum í fullorðinsleikinn um það bil annað hvert ár.“ Allt að 36 manns geta leikið í einu eftír þvi sem leikregl- ur segja tíl um en Trausti segist hafa leikið mest með 24. „Það gekk mjög vel, en einn af kostum leiksins er einmitt sá að maður er alltaf með, en ekki alltaf að bíða á meðan aðrir eru að gera. Séu mjög margir leikmenn er þeim einfaldlega skipt upp í lið.“ Trausti segir það hafa komið þeim félögum á óvart hversu dýrt þetta var. „Við gerðum okkur enga grein fyrir því í upphafi ferðar að þetta yrði svona dýrt, en hins vegar gerðum við nákvæma áætlun og hún hefur staðist ágætlega. Nú er bara að halda áfram.“ B!1 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.