Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2002, Side 56

Frjáls verslun - 01.07.2002, Side 56
„Ekkert að fela!“ Þessi skilaboð voru á auglýsingaborða sem hékk fyrir neðan Branson svífandi yfir Times Square í New York að því er virtist nakinn með risastóran farsíma. Skeggjað, sólbrúnt og veðurbar- ið andlitið og hármakkinn með stæl 9. áratugarins er eitt af þekktustu andlitunum í breskum ijölmiðlum. Richard Branson fer óvíða huldu höfði, því Virgin er alþjóðlegt vörumerki og andlitið á honum fylgir því. Branson, reyndar orðinn Sir Richard, hefur markvisst notað líf sitt og sig sjálfan til að aug- lýsa íyrirtæki sín. En er það nauð- synleg leið til fjár, frama og við- skiptavelgengni? Tvímælalaust ekki. Það eru til góð dæmi um forstjóra sem enginn veit af en sem reka fyrir- tæki af miklum myndarskap. Ein sólarsagan hér er Book People. Forstjórarnir fara með veggjum og fyrirtækið skapar sinn eigin markað, selur vöru sem viðskiptavininum hafði ekki dottið í hug að kaupa. Ekkert að fela!“ Þessi skilaboð voru á auglýsingaborða sem hékk fyrir neðan Branson svífandi yfir Times Square í New York að því er virtist nakinn með risastóran farsíma. Myndatextarnir gáfu óðar til kynna að hann væri á Adamsklæðabúningi ein- um saman. Auglýsingabrella Bransons er hluti tilraunar hans til að komast inn á bandaríska farsímamarkaðinn og hér þarf ærið til. Sá markaður er óárenni- legur miðað við þann evrópska. Hérna megin Atlantshafsins hafa ungir sem aldnir hoppað á farsímana og um og yfir 80 prósent eiga þá. í Bandaríkj- unum eru það aðeins 42 prósent. Þessu ætlar Branson að breyta. I samstarfi við bandaríska símafélagið Sprint ætlar Virgin Mobile USA að selja símana í 11 þúsund búðum um landsins breiðu byggð. Markhópurinn er ungt fólk en það hefur verið Sumir viðskiptajöfrar, eins og Richard Branson, leggja mikiö upp úr athyglinni, jafnvel að pykjast vera naktir. Aðrir, eins og eigendur Book People, álíta pað lykilatriði að vera ópekktir. Sigrún Davíðsdóttir hugar að pessum tveimur andstæðum í bresku viðskiptalífi. „Uúú, er hann ber?' Eftir Sigrúnu Davíðsdóttur í London Auglýsingabrella Bransons er hluti tilraunar hans til að komast inn á bandaríska farsíma- markaðinn og hér þarf ærið til. Sá markaður er óárenniiegur miðað við þann evrópska. 56

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.