Morgunn


Morgunn - 01.06.1969, Page 23

Morgunn - 01.06.1969, Page 23
MORGUNN 17 þeirra, sem á hann hlýddu meðal annars vegna þess, að hann var að ýmsu leyti í samræmi við eldfornar arfsagnir þessara þjóða, sem þeim voru kunnar og þeir töldu heilagar. Segja má, að kenningar Páls hafi síðan orðið megingrund- völlur guðfræðinnar og kenninga kirkjufeðranna, þær um- búðir um sjálfan kjarnann í boðskap Jesú, sem kirkjan hef- ur haldið sér við í meginatriðum og gjörir að verulegu leyti enn þann dag i dag. Þessum umbúðum lýsir mjög víðlesinn rithöfundur og kunnur fræðimaður einkum í sálarfræði, trúarbragðasögu og þjóðfélagsvísindum, P. W. Martin að nafni í bók sinni Experiment in Depth, sem ef til vill mætti nefna á íslenzku: Leitin að kjarnanum. Hann kemst þar meðal annars að orði á þessa leið: „Þessar umbúðir hafa smátt og smátt í för með sér grund- vallar breytingu á kenningunni. 1 stað þess að maðurinn skyldi fyrst og fremst leita guðsríkis og hans réttlætis og vinna þannig að fullkomnun sinni með ugg og ótta, er hon- um tjáð, að þegar sé búið að gjöra þetta fyrir hann. Hann sé þegar „endurleystur fyrir blóð lambsins". „Fullkomin fórn“ hafi þegar verið færð. Syndir hans hafi verið „þvegn- ar burt“. Allt það, sem hann þurfi að gjöra, sé að ,,trúa“, og þá muni hann frelsaður verða. Það skal tekið fram, að allar þessar fullyrðingar hafa sannleika að geyma. Að sama skapi, sem sá andi, sem var í Kristi Jesú, sigrar í sálu mannsins, verður hann sáluhólpinn. En í þessu gætir þó hins vegar mjög áhrifa hinna eldfornu goðhetjusagna (archetype). Trúin ein nægir. Skilyrðislaus játning er allt það, sem krafizt er . . .“. Því skal ekki neitað, að þessar umbúðir guðfræðinganna um sjálfan kjarnann í kenningu Jesú hafa vissulega, og ekki sízt á liðnum öldum, veitt mörgum styrk og huggun, og gera það, að því er ýmsa snertir, enn þann dag í dag. Hinu verð- ur þó ekki með rökum neitað, að máttur og áhrifavald þeirra, og þá um leið sjálfrar kirrkjunnar, fer nú dvínandi. Fyrir þeirri staðreynd þýðir ekki að loka augunum. Þess vegna hygg ég, að fyllilega sé kominn tími til þess fyrir leið- 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.