Frjáls verslun - 01.01.2002, Blaðsíða 70
SÉRFRÆÐINGAR SPfl í SPILIN
Spuming tilÁstu Bjamadóttur, Ph.D., lektors við Háskólann í Reykjavík, er þessi:
/
Istjórnun er ámngursríkt hópstarfklassískt umrœöuefni. Haft er á
orði aö hetra sé að hrinda hugmyndum í verk sem hópur hefur komist
að niðurstöðu um. En hverjir eru helstu gallar og kostir hópstarjs í
fyrirtækjum? Hverniggeta teymi unnið enn betur?
Hvenær hentar hópstarf
og hvenær hentar það ekki?
Ásta Bjarnadóttur, Ph.D.,
lektor við Háskólann í
Reykjavík: „Teymisvinna á
vinnustöðum er æskileg
þegar viðfangsefnin krefjast
skapandi hugsunar, en
hentar síður þegar um er
að ræða afmarkað
vandamál þar sem eina
rétta niðurstöðu þarf að
finna.“
Teymi er varanlegur hópur einstaklinga
sem vinnur sameiginlega að daglegum
verkefnum og tekur ákvarðanir á þann hátt
að allir eru innbyrðis háðir en hafa þó hver
sitt hlutverk - sbr. fótboltalið.
Teymisvinna á vinnustöðum er æskileg
þegar viðfangsefnin kreijast skapandi hugs-
unar og frumleika í vandamálalausn. Einnig
ef verkefnið krefst þekkingar og/eða
reynslu á mörgum sviðum, sem enginn
einn einstaklingur hefur. Þá benda rann-
sóknir til þess að stuðningur starfsmanna-
hópa við ákvarðanir sé meiri ef ákvörðunin
hefur verið tekin af hópnum eða með sam-
ráði. Þetta getur jafnvel skipt meira máli en
að taka bestu mögulegu ákvörðunina, því
ákvörðun sem ekki kemst í framkvæmd er
lítils virði.
Teymisvinna hentar ekki eins vel þegar
um er að ræða afmarkað og vel þekkt
vandamál þar sem eina rétta niðurstöðu
þarf að finna. Þá er hæfasti einstaklingurinn
betri kostur en teymið. Enn fremur er
ákvarðanataka hópa tímafrek, og hentar því
síður þar sem tími er naumur. Loks getur í
teymi átt sér stað ákveðin dreifing á ábyrgð,
þannig að til verða „laumufarþegar". Því er
mikilvægt að hafa ekki of marga í teyminu -
helst ekki fleiri en fimm til átta - og að hver
og einn hafi skýrt hlutverk, svo að framlag
allra verði sýnilegt.
Rannsóknir á teymum benda til þess að
ákveðnir eiginleikar tengist góðum árangri
teyma. Teymi, sem ná árangri, eru líklegri
til að nota samskiptahætti sem einkennast
af óheftri miðlun upplýsinga, innbyrðis
hjálpsemi, mikilli samhæfmgu og opnum
skoðanaskiptum. Þessir samskiptahættir
koma ekki alltaf af sjálfu sér, og teymi þurfa
skilgreindan tíma til að byggja sig upp og
þróa sín samskipti, en það má gera með
umræðum og æfmgum.
I öðru lagi einkennast bestu teymin af
því að þau lágmarka persónugervingu
ágreinings og setja ágreining ekki upp sem
samkeppni milli manna. Þau ýta hins vegar
markvisst undir verkefnatengdan ágreining
og eru meðvituð um nauðsyn þess að leyfa
rödd hins gagnrýna minnihluta að heyrast,
jafnvel þótt eining og samhljómur minnki
tímabundið. Þá skiptir hvatningarumhverfi
vinnustaðarins miklu máli fyrir árangur
teyma. Endurgjöf frá stjórnendum og form-
leg umbun þurfa að styðja teymisskipu-
lagið. Launakerfi, sem byggist fýrst og
fremst á einstaklingsbundnu mati á frammi-
stöðu, eða stjórnandi, sem hrósar einum í
teyminu en ekki öðrum, geta unnið á móti
hvata manna til að vinna sem teymi.
Loks má nefna leiðtogahegðun innan
teyma, en hún felst m.a. í því að úthluta
verkefnum, draga saman umræðu og til-
lögur, meta frammistöðu og setja markmið.
Rannsóknir benda til að hópar nái betri
árangri ef margir í hópnum, ekki bara einn
leiðtogi, sýna þessa leiðtogahegðun. S3
Teymi, sem ná árangri, eru líklegri til að nota samskiptahætti sem
einkennast af óheftri miðlun upplýsinga, innbyrðis hjálpsemi,
mikilli samhæfingu og opnum skoðanaskiptum.
70