Frjáls verslun - 01.01.2002, Blaðsíða 85
FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR
Höskuldur Ásgeirsson, framkvœmdastjóri Flugstöðvar Lei/s Eirtks-
sonar: „Það er klárt mál að við erum í samkeþþnisumhverfi og skiþtir
miklu máli að vel takist til. “
Við sjáum fyrir okkur fjölda lítilla sérverslana og matsölustaða og ýmiss
konar afþreyingu sem auðveldar fólki að staldra lengur við í flugstöðinni.
Suðurbyggingin - svceðið fyrir farþega utan Schengen - er rúmgóð og
þar er áœtlað að fiölga mjög afþreyingarstöðum og verslunum.
16.000 fm að stærð. Henni er að mestu fulllokið, fyrir utan
útleigusvæði. Verið er að koma fyrir plasmaskjám sem sýna
komu- og brottfarartíma flugvéla og aðrar upplýsingar, en
þeir munu einnig nýtast fyrir tilkynningar eða fréttir
farþegum til afþreyingar. Um flugstöðina fara árlega um 1,4
milljónir farþega og af þeim eru um 350 þúsund skiptifar-
þegar, þ.e. farþegar sem einungis stoppa til að skipta um flug-
vél. Meðaleyðsla á hvern farþega er um 35-40 dollarar.
Samkeppni við aðrar flugstöðvar „Það er klárt mál að við
erum í samkeppnisumhverfi og skiptir miklu máli að vel
takist til,“ segir Höskuldur. „Gjöld þeirra sem hér lenda þurfa
að vera í samræmi við það sem annars staðar er og þjónustan
auðvitað líka. Heildarljárfesting hér er um 11-12 milljarðar og
það skiptir okkur miklu máli að geta nýtt þessa fjárfestingu
vel. Heildarvelta fyrirtækisins er um 4,5 milljarðar og þannig
er það með stærstu fyrirtækjum á svæðinu og veitir fjölda
manns vinnu. Tekjur okkar eru af fríhafnarrekstri, leigu á
þjónusturýmum og innritunargjöldum farþega, þannig að far-
þegi sem eyðir lengri tíma hér er mikils virði.“
Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. er þátttakandi í metn-
aðarfullu markaðssamstarfi í Bandaríkjunum undir merkjum
Iceland naturally. Vefsíða þessa verkefnis er
www.icelandnaturally.com þar sem sjá má fréttir frá land-
inu, myndir og ýmsar upplýsingar sem laðað geta erlenda
gesti að. Höskuldur segist mjög ánægður með þessa land-
kynningu þar sem hún sé vel unnin og fagmannleg. Með flug-
stöðinni eru þarna fyrirtæki sem tengjast útflutningi á vöru
og þjónustu og aðrir aðilar sem hafa á stefnuskrá sinni að
kynna land og þjóð. 33
85