Frjáls verslun - 01.01.2002, Blaðsíða 92
FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR
Saga Boutique í Leifsstöð
Verslunin er falleg og vel upp sett. Auðvelt er að finna vörur við hœfi hvers og eins, og verð-
lagið er frábœrt.
Elín Brynjólfidóttir og Guðrún Skúladóttir í Saga Boutique.
að er vel þess virði að taka sér góðan tíma til að skoða og
versla þegar farið er til útlanda þar sem verðlag í Leifs-
stöð er talsvert lægra en fólk á að venjast og merkjavara
sennilega ódýrust í Evrópu. Það stafar m.a. af því að árið 1999
gengu í gildi reglur innan Evrópusambandsins þar sem toll-
frjáls sala var afnumin og við það myndaðist sérstaða nokkurra
landa sem standa utan sambandsins og þar á meðal Islands.
TOll- 09 skattfrjáls verslun í Saga Boutique fataversluninni í
Leifsstöð, sem er lítil og hlýleg verslun rétt við veitingasalinn í
Leifsstöð, er að finna frábært úrval af vönd-
uðum flíkum og íýlgihlutum. Verslunin
býður annars konar vöruúrval en boðið er
um borð í flugvélum, þ.e. fatnað og skó
fýrir dömur og herra. „Markmið okkar
með versluninni er að höfða til þeirra sem
ferðast mikið og við byggjum á merkjum
sem íslendingar þekkja og treysta,“ sagði
Elín Brynjólfsdóttir í Saga Boutique.
„Við flytjum sjálf inn okkar vörur og
getum þannig náð því að vera með mjög
gott verð og þar sem hér í flugstöðinni er öll
verslun toll- og skattfrjáls er verðið við-
skiptavininum mjög hagstætt. Við bjóðum
lægstu verð á Boss fatnaði í Evrópu og þetta
vita viðskiptavinir okkar," segir Guðrún
Skúladóttír í Saga Boutique. „Miklu máli
skiptir að fólk gefi sér góðan tíma á flugvell-
inum lýrir brottför til að skoða og finna
þannig það sem þvi hæfir.“
kvenfatadeild. í herradeildinni er mest áberandi
fatnaður frá Boss og skór frá Lloyd en í kven-
deildinni má sjá fatnað frá Sand, DKNY, veski frá
Longchamp, skó frá J.B. Martin og lýlgihlutí frá
ýmsum þekktum framleiðendum.
„Okkar helstu viðskiptavinir hér eru Islend-
ingar og Skandinavar sem lýrir löngu eru búnir
að sjá það hversu hagstætt er að versla hér,“
segir Guðrún. „Við bjóðum fólki að hringja og
panta og þá bíður varan einfaldlega eftír því
þegar það kemur, en það er til hagræðis íýrir þá
sem hafa lítinn tíma og hefur mælst vel fýrir. Það er líka hægt
að senda okkur tölvupóst á sagastore@icelandair.is eða hringja
í síma 425 0345.“
Þó að verslunin sé ekki stór um sig er úrvalið fjölbreytt og
mjög oft er skipt um vörur og boðin sértilboð. Þess er gætt að
eiga vörur fýrir allar árstíðir og tekið tíllit til þess að fólk er að
ferðast til ýmissa landa og þarf ef til vill sólarfatnað að vetri til.
Þess má að lokum geta að þeir sem versla í Saga Boutíque,
hvort sem það er í Leifsstöð eða í flugvélinni, fá við það ferða-
punkta í Vildarklúbbi Flugleiða. H5
Saga Boutique á vegum Flugleiða
sér um tollfrjálsa sölu bæði í flug-
vélum og í Leifsstöð. Boöið er upp
á að panta fyrirfram vörur úr vöru-
lista Saga Boutique í flugvélum í
síma 50 50 305 og á vefsíðunni
www.sagaboutique.is
Vönduð merkl Þegar litast er um í versl-
uninni má sjá að hún skiptist í herra- og
92