Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2002, Page 72

Frjáls verslun - 01.07.2002, Page 72
.atlantsskip.is ★★ Litill, einfaldur og ósköp lát- laus vefur, alls ekkert ósmekklegur en heldur ekk- ert sérlega íburðarmikill og þannig á það kannski að vera. Við fyrstu sýn virðast allar nauðsynlegar upplýs- ingar vera inni á vefnum, t.d. heimilisfang, simanúmer og siglingaáætlun, en þegar nánar er að gáð þá vantar t.d. verðskrána. Fyrir fréttafíkla er kannski fulldjúpt á fréttirnar. 33 www.verdlagsstofa.is ★★tI Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar íslands, bendir á heimasíðu bandaríska hagfrœðingsins Paul Krugmans, www.wws.princeton.edu/~pkrugman, og heimasíðu blaköld- unga, www.blakis.is. Mynd: Geir Ólafsson Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar íslands, notar Netið til að fylgjast með og afla upplýsinga. „Þótt hagfræði og fjármál taki mestan tíma er Netið í raun einnig orðið hluti af flestu öðru sem maður tekur sér fyrir hendur. “ Hér á eftír fara nokkrar síður sem Þórður heimsækir oft. Verðlagsstofa skiptaverðs heldur útí ósköp einföldum og fallegum vefum sem út- skýrir stutt og hnitmiðað á forsíðu til hvers hann eigin- lega er. Vefurinn er prýðilega upp byggður, þar eru helstu upplýsingar sem hægt er að ímynda sér að þurfi að vera og enginn óþarfi. Á listanum til vinstri er hægt að smella á fréttir en kannski hefði mátt lyfta þeim upp strax á forsíðu. Þetta er jú þannig vefur... H3 www.wws.princeton.etlu/-Bhrugman „Þetta er heima- síða bandaríska hagfræðingsins Paul Krugmans sem er afar skarpur penni og sennilega einn bestí starfandi hag- fræðingur í heiminum í dag.“ www.econ.yale.edu/~corsetti/euro „Evran og Evrópu- sambandið eru í brennidepli á þessari síðu, einkum ífá hagfræðilegu sjónarhorni. Markmiðið er að draga að allt efni sem skiptir máli fyrir framvindu evrunnar og samrunans í Evrópu. Síðan hentar því mjög vel hvort sem er tíl að fylgjast með eða til rannsókna.“ WWW.oecd.org ,Á þessari siðu er að finna hafsjó af upp- lýsingum um efnahagsmál í heiminum. Sama gildir um www.imf.org.“ WWW.nyse.com „Heimasíða Kauphallarinnar í New York, stærstu kauphallar í heimi.“ WWW.hydro.com „Ég fylgist enn vel með fyrirtækinu Norsk Hydro frá því ég leiddi viðræður við fyrirtækið. Þótt margir hafi horn í síðu Norðmanna vegna þess að þeir féllu frá áformum sínum hér á landi, má ekki gleyma að sennilega væri ekkert álverkefni til staðar fyrir austan, ef þeir hefðu ekki þróað umrætt verkefni." WWW.blakiS.iS „Þetta er heimasíða blaköldunga í ÍS þar sem ég er meðal leikmanna." H3 www.3x.is ★★^ 3x stál er með snyrtilegan vef sem ætlaður er fyrir erlendan markað. Vefurinn er alls ekkert illa upp byggður og kynnir fyrir- tækið, starfsemi þess og framleiðsluvörur. Þegar smellt er á íslenska fánann kemur upp öðruvísi forsíða, sumsé fréttír og það er kannski fyllilega rökrétt ef meirihlutí erlendra gesta er að koma þarna inn í fyrsta sinn til að kynna sér fyrirtækið og starfsemi þess. Textarnir eru sómasamlegir í heild sinni. Myndir eru fáar, einna helst grafík+fiskur í umgjörð vefsins. Með fréttunum eru þó myndir af framleiðslutækjum. HO Lélegur ★ ★ Sæmilegur ★★★ Góður ★★★★ Frábær Miðað er við framsetningu og útlit, upplýsinga- og fræðslugildi, myndefni og þjónustu. Guðrún Helga Sigurðardóttir. ghs@heimur.is

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.